Morgunblaðið - 13.07.2017, Síða 12

Morgunblaðið - 13.07.2017, Síða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JÚLÍ 2017 HAGI ehf Stórhöfða 37 • 110 Reykjavík • S. 414-3700 • hagi@hagi.is • Hagi ehf HILTI Hágæða vinnuföt í miklu úrvali Sérmerkjum fyrir fyrirtæki Verkfæri og festingar Mikið úrval af öryggisvörum Nú fástSnickers vinnuföt í Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Vandræðaskáldin Sesselía Ólafsdóttir leikkona, og Vilhjálmur Bragason leikskáld verða með sögustundir. Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is Héraðshöfðinginn á Gásumá ekki von á öðru en aðallt fari fram með friði ogspekt á miðaldadögum 1317 um helgina. Þó telur hann ekki loku fyrir það skotið að slái í brýnu milli bardagamanna Rimmugýgjar og jafnvel fleiri hópa. Eins og gerst hafi allar götur frá því miðaldadagar voru fyrst haldnir fyrir fjórtán árum á þessum forna verslunarstað á Norðurlandi. Og sverðaglamur muni heyrast hér og þar í bland við ham- arshögg eldsmiða, skvaldur hand- verksfólks og ef til vill hárreysti kaupmanna. Svo sé líka hugsanlegt að ein- hverjir brjóti af sér og því segir hann nauðsynlegt að hafa gapastokkinn tiltækan. Sérstaklega þurfi að hafa gætur á einum „góðkunningja“, sem ítrekað hafi brotið af sér á þessum vettvangi. „Æ-i, hann Þráinn, kallinn,“ svarar héraðshöfðinginn, Haraldur Þór Egilsson, safnstjóri Minjasafns- ins á Akureyri, mæðulega þegar hann er spurður um nafnið á kauða. „Ungur maður sem sífellt kemst í kast við lög Gásakaupstaðar og virð- ist ekkert hafa lært þótt hann sé bú- inn að sækja miðaldadaga árum sam- an,“ segir hann og lætur þess getið að gestir fái tækifæri til að grýta hann eggjum, sem og aðra glæpa- menn sem uppvísir verða að lög- brotum. Þó ekki fúleggjum. Auk þess að spóka sig um svæð- ið í sínum fína miðaldaskrúða og fylgjast með að allt fari vel fram, seg- ir Haraldur Þór að í rauninni sé þýð- ingarmesta starf héraðshöfðingjans að mæla stærð gesta. „Þeir sem eru lægri en sverðið mitt fá ókeypis inn,“ upplýsir hann. Líf og fjör á tilgátusvæði Miðaldadagar á Gásum voru smáir í sniðum til að byrja með, ein- ungis eitt tjald og þrjár konur, sem elduðu mat, lituðu vefnað með jurta- litum og sýsluðu við ýmiss konar gamalt handverk. Síðan hefur hátíð- inni smám saman vaxið fiskur um hrygg með þátttöku sífellt fleira handverksfólks og listamanna á ýms- um sviðum. Miðaldahópur Handrað- ans, um tuttugu manns, bæði lærðir og leikir með sérstakan áhuga á mið- öldum, á veg og vanda af hátíðarhöld- unum í samstarfi við Minjasafnið á Akureyri. Þau Haraldur Þór og sam- starfskona hans, Ragna Gestsdóttir, eru verkefnastjórar miðaldadaga 1317. „Hugmyndin að miðaldadögum kviknaði út frá einstökum rústum sem grafnar hafa verið upp í forn- leifarannsóknum og sýna að Gásir voru mikill verslunarstaður allt frá 12. öld og fram á 16. öld þegar versl- un hófst á Akureyri. Sjálf hátíðin fer fram við hliðina á friðlýstu forn- leifasvæðinu, á svokölluðu til- gátusvæði, sem við endursköpum eins og við gerum okkur í hugarlund að hafi verið umhorfs á Gásum á blómaskeiði kaupstaðarins. Líf og fjör, markaðir með handunnum varn- ingi, fólk og dýr á ferli, uppákomur og alls konar skemmtilegheit.“ Markmiðið er að gefa gestum og gangandi tækifæri til að upplifa for- tíðina og verslunarstaðinn á blóma- tíma hans, hitta Gásverja, kynnast handverki og daglegum störfum og prófa eitt og annað sem menn gerðu sér til gamans og skemmtunar á mið- öldum, til dæmis að skjóta af boga. Boðið verður upp á leiðsögn um forn- leifasvæðið þrisvar á dag og liðs- menn Handraðans, sem margir hverjir eru býsna sönghneigðir, bregða á leik með margvíslegum hætti. Sagnafólk í sviðsljósinu „Í fyrra vorum við með tónlist- arþema, en núna er sagnaþema og sagnafólk í sviðsljósinu. Vandræða- skáldin Sesselía Ólafsdóttir leikkona, og Vilhjálmur Bragason leikskáld, fara á kostum í leikrænum sögu- stundum og tónlistarfólk glæðir svæðið lífi í takt við leikþætti og slátt eldsmiðanna. Í ysnum og þysnum sinnir fjöldi handverksfólks svo vinnu sinni á mishljóðlegan hátt. Til dæmis má ætla að ekki fylgi því mik- ill hávaði þegar sérfræðingur í bók- felli verkar skinnin sín, en hann kem- ur gagngert á miðaldadaga til að sýna handbragðið.“ Í Gásakaupstað var á miðöldum alls konar iðnaður; kolagerð, brenni- steinsvinnsla, reipisgerð og fleira. Brennisteinninn var seldur til Mið- Evrópu þar sem hann var nýttur til púðurgerðar. Spurður hvort einhver Gáskafull miðaldagleði á Gásum Hvernig væri að bregða sér til miðalda? Kannski til ársins 1317? Það er hægt á Gásum rétt utan við Ak- ureyri á Miðaldadögum kl. 11-17 frá og með morg- undeginum, 14. júlí, til sunnudagsins 16. júlí. Á mið- aldadögum gefst tækifæri til að upplifa fortíðina og verslunarstaðinn á blómatíma hans, hitta Gásverja, kynnast handverki og daglegum störfum og prófa eitt og annað, sem miðaldafólk gerði sér til gagns og gamans. Héraðshöfðinginn Haraldur Þór. Snorrastofa í Reykholti býður til afmælishátíðar laugardaginn 15. júlí kl. 14 í Reykholti – en í þeim mánuði eru liðin 70 ár frá afhendingu Snorrastyttunnar eftir norska myndhöggvarann Gustav Vigeland, sem Norðmenn gáfu Íslend- ingum. Þá var haldin fjölmennasta þjóðhátíð í sögu héraðsins, en hátíð- arhöldin 1947 voru í undirbúningi í áratugi. Þjóðhöfðingjar og ríkisstjórnir Ís- lands og Noregs tóku þátt í hátíðarhöldunum ásamt á milli 10 og 14 þúsund manns. Stór hópur Norðmanna kom til landsins af þessu tilefni; herskip og far- þegaskip – leiðtogar úr norsku þjóðlífi og ástríðufullir aðdáendur Snorra Sturlusonar. Hátíðin var eftirminnileg og þótti ævintýri líkast hversu vel Borg- firðingum tókst að sviðsetja hana. Á Snorrahátíðinni á laugardaginn verður þessi merkisviðburður rifjaður upp í máli og myndum í gamla héraðsskólanum. Dagskráin hefst við styttuna með erindi sr. Geirs Waage, Reykholtsstaður heilsar, síðan setur Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, hátíð- ina, og valinkunnir menn flytja fróðleg erindi. Opnuð verður sögusýningin Snorrahátíðin 1947 í lifandi myndum – og sjö- tugur hljóðheimur, Reykholtskórinn syngur norsk og íslensk ættjarðarlög og ýmislegt fleira verður til hátíðarbrigða. Afmælishátíð og sögusýning í Reykholti í Borgarfirði 70 ár frá afhendingu Snorra- styttu Gustavs Vigelands Ljósmynd/Valgarð Krisjánsson/Snorrastofa Hátíðarhöldin 1947 Styttan af Snorra Sturlusyni, sem Norðmenn gáfu Íslend- ingum, var afhjúpuð við fjölmenna athöfn í júlí 1947.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.