Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.12.2003, Blaðsíða 49

Víkurfréttir - 22.12.2003, Blaðsíða 49
VÍKURFRÉTTIR I 52. TÖLUBLAÐ I MÁNUDAGURINN 22. DESEMBER 2003 VÍKURFRÉTTIR - JÓLABLAÐ II 49 Fulltrúar Samfylkingar-innar lögðu fram bókuná fundi bæjarstjórnar í gærkvöldi um fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar fyrir árið 2004. Í bókuninni eru ýmis at- riði fjárhagsáætlunarinnar gagnrýnd og segir þar m.a. að leikskólagjöld hækki um 23- 26% og að hækkun á tónlistar- námi verði á bilinu 10-28%. Segir í bókuninni að þessar hækkanir megi rekja til lækk- un útsvarstekna bæjarsjóðs. Bókun lögð fram í bæjarstjórn Reykjanesbæjar 16. desember 2003: Fjárhagsáætlun fyrir árið 2004, sem hér er til afgreiðslu, ber með sér að meirihluti sjálfstæðis- manna er farinn að átta sig betur á fjárhagsstöðu bæjarins. Sjálfstæðismenn samþykktu þann 4. mars sl. fjárhagsáætlun til næstu 3ja ára. Þar var gert ráð fyrir ráð fyrir 1.5% fjölgun gjaldenda á ári. Nú er hins vegar einungis gert ráð fyrir 0,5% fjölgun gjaldenda. Gert er ráð fyrir að tekjur sveitar- félagsins af útsvari lækki milli ára, þrátt fyrir að álagningarhlut- fallið sé óbreytt. Það bendir til þess að launagreiðslur fari lækk- andi í Reykjanesbæ. Á móti vegur hækkað framlag Jöfnunar- sjóðs sveitarfélaga til Reykjanes- bæjar sem nemur 111 milljónum króna. Reynt er að bregðast við þessu tekjutapi m.a. með margvísleg- um hækkunum á gjaldskrá sveit- arfélagsins. Má þar nefna 23 – 26 % hækkun á leikskólagjöldum og 10 – 28 % hækkun vegna tón- listarnáms. Þetta er reikningur sem sendur verður til barnafjöl- skyldna í Reykjanesbæ. Jafnframt er dregið verulega úr framkvæmdum, ásamt því að greiðslum fyrir þær framkvæmd- ir sem nú eru í gangi, er slegið á frest. Ef upphaflegar áætlanir um greiðslur vegna endurgerðar Hafnargötu stæðust, væri verið að greiða 80 millj. en ekki 50, eins og fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir. Þessi frestun ein býr til all- an hagnað ársins en með þessu er verið að binda framkvæmdafé næstu ára. Þá vekur athygli allur sá niður- skurður sem á að vera á yfir- vinnu starfsmanna. Skv. áætlunni er gert ráð fyrir allt að helmings niðurskurði á yfirvinnugreiðsl- um. Varla er hægt að gera ráð fyrir slíku nema að það valdi skerðingu á þjónustu. Þá er einnig nauðsynlegt að minnast á það sem ekki er að finna í þessari fjárhagsáætlun. Undanfarin ár hefur rekstur fé- lagslega íbúðarkerfisins ekki staðið undir sér og hefur sveitar- félagið borið ábyrgð á þeim hallarekstri. Nú hefur verið tekin upp sú stefna með stofnun Fast- eignafélags Reykjanesbæjar að leigutekjur félagslegra leiguí- búða standi undir rekstri. Þetta gerir það að verkum að halli sem nam tugum miljóna er horfinn úr bókhaldi Reykjanebæjar og leiguverð í félagslega leiguíbúða- kerf i Reykjanesbæjar verður hækkað um tugi þúsunda á mán- uði á næsta ári. Það er ljóst af þessari fjárhagsá- ætlun að sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ ná ekki að ná tök- um á fjármálum bæjarins, nú frekar en áður. Þrátt fyrir mikinn niðurskurð á mörgum sviðum má ekkert út af bregða til þess að verulegur halli verði á rekstri bæjarins. B Ó K U N S A M F Y L K I N G A R V E G N A F J Á R H A G S Á Æ T L U N A R Leikskólagjöld hækka Jolablad II - 64 sidur pdf 20.12.2003 2:05 Page 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.