Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.12.2003, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 22.12.2003, Blaðsíða 14
sportið VÍKURFRÉTTIR - JÓLABLAÐ II VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!14 G le ð il e g a h á tí ð ! ® Lokað aðfangadag, jóladag og annan í jólum Opnum aftur laugardaginn 27. des. kl. 11 Lokað gamlársdag og nýársdag Opnum aftur föstudaginn 2. janúar kl. 11 ÍR-KEFLAVÍK Keflavíkurstúlkur unnu sigur á ÍR í 16-liða úrslitum í bikarkeppni KKÍ og Lýsingar í Seljaskóla 59-73. Leikurinn var jafn framanaf og í leikhléi var staðan 36-38 fyrir Keflavík. Í þriðja leikhluta tóku þær sig á og náðu góðum spretti og voru komnar í þægilega stöðu. Í síðasta leikhluta slökuðu Keflvíkingar á klónni og lönduðu loks öruggum sigri. Hjörtur Harðarson var ánægður með leikinn og sagði að stelpurnar hans hefðu ekki lent í teljandi vandræðum með ÍR. „Við vorum svolítið lengi í gang, en við gerðum það sem við þurftum að gera. Við vorum kannski að missa boltann of oft, en við bætum úr því fyrir næsta leik.“ Stigahæstar Keflvíkinga voru Birna Valgarðsdóttir, sem skoraði 17 stig og Anna María Sveinsdóttir sem gerði 15. Erla Þorsteinsdóttir skoraði 12 stig og tók 11 fráköst. Eplunus Brooks skaraði fram úr í liði ÍR-inga að vanda og skoraði 22 stig og tók 19 fráköst, en Kristrún Sigurjónsdóttir átti einnig mjög góðan leik og skoraði 22 stig líkt og Brooks. ÁRMANN/ÞRÓTTUR-GRINDAVÍK Grindvíkingar unnu auðveldan sigur, 32-84, á liði Ármanns/Þróttar í 16-liða úrslitum bikarkeppni KKÍ og Lýsingar í kvennaflokki. Eins og tölurnar gefa til kynna var leikurinn einstefna allan tímann og lítið um mótspyrnu frá heimaliðinu sem er við botn 2. deildarinnar. Pétur Guðmundsson, þjálfari Grindvíkinga, hafði ekki mikið að segja um leikinn. „Þetta var bara formsatriði. Það skipti öllu að klára leikinn og að engin stelpnanna meiddist.“ 8-liða úrslit bikarkeppninnar Á fimmtudag var dregið í 8-liða úrslitum bikarkeppni KKÍ og Lýsingar. KARLAFLOKKUR Bikarmeistarar Keflavíkur sækja Hauka heim á Ásvelli . Njarðvíkingar fá Hamarsmenn í heimsókn í Ljónagryfjuna og 1. deildarlið Fjölnis sækir Grindvíkinga, topplið úrvalsdeildar, heim í Röstina. Í fjórða leiknum mætast Tindastóll og Snæfell á Sauðárkróki. Leikirnir fara fram fimmtudaginn 8. janúar. KVENNAFLOKKUR Keflvíkingar munu mæta sigurliðinu úr leik Breiðabliks og Þórs Akur- eyri á útivelli. Njarðvík sækir Haukastúlkur heim og Grindavík mun mæta KR á útivelli. Þá fær ÍS Tindastól í heimsókn. Leikirnir fara fram 7. janúar. Bikarkeppni kvenna: Suðurnesjasigrar Freyr Jóhannsson Borðarður skötu? Já, já, mér finnst hún algjört lost- æti. Jólamaturinn á þínum borð- um? Svínahamborgarhryggur og þetta gamla góða. Og hvað verður drukkið með? Auðvitað malt og appelsín. Ertu búinn að kaupa allar jóla- gjafir? Já. Hvað ætlarðu að gera um jólin? Reyna að slaka á og losna við stressið. Jólaspurning vikunnar Þessa dagana er mikið að gera hjá verslunarmönnum og vaktirnar langar. Starfsfólk Samkaupa er svo sannarlega komið í jólaskap eins og sést á svörum þeirra starfsmanna sem svara sannkölluðum jólaspurningum. Ásgerður Bjarklind Borðarðu skötu? Nei, mér finnst hún ekki nógu aðlaðandi. Hvað verður í jólamatinn hjá þér? Svínahamborgarhryggur og meðlæti að hætti mömmu. Hvað verður drukkið með? Auðvitað malt og appelsín. Þórdís Þórisdóttir Borðarðu skötu? Nei - það er vond lykt af henni. Hvað verður í jólamatinn hjá þér? Kjúklingur held ég - er samt ekki alveg viss. Ertu búin að kaupa jólagjafirn- ar? Já búin að öllu. Hvað ætlarðu að gera um jólin? Slaka vel á. Thelma Rut Tryggvadóttir Borðarðu skötu? Nei, mér finnst vond lykt af henni. Hvað er í jólamatinn? Svínahamborgarhryggur, brún- aðar kartöflur, baunir og sósa og salat. Ertu búin að kaupa allar jóla- gjafirnar? Nei, ég á eftir að kaupa tvær. Verður eitthvað djamm um jól- in? Já, já og síðan bara afslöppun. Jolablad II - 64 sidur pdf3 20.12.2003 4:14 Page 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.