Víkurfréttir - 22.12.2003, Blaðsíða 12
VÍKURFRÉTTIR - JÓLABLAÐ II VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!12
G
le
ð
il
e
g
a
h
á
tí
ð
!
➤ S A M K A U P S T Y R K I R „ M Æ Ð R A S T Y R K S N E F N D S U Ð U R N E S J A“
Á dögunum styrkti Samkaup
Mæðrastyrksnefnd Suðurnesja
með því að gefa nefndinni svína-
hamborgarhryggi úr Kjötseli, en
hamborgarhryggjunum verður
útdeild til fjölskyldna á svæðinu.
Mæðrastyrksnefnd Suðurnesja er
byggð upp af kvenfélögum á
svæðinu og er nefndin mjög
þakklát Samkaupum fyrir gjöf-
ina. Skúli Skúlason starfsmanna-
stjóri Samkaupa sagði við þetta
tilefni að hann vildi þakka kon-
unum fyrir þetta frábæra framtak
og að hann teldi það alveg sjálf-
sagt að Samkaup styrkti nefnd-
ina. „Samkaup er hluti af samfé-
laginu og við metum störf nefnd-
arinnar mikils, sérstaklega núna
fyrir jólin.“
Helga Valdimarsdóttir og
Ragnhildur Ragnarsdóttir
forsvarskonur Mæðrastyrksnefndar
taka við Svínahamborgarhryggjum
úr hendi Skúla Skúlasonar starfs-
mannastjóra Samkaupa.
Samkaup
gefur ham-
borgarhryggi
til Mæðra-
styrksnefndar
Suðurnesja
VF-ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson
stuttar
f r é t t i r
Sungu fyrir bæjarstjóra
Árni Sigfússon bæjarstjóri fékk til sín góða gesti í síðustu viku þegar börnin á
leikskólanum Gimli heimsóttu hann færandi hendi. Börnin færðu Árna
jólakúlur sem þau höfðu unnið á leikskólanum og sungu fyrir hann jólalag.
Árni ræddi við þau um hlutverk bæjarstjórans og komu fram nokkrar ábend-
ingar frá börnunum um það sem betur mætti fara í bænum. Börnin voru síðan
leyst út með gjöf áður en þau héldu ferð sinni áfram um bæinn.
Jóhann Helgason ereinn fremsti og af-kastamesti lagahöfund-
ur og tónlistarmaður síð-
ustu áratuga á Íslandi.
Hann hefur samið mörg
dáðustu dægurlög allra
tíma og nægir þar að nefna
lög eins og Söknuður, Í
Reykjavíkurborg og Seinna
meir.
Jóhann er fæddur og uppalinn
Keflvíkingur og voru mörg
hans þekktustu laga samin
hér í bænum (nánar tiltekið á
Vallargötunni) og var textinn
við Litlu músina til dæmis
saminn í rútunni á leið til
Reykjavíkur.
Á dögunum gaf Jóhann út
bók með textum, nótum og
gítargripum við
25 af lögum
sínum. Bók-
in heitir ein-
faldlega Jó-
hann Helga-
son: 25 VIN-
SÆL LÖG.
Íslendingar hafa
sungið lög Jó-
hanns í gegnum
árin, en nú geta
þeir loks spilað
með. Þessi bók er
skyldueign allra
unnenda íslenskrar
dægurtónlistar.
Bók með
textum,
nótum og
gítargripum
Jolablad II - 64 sidur pdf 20.12.2003 1:43 Page 12