Víkurfréttir - 22.12.2003, Blaðsíða 2
VÍKURFRÉTTIR - JÓLABLAÐ II VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!2
G
le
ð
il
e
g
a
h
á
tí
ð
!
stuttar
f r é t t i r
➤ J Ó L A H U G L E I Ð I N G
Maður
varð fyrir
lyftara
Maður fótbrotnaði íhúsakynnum Nes-fisks í Garði fyrir
helgi er hann varð fyrir lyft-
ara. Starfsmenn Nesfisks
fluttu manninn á Heilbrigð-
isstofnun Suðurnesja þar
sem hann var ekki talinn
alvarlega slasaður. Í ljós
kom að maðurinn hafði fót-
brotnað.
Jólalag
Breiðbands
ins hafnaði
í 3. sæti
Keflvíska hljómsveitinBreiðbandið lenti í 3sæti Jólalaga-
samkeppni Rásar 2 og Skíf-
unnar. Lagið heitir „Hvað
er það við jólin“, hlustendur
greiddu atkvæði á
heimasíðu RÚV, með SMS
skilaboðum og í gegnum
síma.
Hljómsveitina skipa: Rúnar I.
Hannah, Magnús Sigurðsson,
Ómar Ólafsson.
„Finnum barnið í sjálfum okkar fyrir þessi jól“, sagði þjóð-
þekktur maður í sjónvarpi fyrir nokkrum dögum og undir það
vil ég taka. Í öllu jólastressinu er það nauðsynlegt. Þessi þjóð-
þekkti maður sagðist hafa fylgst með
helgileik í skólanum sínum sem hann
sagði hafa verið eins og þegar hann var
í skóla fyrir áratugum síðan. Og orðið
klökkur. Ég fylgdist með helgileik í
kirkjunni í Innri-Njarðvík fyrr í mán-
uðinum og get tekið undir þetta þó ég
viti ekki hvort áratugahefð sé fyrir
helgileik í Njarðvíkum. Það skiptir ekki
máli. Leikskólakrakkar sýndu helgi-
leikinn og gerðu það vel og skemmti-
lega.
Jólin hafa breyst mikið á nokkrum áratugum ef mér leyfist að
segja svo. Þó ég sé ekki nema rétt orðinn fertugur þá hef ég
orðið var við mikla breytingu.Vissulega er auðvelt að segja að
jólin séu mesti neyslutími ársins, kannski ekki mikil breyting
hvað það varðar en vissulega hefur allt umstangið breyst. Það
hefur orðið aukning á öllum sviðum; í gjöfum, í jólahlaðborð-
um, skreytingum og mörgu öðru. Þannig hefur öll vinna í þess-
um skemmtilegasta mánuði ársins (vonandi er það svo hjá
flestum, það er ljóst að svo er ekki hjá öllum) orðið meiri. Gott
dæmi er opnunartími í verslunum. Ég get ekki ímyndað mér
að það sé ekki hægt að gera jólainnkaup í öllum desember þó
ekki sé opið langt fram á kvöld hálfan mánuðinn og allar helg-
ar líka. Þetta er bara meiri kostnaður fyrir verslunareigendur.
Starfsfólkið á ekki auðvelt með að njóta stemmningarinnar
fyrir vikið.Alla vega ekki heima hjá sér.
Víkurfréttir hafa átt gott samstarf við bæjarbúa á Suðurnesj-
um og verslunar- og fyrirtækjaeigendur. Jólalukkan, skaf-
miðahappdrætti VF og verslunareigenda er gott dæmi um vel
heppnaða hvatningu til að gera jólainnkaupin hér heima. Hins
vegar verðum við sem erum í fyrirtækjarekstri að gera okkur
grein fyrir því að við verðum að vera samkeppnishæf í verði og
þjónustu. Kröfurnar eru einfaldlega þannig að viðskiptavinir
sætta sig ekki við það að fá neitt annað en sambærilegt eða
betra. Það er stutt að fara í verslanir og sækja þjónustu í ná-
grannabyggðum.Annað framtak er vert að minnast á í þessu
sambandi en það er ótrúlegt tilboð Hótels Keflavíkur sem hef-
ur „flutt verslun til Suðurnesja“. Jólalukkan og hóteltilboðið
hafa vonandi styrkt heimaverslunina.Alla vega eru viðbrögð
verslunareigenda þannig eins og sjá má í blaðinu í dag.
Í öllu desemberstressinu má ekki gleyma því að framboð á tón-
list og menningu er mjög mikið.Tugir tónleika og fleiri við-
burða eru í boði og aðsókn hefur oft verið mjög góð. Það var til
dæmis frábært að sjá fertuga Hljóma á heimavelli koma fram
með kirkjukór Keflavíkur tvo sunnudaga. Það eru nokkrir
skemmtilegir atburðir sem eiga „afmæli“ í ár.Auk Hljóma má
nefna þrjátíu ára „gullaldarafmæli“ Keflavíkur en viðtal er
við Hafstein Guðmundsson, guðföður knattspyrnunnar í blað-
inu og einnig voru 40 ár frá því Njarðvíkurmærin Guðrún
Bjarnadóttir var kjörin alheimsfegurðardrottning. Eflaust
mætti finna fleiri atburðaafmæli.
Undirritaður fagnar tvítugsafmæli sínu sem eigandi og rit-
stjóri Víkurfrétta. Eins og í jólahaldi hefur orðið mikil breyt-
ing á þessum tveimur áratugum í fjölmiðlun og blaðaútgáfu.
Hvað okkur varðar hefur mesti styrkur blaðsins legið í góðu
sambandi við lesendur, bæjarbúa á Suðurnesjum og auðvitað
auglýsendur á svæðinu. Fyrir það vil ég þakka og vona að við
getum haldið áfram góðu samstarfi. Það er mikilvægt að á
svæðinu sé traustur fjölmiðill sem sinni svæðinu vel.
Þennan pistil vil ég enda eins og hann byrjaði, þ.e. að minna
okkur á barnið í okkur sjálfum. Rifjum upp eitthvað úr jóla-
minningu okkar hvort sem það var helgileikur eða eitthvað
annað. Hugsum líka vel til annarra og komum vel fram við
aðra.Teljum upp að þremur áður en við lýsum óánægju okkar
með eitthvað sem kannski er lítilvæglegt. Það kostar lítið að
brosa og bjóða góðan daginn. Minnumst látinna og umfram
allt; verum góð við hvort annað.
Friður verði með okkur öllum.
Gleðileg jól!
Páll Ketilsson.
Finnum barnið í okkur!
Gle›ilega
hátí›!
Jolablad II - 64 sidur pdf 20.12.2003 1:36 Page 2