Fréttablaðið - 09.12.2017, Page 89
Fólki finnst gott að
ég sé algjörlega
ótengd inn í samfélagið
og þekki hvorki það né
gerandann.
Eva Dís Þórðar-
dóttir vinnur úr
reynslu sinni
með hjálp Stíga-
móta. Henni
finnst mikilvægt
að fólk geri sér
grein fyrir þeim
hryllingi sem
vændi er.
MYND/ANtoN
briNk
Ég veit alveg hvar sagan mín byrjar og hún byrjar ekki þegar ég byrja í vændinu. Hún byrjar
þegar ég var misnotuð sem barn,
þegar ég lenti í einelti og í uppeldi
mínu. Ég var mjög meðvirk frá
barnsaldri og ég held að þannig hafi
ég lifað af, með því að fara í hlut-
verk, aftengja mig raunverulegum
tilfinningum og fara á sjálfstýringu
til að lifa af,“ segir Eva Dís Þórðar-
dóttir, sem hefur unnið úr reynslu
sinni af vændi með hjálp Stígamóta.
Eva Dís lýsir því þegar hún flutti til
Danmerkur eftir nokkur skaðleg
ástarsambönd. Þá rúmlega tvítug
hóf hún fljótlega samband við
mann sem kom svo í ljós að hafði
áhuga á að stofna fylgdarþjónustu.
Hann kynnti hana fyrir vændis-
heiminum í formi símavörslu í
vændishúsi. „Og allar stelpurnar og
maddaman voru svo hissa á því að
ég vildi frekar vera á símanum en „á
lakinu“ því það væru miklu meiri
peningar í því og ég var svo brotin
inni í mér að ég ákvað að prófa.
Þær létu þetta hljóma sem eitthvað
spennandi og lengi laug ég því að
mér líka. Að þetta væri fín leið til að
ná í pening. Maður verður að segja
sér að þetta sé það þegar maður er
í þessu. Grafa sig og finna upp ein-
hvern lygaraunveruleika. Annars er
ekki hægt að gera þetta.“
Þótt hún hafi ekki starfað lengi í
þessum heimi lýsir hún samt þeim
tíma sem hryllilegum.
„Vændi er svakalegt ofbeldi. Ég vil
kalla hlutina sínum réttu nöfnum.
Það er ekki gott að víkja sér undan
því að tala um hryllinginn. Ég var
hóra og þetta var hóruhús og þeir
sem komu voru hórukúnnar eða
eitthvað þaðan af verra, menn sem
fengu eitthvað út úr því að kaupa
sér yfirráð yfir líkama konu til að
geta nýtt hana eins og þeim sýndist.
Og þegar talað er um gleði-konur?
Það er engin gleði í vændi. Það er
enginn glaður þar. Það er mikilvægt
að allir skilji það.“
Eva Dís flutti til Íslands árið 2008
og þremur árum síðar dó faðir
hennar. Nokkru síðar var henni
nauðgað. „Og það var svo skrýtið að
ég brást alveg eins við og í vændinu.
Ég fór bara út úr líkamanum og
reyndi að láta þetta klárast svo
ég slyppi. Þá fyrst leitaði ég mér
hjálpar. Mér datt samt ekki í hug að
Vændi er svakalegt ofbeldi
Eva Dís Þórðardóttir vinnur úr reynslu sinni af vændi með hjálp Stígamóta, bæði í einstaklings
viðtölum með ráðgjafa og í hópavinnu með konum sem hafa svipaða reynslu.
Stígamót hófu þjónustu við Austfirðinga árið 2007. Þjónustan var lögð niður eftir
efnahagshrunið, en síðan tekin
upp aftur um leið og mögulegt var.
Anna Bentína Hermansen hefur
sinnt ráðgjöf Stígamóta á Aust-
fjörðum sleitulaust síðan í mars
2012.
„Ég er hér tvo daga hálfsmán-
aðarlega og það er alltaf pakk-
bókað í öll viðtöl. Upphaflega kom
ég í einn dag hálfsmánaðarlega en
þurfti fljótlega að bæta við degi
vegna mikillar aðsóknar,“ segir
Anna Bentína en hún reynir að
létta á viðtölum með því að setja
saman hópa. „Ég hef verið með
þrjá sjálfshjálparhópa á Egilsstöð-
um og einn sjálfsstyrkingarhóp.“
Tæplega hundrað einstaklingar
hafa leitað til Önnu Bentínu á
Austfjörðum á þessum tíma og
flestir verið reglulega í viðtölum,
sumir í nokkur ár.
Brotaþoli kynferðisofbeldis sem
leitað hefur til Stígamóta á Austur-
landi og verið í reglulegum við-
tölum segir að það hafi breytt öllu
að fá þjónustu Stígamóta austur.
„Ef ekki væri viðtalsþjónusta á
Egilsstöðum þá hefði ég ekki feng-
ið neina aðstoð. Viðtalsþjónusta
Stígamóta hefur gefið mér meira
en orð fá lýst. Ég veit ekki hvar ég
væri án hennar. Ég hef öðlast nýtt
líf.“ Jafnframt segir brotaþolinn að
það hafi fælingarmátt að innan-
bæjarmanneskja taki viðtöl, að
nauðsynlegt sé að utanaðkomandi
ráðgjafi sinni þessari þjónustu.
Anna Bentína segir að þar sem
kynferðisofbeldi sé afar viðkvæmt
málefni sé það enn þá flóknara í
litlum samfélögum. „Fólkinu sem
kemur til mín finnst afskaplega
gott að ég sé algjörlega ótengd inn
í samfélagið og þekki hvorki það
né gerandann. Ég fer síðan heim til
Reykjavíkur eftir vinnutörn og flýg
í burtu með leyndarmálin.“
Hildur Ýr Gísladóttir, náms-
ráðgjafi Verkmenntaskólans á
Austurlandi, segir að kynferðis-
ofbeldi hafi gríðarlega mikil áhrif
á einstaklinga sem fyrir því verða
og áfallið sem það hefur í för með
sér er djúpstætt og hefur lang-
varandi áhrif á brotaþolann: „Sem
starfandi náms- og starfsráðgjafi
í framhaldsskóla og sem fyrrver-
andi starfsmaður félagsþjónustu
Fjarðabyggðar get ég staðfest að
sú þjónusta sem Stígamót veita á
Austurlandi er gríðarlega mikilvæg
og hefur hjálpað brotaþolum að
takast á við afleiðingar ofbeldisins,
byggja sig upp og takast á við lífið
með reisn.“
Þorgeir Arason, sóknarprestur
Egilsstaðaprestakalls, tekur í svip-
aðan streng og Hildur.
„Ráðgjafi Stígamóta hefur komið
reglulega hingað austur á land
undanfarin ár og boðið upp á
viðtöl á tilteknum stað á Héraði. Í
sálgæslu og samskiptum við fólk
skynjar maður vel að það er afskap-
lega dýrmætt fyrir íbúa að geta nýtt
sér þjónustu Stígamóta hér á þessu
svæði, án þess að þurfa að ferðast
til Reykjavíkur. Því miður er þörfin
sannarlega til staðar.“
Stígamót utan höfuðborgarsvæðisins
Stígamót senda ráðgjafa hálfsmánaðarlega út á land. Meðal annars á Sauðárkrók, Patreksfjörð og
til Vestmannaeyja. Nú býðst þjónusta Stígamóta á Ísafirði, Akranesi, Borgarnesi og á Egilsstöðum.
Svanahóparnir eru hópar fyrir
konur sem hafa verið í vændi eða
eru í vændi og vilja komast út
úr því. Anna Þóra Kristinsdóttir,
sálfræðingur á Stígamótum, leiðir
hópana ásamt fleiri starfskonum
og leiðbeinendum. Svana
hóparnir eru byggðir á fyrirmynd
frá Danmörku en sama módel er
einnig notað í Noregi. Hóparnir
samanstanda af 4 til 7 konum á
öllum aldri sem hittast í 15 skipti
yfir ákveðið tímabil.
Í hóptímunum er farið yfir þær
afleiðingar sem vændi hefur í för
með sér en þær eru oftast sam
bærilegar og af öðru kynferðisof
beldi, nema alvarlegri og þyngri.
Sem dæmi um þessar afleiðingar
eru skömm, depurð, kvíði, léleg
sjálfsmynd, sjálfsvígshugleið
ingar, einangrun, tilfinningalegur
doði og líkamlegir verkir. Í Svana
hópunum er lögð áhersla á að
efla sjálfstraust, bæta líðan þeirra
sem eru í hópunum og rjúfa fé
lagslega einangrun. Þá lítum við
svo á að afleiðingar vændis og
kynferðisofbeldis séu eðlilegar
afleiðingar af óeðlilegum að
stæðum.
Svanahóparnir
Anna bentína Hermansen ráðgjafi.
Samanburður á afleiðingum
kynferðisofbeldis og vændis
AflEiðiNgAr Vændi
Annað
kynferðis-
ofbeldi
tilraun til sjálfsvígs 66% 24%
Neysla vímuefna skerðir lífsgæði 66% 19%
líkamlegir verkir 37% 19%
Skömm 90% 82%
tilfinningalegur doði 68% 50%
Mikilvægt að
hafa í huga að
fjöldi þeirra sem
voru í vændi
er aðeins 41
en þeirra sem
ekki hafa verið í
vændi er 331.
nefna vændið. Ég skilgreindi það
ekki sem ofbeldi, bara eitthvað sem
ég hafði gert og skammaðist mín
svo svakalega fyrir. Ráðgjafinn benti
mér á Stígamót. Á Stígamótum
fór ég að vinna úr hlutum og þar
nefndi ég vændið í framhjáhlaupi
og ráðgjafinn upplýsti mig um að
þetta væri kynferðisofbeldi. Mér
finnst svo skrýtið núna að tala um
vændi sem viðskipti. Eins og Rachel
Moran, fyrrverandi vændiskona
og baráttukona gegn vændi, segir í
bók sinni: Ef einhver borgar öðrum
fyrir að fá að berja hann í klessu, er
sá sem lemur ekki ofbeldismaður?
Alveg eins ef þú borgar einhverjum
fyrir að nauðga viðkomandi. Það
er mér rosalega mikilvægt að allir
skilji að vændi er ekki kynlíf. Það
þarf að eyða þeim misskilningi og
fara að kalla hlutina sínum réttu
nöfnum. Mér finnst að það eigi að
setja eitthvað ógeðslegt orð líka á
kúnnana svo þeir skilji hvað þeir
eru að gera. Að þeir skilji skaðann
sem þeir valda. Ég vildi að ég hefði
verið með rétta orðaforðann þegar
ég var að fara inn í þennan heim, að
ég hefði haft meiri skilning á hvað
þetta er og er ekki.“
Hún segir erfitt að lifa með afleið-
ingum vændis og viðurkennir að
hún eigi oft erfiða daga. „Stígamót
hafa hjálpað mér alveg svakalega
að sjá hvað er afleiðing af vændinu,
skilja ákveðna hluti. Áfallastreitan
er skrýtin og hefur svo margar
hliðar, kvíði og frestunarárátta er
til dæmis hluti af áfallastreitunni
og líka að vantreysta fólki og
aðstæðum.
Það er svo gott að koma niður í
Stígamót og fá að ræða þetta allt
saman. Við erum ekkert endilega
að fara í smáatriðum yfir það sem
gerðist í vændinu enda held ég að
það sé ekkert endilega nauðsynlegt.
Stígamót gáfu mér svo margt. Ég
fæ tækifæri til að tala um hvernig
mér líður og læra að skilja á milli
afleiðinganna og sjálfrar mín. Að
ég sé ekki bara svona gölluð heldur
eru þetta afleiðingar af því sem fyrir
mig hefur komið. Þar er líka hópur
fyrir stelpur sem hafa verið í vændi
og það er mjög dýrmætt og hjálp-
legt að tala um hluti sem enginn
skilur nema sú sem hefur upplifað
svipað.
Ég er smám saman að þroskast
og þróa mig út í að geta hjálpað
öðrum. Það er annað sem Stígamót
hafa gefið mér tækifæri á að gera. Að
gefa af mér og gefa áfram það sem ég
er að læra. Það er mér dýrmætast af
öllu, að skilgreina mig. Ég lít bara á
sjálfa mig sem Evu. En mikilvægast
er samt að ég losnaði við skömmina.
Skömm þrífst ekki nema í leyni. Og
með því að tala um reynslu mína og
spegla hana með einhverjum sem
er tilbúinn að taka við henni get ég
losnað úr viðjum hennar.“
Annars vegar er um að ræða 41 einstakling sem leitaði til Stígamóta á
árunum 2013 til 2016 vegna kynferðisofbeldis og nefndi að hafa verið í
vændi og hins vegar þau sem komu til Stígamóta í fyrsta skipti á árinu 2016
en höfðu ekki verið í vændi (331 einstaklingur).
StígAMót 7 l AU g A r DAg U r 9 . D E S E M B E r 2 0 1 7
0
9
-1
2
-2
0
1
7
0
4
:0
3
F
B
1
2
8
s
_
P
0
8
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
8
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
7
0
-A
C
0
C
1
E
7
0
-A
A
D
0
1
E
7
0
-A
9
9
4
1
E
7
0
-A
8
5
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
B
F
B
1
2
8
s
_
8
_
1
2
_
2
0
1
7
C
M
Y
K