Fréttablaðið - 09.12.2017, Side 40

Fréttablaðið - 09.12.2017, Side 40
Útgefandi: 365 miðlar Veffang: Visir.isÁbyrgðarmaður: Sstígamót Sölumaður auglýsinga: Ólafur H. Hákonarson, olafurh@365.is, s. 512 5433 Sjálfshjálparhópar hafa verið partur af starfsemi Stígamóta frá stofnun þess. Ár hvert eru allt upp í 15 hópar starfræktir. Erla, félagsráðgjafi á Stígamótum, hefur sl. tvö ár lagt sérstaka áherslu á að vinna með yngsta hóp kvenna á Stígamótum. Hún segir að hlutverk leiðbeinanda sé margþætt. „Fyrir utan að halda þennan „praktíska“ ramma sem er nauð- synlegur til að skapa öryggi, þá er mikilvægt að sjá til þess að allir í hópnum fái rými til að vinna úr sinni reynslu og á sínum forsend- um,“ segir Erla. „Leiðbeinandi þarf því að vera styðjandi og hvetjandi en með mörkin á hreinu. Einnig að geta leitt hópinn inn í umræðuefni hvers tíma, sem getur oft á tíðum verið ansi þungt. Til þess þarf að deila eigin reynslu eða þekkingu, vera skapandi og sýna styrk og inn- sýn í aðstæður hverju sinni. Leið- beinandi þarf einnig að geta tekist á við erfiðar aðstæður og geta leitt hópinn í gegnum þær.“ Reynsla Erlu er sú að mikil sam- heldni myndast innan hópsins og með því að deila erfiðri reynslu verður tenging á milli brotaþola sem getur verið ómetanleg.  Hlutverk leiðbeinenda í sjálfshjálparhópum Stígamót er staður fyrir fólk sem beitt hefur verið kyn-ferðisofbeldi og aðstandend- ur þeirra. Meginviðfangsefnin eru nauðganir, sifjaspell, kynferðisleg áreitni, stafrænt ofbeldi, klám, vændi og mansal. Boðið er upp á einstaklingsráðgjöf og þátttöku í lokuðum sjálfshjálparhópum. Einnig er boðið upp á almenna upplýsingagjöf til fagfólks, hópa og til almennings. Starfshópurinn hefur fjölbreytta menntun, en býður ekki upp á eiginlega meðferð, heldur er boðið upp á hjálp til sjálfshjálpar. Öll þjónusta við brotaþola er ókeypis og algjörum trúnaði er heitið með þeim undantekningum sem lög kveða á um. Til að fá viðtal hjá ráðgjafa er pantaður tími í síma 562 6868 eða á stigamot@stigamot. is. Einnig er boðið upp á netspjall og stutta símaráðgjöf. Stígamót eru til húsa á Laugavegi 170, 2. hæð. Inga Vildís Bjarnadóttir gerði mat á árangri ráðgjafarinnar árið 2010 og í ljós kom að eftir a.m.k fjögur viðtöl á Stígamótum minnk- aði þunglyndi, kvíði og streita marktækt á meðan sjálfsvirðing jókst. Það er því eftir nokkru að sækjast að leita sér hjálpar. Um Stígamót  Þær Árdís, Elísa, Viktoría og Elín Hulda eru sammála um að þeim hafi létt við að geta talað um reynslu sína við konur sem höfðu líka upplifað kynferðisofbeldi. að grafa niður. Á sama tíma var hver einasti tími óskaplega gefandi og ég hefði ekki getað verið heppnari með stelpurnar sem lentu með mér í hópnum,“ segir Elín Hulda. Erfiðast hafi verið að mæta í fyrsta tímann. „Mér fannst afar erfitt að opna mig, gráta og leyfa mér að finna til. Fyrir mig var líka mjög erfitt að treysta og tala upp- hátt um lífsreynslu mína, en líka að hlusta á reynslu stelpnanna. Þó fann ég strax mikinn létti að koma þessu frá mér.“ Undir þetta tekur Árdís. „Mér fannst erfiðast að heyra hvað nákvæmlega kom fyrir þessar yndislegu stelpur og hvernig afleiðingarnar fyrir þær voru því það á enginn skilið að brotið sé svona á þeim.“ Það reyndi mest á Viktoríu Dögg að tala opinberlega um ofbeldið við hinar og heyra sögur þeirra í smáatriðum. „Að tala upphátt og ítarlega um það sem kom fyrir mig var rosa- lega erfitt. Áður hafði ég bara gefið skýrslu til að kæra viðkomandi. En ellegar hefði ég bara getað skrifað á blað allan hryllinginn sem hann gerði mér, sem voru já heilar ellefu blaðsíður.“ Léttir að mega segja allt Árdís var einnig í einstaklings- viðtölum um vandamál sín og afleiðingar ofbeldisins sem hún varð fyrir. „Í sjálfshjálparhópnum var hins vegar farið skipulega yfir ýmsa þætti sem tengdust afleiðingum ofbeldisins, skref í átt að bata og fleira gagnlegt. Þar heyrði ég hinar stelpurnar líka tala um reynslu sína og tilfinningar sem ég gat tengt við en hafði ekki talað um áður. Sumt af því vissi ég hreinlega ekki að ég væri að díla við, né að væri að hrjá mig, en svo var líka sumt sem ég hafði ekki þorað að tala um vegna mikillar skammar. Að heyra aðra tala um um það var mikill léttir,“ segir Árdís. Elísa lærði að treysta öðrum fyrir sjálfri sér og reynslu sinni í sjálfshjálparhópi Stígamóta. „Ég fékk staðfestingu á því að ég væri ekki ein að glíma við afleið- ingar ofbeldis. Bati okkar allra varð mjög samstíga; við gátum sagt hvað sem er og þá var alltaf einhver í hópnum sem tengdi.“ Viktoría Dögg var líka í einstakl- ingsviðtölum og sjálfshjálpar hóp því henni þótti þægilegra að geta bæði verið ein með sínum ráð- gjafa og svo með stelpunum. „Í einstaklingsviðtölum var einblínt á mig eina, bataferil minn og uppbyggingu á sjálfri mér, en í hópnum vorum við að hjálpa hver annarri að læra að lifa með þessu og þeirri staðreynd að þetta gerðist. Þar gat ég alltaf rætt við aðrar stelpur sem höfðu líka upp- lifað kynferðisofbeldi. Sem hópur munum við alltaf vera til staðar hver fyrir aðra; ef eitthvað amar að eða angrar mann.“ Sjálfshjálparhópurinn hjálp- aði Elínu Huldu að vinna með afleiðingar áfalla. „Það er skrýtið hvernig maður tengir við sögur og reynslu hinna í hópnum. Stundum segir ein eitthvað um það sem hún er að upplifa og gæti allt eins verið að tala út frá manns eigin huga. Maður nær að spegla sig í hinum stelpunum. Við það myndast ótrúlega mikið traust og tenging á milli allra í hópnum. Það er allt annað að sitja einn með ráðgjafa sínum en að sitja með fjórum öðrum stelpum og tveimur leið- beinendum að tala um ákveðið þema í hverjum tíma.“ Kæra sendir skýr skilaboð Viktoría Dögg er sem fyrr segir yngst í sjálfshjálparhópnum. Hún vildi kæra gerandann í kynferðis- brotamáli sínu til að ná fram rétt- læti fyrir sína hönd. „Hann tók frá mér verðmætan tíma, vináttu og lífsviljann; allan þann tíma sem fór, og fer enn, í að byggja mig upp á ný til að geta elskað mig sjálfa aftur. Ég vildi að hann þyrfti að horfast í augu við það sem hann gerði mér. Það var talið að mál mitt væri sterkt vegna þess hversu ung ég var, og að eitt- hvað yrði gert í þessu máli, en það var fellt niður.“ Elín Hulda kærði seinni nauðgun af tveimur sem hún varð fyrir. „Það sat alltaf í mér að hafa ekki kært fyrri nauðgunina. Hvað hefði gerst ef ég hefði kært? Ég ákvað því að standa upp fyrir sjálfri mér og kæra seinni nauðgunina. Ég ætlaði ekki að leyfa honum að gera fleiri stelpum þetta og vildi senda honum skýr skilaboð um það sem hann gerði mér og hversu rangt það væri.“ Árdís var undir lögaldri þegar fyrra kynferðisofbeldið komst upp og Barnavernd kærði mann- inn. „Þegar seinna ofbeldið komst upp var ég nýorðin sjálfráða og ákvað að kæra það ekki. Málið var það flókið og ég svo ung að ég gerði það ekki.“ Elísa kærði fyrrverandi sam- býlismann sinn fyrir andlegt, líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi. „Hann braut hrikalega á mér og ætti að þurfa að taka út refsingu fyrir það. Horfast í augu við sjálf- an sig vitandi að hann getur ekki hagað sér svona án afleiðinga. Svona ómenni þarf hreinlega að taka úr umferð. Lendi önnur kona í sömu reynslu og ég gerði með þessum manni mun alltaf vera til á skrá hvað hann gerði mér, og vonandi mun það hjálpa þeirri konu að stíga fram og kæra.“ Um sjálfshjálparhópana Starfræksla sjálfshjálparhópa er mikilvægur þáttur í starfi Stígamóta og hófst fimm árum fyrir formlega stofnun. Þátttaka í hópastarfinu er að sjálfsögðu valfrjáls og aðeins hluti af Stígamótafólki velur að taka þátt í starfinu. Hóparnir skipta orðið hund r­ uðum og hafa þróast í áranna rás. Nauðgunarhópar, sifjaspellshópar, sjálfsstyrkingarhópar, karlahópar, Svanahópar, hópar fyrir ungar stúlkur og hópar fyrir aðstand­ endur eru dæmi um hópana. Hóparnir eru leiddir af þjálfuðum leiðbeinendum. Þeir eru lokaðir og þátttakendur skuldbinda sig til þess að mæta í fimmtán skipti þar sem farið er skipulega yfir ýmsa þætti sem tengjast ofbeldinu. Erla Björg Kristjánsdóttir. Fyrir utan að halda þennan „prakt- íska“ ramma sem er nauðsynlegur til að skapa öryggi, þá er mikilvægt að sjá til þess að allir í hópn- um fái rými til að vinna úr sinni reynslu og á sínum forsendum. Framhald af forsíðu ➛ 2 StígamÓt 9 . d E S E m B E r 2 0 1 7 L AU G A R DAG U R 0 9 -1 2 -2 0 1 7 0 4 :0 3 F B 1 2 8 s _ P 0 8 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 8 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 7 0 -A C 0 C 1 E 7 0 -A A D 0 1 E 7 0 -A 9 9 4 1 E 7 0 -A 8 5 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 1 2 8 s _ 8 _ 1 2 _ 2 0 1 7 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.