Morgunblaðið - 13.07.2017, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 13.07.2017, Qupperneq 25
asta dægurlag um bílstjóra í íslensku útvarpi var að vísu um Bjössa á mjólkurbílnum og það voru fleiri tegundir af bílstjórum, svo sem hljómsveitarbílstjórar. Þessir menn gegndu alveg sér- stöku hlutverki varðandi ferðir tónlistarfólks og skemmtikrafta um landið. Nú er einn þeirra kominn á endastöð í jarðlífinu og á aðeins eftir eina bílferð, í svart- gljáða vagninum. Á tímum hér- aðsmótanna og síðar Sumargleð- innar létu margir þessara bílstjóra hressilega til sín taka og urðu eins konar goðsagnir. Í lag- inu „Á ferðalagi“ er nafnið Jón hrópað tvisvar, fyrst í hvatning- unni „stattu’ hann, Jón“, og gæti það bæði átti við Jón T. Ágústs- son sem ók Sumargleðirútunni á fyrri hlutanum af starfsemi henn- ar og Jón R. Ragnarsson rall- kappa sem ók henni á síðari árum hennar. Hinn fyrrnefndi Jón fékk snemma viðurefnið Gustur, og er það skrifað hér með stórum staf, af því að þannig skrifa vinir og vandamenn það. Í rúman áratug fyrir daga Sumargleðinnar ók Gusturinn ýmsum hljómsveitum, yfirleitt þeim vinsælustu. Það var engin furða að Jón yrði alþekkt- ur, því að með ólíkindum var dugnaður, hressleiki og óþrjót- andi lísgleði og lífsnautn þeirrar ógleymanlegu hamhleypu og húmorista sem hann var. Hann þurfti ekki aðeins að aka rútunni, ferma hana og afferma með hljómsveitarmönnum, heldur líka að sjá um samskipti við umráða- menn samkomuhúsanna, sjá um miðasölu og uppgjör og brottför í lok dansleiks eða skemmtunar. Eins og þetta hefði ekki verið hverjum manni meira en nóg, var Jón þar að auki yfir og allt um kring í því mikla fjöri, sem ríkti í kringum þetta einstæða tímabil samkomuhalds á Íslandi, – það gustaði að honum og viðurnefnið lýsti því vel. Í lok lagsins „Á ferðalagi“ er kallað. „Gefðu’ hon- um, Gustur!“ og ekki fer á milli mála við hvern er átt. Jón var einn ógleymanlegasti persónu- leiki sem ég hef kynnst, og eru þeir þó orðnir margir. Með orð- unum „Alltaf er bílstjórinn jafn brattur og hress / og brunar um landið kruss og þvers“ er reynt að lýsa þessum árum, þegar vegakerfið var ennþá að stærst- um hluta mjóir, hlykkjóttir og holóttir malarvegir og þurfti menn með úthald og óþrjótandi orku á borð við Jón til að standast álag starfsins. Úr varð vináttu- samfélag ferðafélaga þar sem þurfti að takast sameiginlega á við verkefnin í blíðu og stríðu og bindast tryggðaböndum á grunni ógleymanlegra ferðalaga. „Gefðu honum, Gustur!“ var líkt og ákall sem Jón T. Ágústsson hlýddi af þvílíkum ákafa að hann gekk nærri sér með árunum og heils- unni hrakaði. En alltaf var húm- orinn næstur honum alveg fram á síðasta eldsneytisdropa jarðlífs- ins. Með þökk og snortnum huga bið ég hans nánustu blessunar þegar ég kveð þennan ótrúlega mann, sem lýsti svo oft upp um- hverfi á einstakan hátt. Nú er Gusturinn genginn / og Gustinum líktist enginn. Ómar Ragnarsson. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JÚLÍ 2017 Atvinnuauglýsingar 569 1100 BLÖNDUÓSBÆR Hnjúkabyggð 33 | 540 Blönduós | Sími 455 4700 Blönduósbær auglýsir laust starf leikskólastjóra á leikskólanum Barnabæ til eins árs Barnabær er fjögurra deilda leikskóli og að jafnaði dvelja þar um 55-65 börn frá 9 mánaða aldri. Elsti hópurinn er staðsettur í öðru húsnæði þar sem samstarf við grunnskólann er mjög gott og fer hópurinn einn dag í viku og tekur þátt í starfi grunnskólans með 1. bekk. Leikskólastjóri stjórnar daglegri starfsemi og ber ábyrgð á faglegu starfi og rekstri leikskólans. Hann ber ábyrgð á skipulagi skólastarfs í samstarfi við foreldra, starfsfólk skólans og skólayfirvöld. Hann ber jafnframt ábyrgð á mannauðsmálum svo sem ráðningum, vinnutilhögun og starfsþróun. Um tímabundna ráðningu er að ræða vegna árs leyfis. Starfshlutfall er 100%. Viðkomandi þarf að geta hafið störf í ágúst nk. Menntunar- og hæfnikröfur: • Leyfisbréf leikskólakennara er skilyrði • Framhaldsmenntun og kennslureynsla á leikskólastigi er æskileg. • Leiðtoga- og skipulagshæfni er æskileg • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum • Sjálfstæði í starfi og hæfni til samstarfs er nauðsynleg • Þekking og/eða reynsla á rekstri og áætlanagerð er skilyrði • Frumkvæði, áhugi og metnaður í starfi. Umsóknafrestur er til 28. júlí næstkomandi. Umsóknir ásamt starfsferilsskrá og kynningarbréfi sem greinir frá ástæðu umsóknar og rökstuðningi fyrir hæfni í starfið skulu berast til Arnars Þórs Sævarssonar sveitastjóra á netfangið arnar@blonduos.is. Upplýsingar í síma 455-4700 eða á netfangið arnar@blonduos.is. Öllum umsóknum verður svarað. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands vegna Félags stjórnenda leikskóla. Við hvetjum fólk af báðum kynjum til að sækja um starfið. Raðauglýsingar Félagsstarf eldri borgara Árskógar 4 Smíðar/útskurður með leiðb. kl. 9-16. Handavinna með leiðb. kl. 12.30-16. Félagsstarfið er með opið í sumar frá kl. 8.30-15.45. Hádegismatur, spaghetti bolognese, frá kl. 11.40-12.45. Kaffiveitingar á vægu verði kl. 15-15.45. Heitt á könnunni, blöðin liggja frammi. Allir velkomnir nær og fjær. Dalbraut 18-20 Morgunsopi og dagblöð kl. 9, hádegismatur 11.30. Garðabæ Opið í Jónshúsi og heitt á könnunni alla virka daga frá 09.30-16. Hægt er að panta hádegismat með dagsfyrirvara í síma 617- 1503. Meðlæti með síðdegiskaffinu er selt frá 14-15.45. Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Handvinnuhorn í Jónshúsi kl. 13. Gerðuberg Opin handavinnustofa kl. 10-14. Heitt á könnunni, allir velkomnir. Gjábakki kl. 9 Handavinna. Gullsmári Handavinna kl. 9, ganga kl. 10, handavinna 13, hárgreiðslustofa og fótaaðgerðastofa á staðnum, allir velkomnir! Hvassaleiti 56 -58 Félagsmiðstöðin er opin kl. 8-16, morgunkaffi og spjall til kl. 10.30, dagblöðin og púsl liggja frammi, morgunleikfimi kl. 9.45, boccia kl. 10, matur kl. 11.30. Spiluð félagsvist kl. 13.15, kaffisala í hléi, allir velkomnir. Hæðargarður 31 Sumaropnun Félagsmiðstöðin er opin frá 10-14 í júlímánuði nánar í síma 411-2790. Seltjarnarnes Vatnsleikfimi í sundlaug Seltjarnarness kl. 7.15. Kaffi- spjall í króknum kl.10.30. Félagsvist á Skólabraut kl. 13.30. Nikkuballið árlega verður haldið eftir viku, þann 20. júlí við smábátahöfnina á Seltjarnarnesinu. Smáauglýsingar 569 1100 www.mb Atvinnuhúsnæði Gott skrifstofuhúsnæði til leigu. Til leigu er 197 ferm. skrifstofu- húsnæði við Bíldshöfða. Skiptist í móttöku, fimm stór skrifstofuher- bergi, eldhús og geymslu. Ágæt vinnuaðstaða fyrir allt að 12 starfs- menn Sameiginlegar snyrtingar eru á hæðinni. Vsk. innheimtist ekki af leigunni og hentar húsnæðið því vel aðilum sem eru í vsk. lausri starf- semi. Beiðni um frekari upplýsingar sendist í tölvupósti til dogdleiga@gmail.com. Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Til sölu Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð- viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 6600230 og 5611122. Ýmislegt Bátar      Flatahrauni 25 - Hafnarfirði Sími 564 0400 www.bilaraf.is Mikið úrval í bæði 12V og 24V. Bílaþjónusta GÆÐABÓN Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-16. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. Ökukennsla Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, sími 6960042, Húsviðhald Hreinsa þakrennur ryðbletta þök og tek að mér ýmis smærri verkefni. Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com atvinna@mbl.is Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á Atvinnublað alla laugardaga Sendu pöntun á augl@mbl.is eða hafðu samband í síma 569-1100 Allar auglýsingar birtast bæði í Mogganum og ámbl.is Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felli- glugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dög- um fyrr. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.