Fréttablaðið - 09.12.2017, Side 88

Fréttablaðið - 09.12.2017, Side 88
Mér fannst ekki óþægilegt að vera karl að koma til Stíga- móta heldur gott að geta fengið hjálp frá sérfróðu fólki sem vissi alveg um hvað ég var að tala. Guðrún segir gaman að ræða starf ís- lenskrar kvennahreyfingar erlendis. Guðrún segir að Stígamót séu í mjög góðu samstarfi við alþjóðasamtök. „Þessi samvinna er líklega mun meiri en margur hyggur,“ segir hún. „Okkur hefur verið boðið að taka þátt í fjölmörgum erlendum verkefnum og ráðstefnum og við höfum fengið tækifæri til að kynna starfsemi Stígamóta. Venjulega eru þessar ferðir greiddar af gestgjöfum sem er ánægjulegt þar sem Stígamót hafa ekki bolmagn til að greiða slíkar ferðir. Mér telst til að við höfum farið til meira en áttatíu borga víðs- vegar um heiminn og sumar höfum við heimsótt oft. Við eigum fulltrúa í norrænum, evrópskum og alþjóð- legum samtökum og tökum þátt eftir bestu getu,“ útskýrir Guðrún og ítrekar að alþjóðlegt samstarf skipti miklu máli fyrir Stígamót. „Það er gaman að segja frá starfi íslenskrar kvennahreyfingar á erlendri grundu, ekki síst vegna þess að svo virðist sem íslenskar konur séu róttækari og noti óvenju- legri baráttuaðferðir en þekkist erlendis. Konur víða um heim súpa hveljur yfir því sem við getum gert en væri óhugsandi í þeirra löndum. Þar má nefna verkefnið okkar Stóru systur, þar sem konur settu inn vændisauglýsingar til að finna vændiskaupendur. Eða þegar við stofnuðum kampavíns- klúbb til að benda á hvað væri í raun að gerast innandyra á slíkum stöðum. Við seldum tíu mínútna aðgang að konum fyrir 20 þúsund krónur. Þetta mál vakti athygli í fjölmiðlum, fékk mikla umfjöllun og umræðu. Með þessu náðum við eyrum fólks og stuttu síðar var þessum klúbbum lokað,“ greinir Guðrún frá og bendir á að lögreglan hefði fengið aukið fé til frekari rannsókna á þessu máli eftir að Stígamót bentu á það sem var að gerast. „Þeim þótti líka mjög áhugavert þegar við framleiddum karlanær- buxur með áletruninni „Ég tek ábyrgð“. Nú hafa svona nærbuxur verið framleiddar víða,“ segir Guð- rún og bætir við að slíkar nærbuxur ættu allir karlar að eiga. „Oft höfum við kynnst stórmerki- legum konum sem við höfum svo boðið heim til þess að fleiri fái að njóta visku þeirra. Í hvert sinn sem við förum utan söfnum við nýrri þekkingu og reynslu sem vonandi endurspeglast í starfi okkar.“ Alþjóðlegt samstarf mikilvægt Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, hefur starfað hjá samtökunum í átján ár. Á þeim tíma hefur hún og samstarfsfólk hennar ferðast til meira en 80 borga víða um heim. Torfi (t.v.) hittir Hjálmar, ráðgjafa hjá Stígamótum, mánaðarlega. Mynd/ernir Karlkyns brotaþolar hafa verið að koma til Stígamóta frá upphafsárum sam- takanna. Undan farin ár hafa 40-45 karlar komið árlega til Stígamóta í fyrsta sinn og í fyrra voru þeir 12,3% af heildarfjöldanum. Það er lykilatriði að karlar viti af stað eins og Stígamótum. Hér fá þeir tækifæri til að tala um kynferðisof- beldið og afleiðingar þess í trúnaði og á sínum forsendum. Markmiðið er að styðja þá til að opna á hluti sem þeir hafa lokað á lengi eða eru kannski þannig að það hefur aldrei verið hægt að segja þá upphátt áður,“ segir Hjálmar og bætir við: „Skilaboðin frá okkur eru þau að hvetja fleiri karlkyns brotaþola til að leita sér hjálpar og Stígamót eru einn af þeim stöðum sem hægt er að leita til.“ eru afleiðingar kynferðis- ofbeldi eins hjá konum og körlum? „Þær eru hliðstæðar, en það er áberandi hvað reiðin er meira áberandi hjá körlum, sem og ótti, tilfinningalegur doði og sjálfsvígs- hugsanir. Einnig nota karlar í ríkari mæli áfengi og önnur vímuefni til að deyfa sig. Stígamót bjóða upp á viðtöl og sjálfshjálparhópa fyrir karla sem beittir hafa verið kynferðislegu ofbeldi. En við erum sífellt að reyna að bæta þjónustu okkar og finna nýjar leiðir til að þess að karlar upplifi að þeir séu velkomnir á Stíga- mótum. Til dæmis höfum við í hverjum mánuði haldið karla- kvöld, en þá er opið hús fyrir karla sem hafa nýtt sér þjónustu Stígamóta í gegnum árin. Þar fá karlar tækifæri til að ræða við aðra sem eiga svipaða reynslu að baki og geta þannig speglað sig í reynslu annarra og leyft sér að fara í gegnum tilfinningar sem þeir hafa ekki áður gert. Það er mikilvægt að finna að maður er ekki einn að burðast með erfiða reynslu. Þessi kvöld eru ein leið fyrir karla til að brjótast út úr einangrun sinni. Á heimasíð- unni okkar, www.stigamot.is, er einnig aðgengilegt fjölbreytt efni fyrir karla, bæði á íslensku og ensku.“ Karlahópar og karlakvöld á Stígamótum Hjálmar Gunnar Sigmarsson hefur unnið við ráðgjöf hjá Stígamótum í þrjú ár. Hann segir mikil- vægt að karlar sem beittir hafa verið kynferðisofbeldi leiti sér hjálpar og brjótist út úr einangrun. Ég hélt að Stígamót væru bara fyrir konur. Þegar konan mín komst að því að Stígamót væru með viðtöl og sjálfshjálparhópa fyrir konur og karla sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi ákvað ég að koma hingað,“ segir Torfi og bætir við að það hafi ekki verið auðveld skref. „Mér fannst erfiðast að byrja að tala um kynferðislegt ofbeldi sem ég varð fyrir sem barn, enda var það eitthvað sem ég hafði bælt niður í þrjátíu ár. Mér fannst ekki óþægilegt að vera karl að koma til Stígamóta heldur gott að geta fengið hjálp frá sérfróðu fólki sem vissi alveg um hvað ég var að tala.“ Torfi segist hafa upplifað mikla skömm og fannst hann eiga hluta af sökinni sjálfur. „Ég var með rang- hugmyndir sem ég hafði ákveðið að væru réttar, án þess að ræða það við nokkra manneskju. Þegar ég opnaði mig og talaði við ráðgjafa gat ég unnið úr þessum ranghugmyndum og þessum þunga sem hvíldi á mér,“ segir hann alvarlegur í bragði. „Fyrst fann ég fyrir rosalegum létti, svo kom reiðin og þungi og fleiri tilfinn- ingar sem tók lengri tíma að vinna úr. Núna er ég á allt öðrum stað en þegar ég kom fyrst til Stígamóta. Ég var svo dofinn. Í mörg ár notaði ég mat til að borða yfir allar tilfinn- ingar. Þegar ég byrjaði að vinna í mínum málum náði ég hægt og rólega að geta talað um ofbeldið og tilfinningar án þess að þurfa að borða yfir það.“ Hvernig finnst þér viðhorf sam- félagsins vera til karlbrotaþola? „Ég var viss um að það væri mjög nei- kvætt og átti von á að þegar ég færi að segja frá myndi ég fá neikvæð viðbrögð. En ég komst að því að það er ekki svo. Ég fékk mjög jákvæð viðbrögð frá fjölskyldunni, vinum og vinnufélögum. Fólk brást allt öðruvísi við en ég átti von á. Ég var búinn að berja mig svo mikið niður, og af því að ég hugsaði svona, hélt ég að allir aðrir hugsuðu á þann hátt.“ Hefurðu eitthvað að segja við aðra karlkyns brotaþola þarna úti sem hafa kannski ekki leitað sér hjálpar? „Nú get ég bara talað út frá sjálfum mér en þegar ég kom til Stígamóta og fór að vinna í mínum málum fóru hlutirnir að gerast og líf mitt breyttist til betri vegar. Ég hafði alltaf bælt niður allar tilfinningar og það er erfitt að búa með og umgang- ast þannig manneskju. Ég skil ekki hvernig konan mín þraukaði! Ég mæli með að menn komi og gefi Stígamótum tækifæri, komi í 10-12 tíma. Eftir tvo tíma vissi ég að þetta væri eitthvað sem ég yrði að gera. Það var erfitt en vel þess virði að vinna úr þessari tilfinningaflækju sem hafði plagað mig í mörg ár.“ Fyrsta skrefið reyndist gæfuspor Torfi Guðmundsson vissi ekki að karlar gætu leitað til Stígamóta fyrr en konan hans benti honum á það. Hann segir líf sitt hafa gjörbreyst eftir að hann leitaði aðstoðar vegna kynferðisofbeldis sem hann varð fyrir 12 ára. 6 STíGAMóT 9 . d e S e M b e r 2 0 1 7 L AU G A R DAG U R 0 9 -1 2 -2 0 1 7 0 4 :0 3 F B 1 2 8 s _ P 0 8 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 8 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E 7 0 -A C 0 C 1 E 7 0 -A A D 0 1 E 7 0 -A 9 9 4 1 E 7 0 -A 8 5 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 1 2 8 s _ 8 _ 1 2 _ 2 0 1 7 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.