Fréttablaðið - 09.12.2017, Side 87

Fréttablaðið - 09.12.2017, Side 87
Fólk skilur ekki að þetta er ofbeldi því í mörgum tilfellum var fólk samþykkt mynda- tökunni eða sendi sjálft af sér mynd til einhvers sem það treysti. Það er gríðarlega mikilvægt að makinn trúi brotaþol- anum og fari ekki í það hlutverk að yfirheyra. Karen Linda Eiríksdóttir, fjölskyldufræðingur og ráðgjafi. MYND/EYÞÓR Við erum öll tengd einhverj-um. Kynferðisofbeldi hefur áhrif á aðstandendur brota- þola og það er mikilvægt að þeir séu hluti af lausninni,“ segir Karen. „Það getur hjálpað aðstandendum að ræða við þriðja aðila. Ég finn að ástvinir vilja vanda sig og gera rétt, þannig að þeim finnst gott að hafa auka eyru.“ Að sögn Karenar hefur kyn- ferðisofbeldi margvísleg áhrif á brotaþola og þá sem standa þeim nærri. „Fjölskyldumeðlimir taka oft afstöðu og skiptast í fylkingar ef ofbeldið á sér stað innan fjöl- skyldu. Þetta getur verið mjög erfitt, sérstaklega þegar fjölskyldan trúir ekki brotaþolanum. Þá er líka oft viðkvæðið að eitthvað sé að brotaþolanum.“ Stundum kemur fólk í viðtöl sem er tengt bæði ofbeldismanni og brotaþola nánum böndum. „Þannig kringumstæður valda oft mikilli togstreitu innan fjölskyldu. Til dæmis þar sem bróðir hefur beitt systur sína ofbeldi, það getur verið mjög erfitt fyrir móður að bera þær upplýsingar að annað barnið hennar hafi brotið á hinu. Þá er mikil pressa á móðurina að taka afstöðu með öðru þeirra, sem er flókið og erfitt. Það getur orðið algjört hrun hjá þeim í þessum kringumstæðum.“ Oft koma makar brotaþola í aðstandendaviðtöl. „Þegar maki brotaþola kemst að því að brotið hafi verið á makanum áður en sambandið hófst getur það verið áfall og þá þarf hann að átta sig á hvernig hann glímir við sín viðbrögð,“ segir Karen. „Það er gríðarlega mikilvægt að makinn trúi brotaþolanum og fari ekki í það hlutverk að yfirheyra. Það þarf að veita skilyrðislausan stuðning og vera til staðar. Brotaþoli á ekki að vera í því hlutverki að réttlæta eða útskýra atburði. Það er líka mikilvægt að makar reyni ekki að laga hlutina, því það getur haft öfug áhrif. Mikilvægast er að vera til staðar með óheft hlustunar- skilyrði.“ Getur splundrað fjölskyldum Karen Linda Eiríksdóttir, fjölskyldufræðingur og ráðgjafi hjá Stígamótum, segir kynferðisofbeldi hafa mikil áhrif á fjölskyldu brotaþola og aðra aðstandendur. Stígamót bjóða bæði brotaþolum og aðstandendum ráðgjöf. Júlía Birgisdóttir vill auka skilning á stafrænu kynferðisofbeldi. MYND/ERNIR Stafrænt kynferðisofbeldi er þegar einhver tekur upp, dreifir eða skoðar kynferðis- legt myndefni í óþökk og án sam- þykkis þess sem er á því. Fólk þarf að gera sér grein fyrir því að þegar það dreifir eða skoðar slíkt mynd- efni er það gerandi,“ segir Júlía Birgisdóttir en hún hefur verið ötul talskona gegn stafrænu ofbeldi eftir að hafa upplifað það á eigin skinni. Hún segir að ólíkt mörgu öðru ofbeldi endurtaki stafrænt ofbeldi sig í hvert skipti sem ein- hver dreifir efninu og einnig þegar það er skoðað. Ofbeldið er því viðvarandi út lífið og getur dúkkað upp á hvaða tímapunkti sem er. „Fólk skilur ekki að þetta er ofbeldi því í mörgum tilfellum var fólk samþykkt myndatökunni eða sendi sjálft af sér mynd til ein- hvers sem það treysti, en það þýðir ekki samþykki fyrir dreifingu. Skilningur er að aukast á því hvað þetta hefur miklar afleiðingar og að það er ekki bara eitthvert flipp að senda nektarmynd. Dreifing á slíku myndefni gerir fólk algjör- lega varnarlaust og afleiðingarnar eru miklar,“ segir Júlía. Myndband af henni var tekið upp, án hennar vitundar, og hafði verið í dreifingu í tvö ár þegar hún frétti af því. „Áhrifin sem þetta hafði á mig voru rosaleg og afleiðingarnar eins og af öðru kynferðisofbeldi. Mikill ótti, áfallastreituröskun, kvíði og þunglyndi. Þegar ég komst að til- vist myndbandsins skildi ég ekki af hverju þetta hafði svona slæm áhrif á mig. Ég vissi ekki hvert ég átti að leita. Ég vildi ekki að þetta myndi fréttast og stóð því algerlega ein. Þessi tegund ofbeldis er svo ný með nútímatækni en aðgengi að Stafrænt ofbeldi eltir fólk út lífið Á Stígamótum verðum við í auknum mæli vör við afleiðingar klámvæðingar. Til okkar leitar fleira fólk en áður vegna hópnauðgana auk þess sem við fáum æ fleira fólk til okkar vegna nauðgana í endaþarm. Þetta rekjum við beint til áhrifa kláms. Jafnframt leita einstaklingar til Stígamóta vegna klámnotkunar maka. Í áranna rás hefur klám breyst mikið. Það verður sífellt grófara og ofbeldisfyllra. Meðallíftími klám- leikkonu í starfi er um 6 mánuðir þar sem klám gengur alltaf lengra og reynir á öll þolmörk líkama kvenna[1]. Á sama tíma hefur aldrei verið auðveldara að nálgast klám. Í ársyfirliti klámveitunnar Porn- Hub kemur fram að Íslendingar eru í öðru sæti yfir klámneyslu sé miðað við höfðatölu. Í íslenskri rannsókn frá árinu 2016 kemur fram að tæplega helmingur stráka í 8.-10. bekk horfir á klám í hverri viku. Um 80% bekkjarsystra þeirra svara því til að þær horfi næstum aldrei á klám. Þegar strákar eru komnir í framhaldsskóla horfa 65% þeirra á klám einu sinni í viku eða oftar á meðan 70% stelpna á sama aldri horfa næstum aldrei á klám. Klámneysla er því augljóslega mjög kynjuð en á Stígamótum finnum við þó fyrir því að jafnvel þó stúlkurnar séu ekki að horfa á klám þá finni þær fyrir veru- legri pressu í kynlífi að taka þátt í athöfnum sem koma beint úr kláminu. Margir strákar virðast halda að það sem birtist í klámi sé lýsandi fyrir hvernig kynlíf eigi að fara fram – og beita þeir því oft sama ofbeldi gagnvart rekkjunaut- um sínum og sýnt er í kláminu. Það er bráðnauðsynlegt að bregðast við þessum veruleika og bjóða ungu fólki aðra og betri sýn á hvað felist í kynlífi. Þetta þarf að gerast í gegnum skólakerfið, á heimilum og í almennri sam- félagsumræðu. Kynlíf á að byggjast á gagnkvæmri virðingu þar sem þátttakendur virða bæði sín eigin mörk og annarra. [1] Heimild: Gail Dines 2011. Pornland. How Porn Has Hijiked our Sexuality. Íslendingar í öðru sæti í klámneyslu Júlía Birgisdóttir vill auka skilning á því hvað felst í stafrænu kynferðisofbeldi og afleiðingum þess. Myndband var tekið upp af henni án hennar vitund- ar og samþykkis og sett í umferð. Hún segir stafrænt kynferðisofbeldi elta fólk út lífið. Netið gleymi engu. þjónustu er orðið mun betra og má nefna Bjarkarhlíð sem er fyrir þolendur ofbeldis og Stígamót.“ Júlía segir mikilvægt að staf- rænt ofbeldi sé viðurkennt sem slíkt. Orðið „hefndarklám“ eigi ekki að vera til. „Að flokka þetta sem einhvers konar undirflokk af klámi er eins og tala um nauðgun sem tegund af kynlífi. Sú skoðun er sem betur fer á undanhaldi að þolendur stafræns ofbeldis geti sjálfum sér um kennt. Mikilvægt er að fólk skilji hvers vegna þolendur ofbeldis kjósa að stíga fram. Það er ekki til þess að fá vorkunn heldur til þess að vekja athygli á alvarlegu vandamáli. Það er vissulega ekki auðvelt að stíga fram en það er nauðsynlegt. Fólk gerir það til þess að skapa umræðu, auka vitund og skilning á erfiðum málum og knýja fram breytingar.“ L AU G A R DAG U R 9 . d E S E M B E r 2 0 1 7 StíGAMÓt 5 0 9 -1 2 -2 0 1 7 0 4 :0 3 F B 1 2 8 s _ P 0 9 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 8 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 7 0 -A 7 1 C 1 E 7 0 -A 5 E 0 1 E 7 0 -A 4 A 4 1 E 7 0 -A 3 6 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 1 2 8 s _ 8 _ 1 2 _ 2 0 1 7 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.