Víkurfréttir - 22.12.2003, Blaðsíða 4
KALLINN VAR GRÍÐARLEGA glaður að heyra
að bæjarstjórn Sandgerðisbæjar hafi óskað eftir við-
ræðum við Landsbankann um kaup á aflaheimild-
um sem fóru frá Sand-
gerði þegar Miðnes var
selt á Akranes. Það er
verulega gleðilegt að
heyra að bærinn hafi dug
og þor til að hefja viðræð-
ur um kaup á þessum
aflaheimildum sem skipta
þúsundum tonna. Nú
skiptir það öllu máli að
fyrirtæki á Suðurnesjum
taki þátt í þessu verkefni með Sandgerðingum og
komi að kaupunum á þessari mikilvægu lífæð sem
aflaheimildir eru hverju litlu byggðarlagi á lands-
byggðinni. Kallinn styður Sandgerðinga af heilum
hug í þessu máli.
KALLINN VAR ÁNÆGÐUR með Jólablað Vík-
urfrétta, eins og sjálfsagt langflestir íbúar Suður-
nesja. Sérstaklega þótti Kallinum fróðlegt að lesa
viðtal við bæjarstjórann hjá Varnarliðinu. Í viðtalinu
segir hann hve það hafi verið erfitt að segja starfs-
mönnum Varnarliðsins upp og að hann vonist til að
fleiri uppsagnir verði ekki boðaðar. Bæjarstjórinn í
þessu ameríska samfélagi er maður og með tilfinn-
ingar líkt og íbúar Suðurnesja. Kallinn er samt ekki
að draga úr gagnrýni sinni á þessar uppsagnir og
hefði viljað sjá aðrar aðgerðir.
KALLINN FÉKK FALLEGT bréf frá íbúa á
Suðurnesjum sem Kallinn vonast til að allir lesi og
taki bókstaflega. Kallinn mun gefa jólagjöf í tilefni
af bréfinu sem barst. Og það verður ein besta gjöf
sem Kallinn hefur gefið.
KALLINN ÓSKAR öllum íbúum Suðurnesja
gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Kallinn
þakkar frábærar móttökur á árinu og vonast svo
sannarlega til að nýja árið verði jafn spennandi og
það sem senn líður.
Jólakveðja,
kallinn@vf.is
VÍKURFRÉTTIR - JÓLABLAÐ II VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!4
G
le
ð
il
e
g
a
h
á
tí
ð
!
Útgefandi:
Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319
Afgreiðsla, ritstjórn og auglýsingar:
Grundarvegi 23,
260 Njarðvík,
Sími 421 0000 Fax 421 0020
Ritstjóri og ábm.:
Páll Ketilsson,
sími 421 0007, pket@vf.is
Fréttastjóri:
Hilmar Bragi Bárðarson,
sími 421 0002, hilmar@vf.is
Blaðamaður:
Jóhannes Kr. Kristjánsson,
sími 421 0004, johannes@vf.is
Sölu- og markaðsstjóri:
Jónas Franz Sigurjónsson,
sími 421 0001, jonas@vf.is
Auglýsingadeild:
Jófríður Leifsdóttir,
sími 421 0008, jofridur@vf.is
Útlit, umbrot og
prentvistun:
Víkurfréttir ehf.
Prentvinnsla:
Prentsmiðjan Oddi hf.
Dagleg stafræn útgáfa:
www.vf.is og vikurfrettir.is
Kallinn á kassanum MUNDI
Hvernig hefði jólaguð-
spjallið orðið ef Steinþór
hefði verið uppi fyrir
2000 árum og rekið
gistihús í Betlehem.
Frí gisting fyrir alla,
eða hvað?
Bæjarstjórn Sandgerðis-bæjar óskar eftir við-ræðum við Brim ehf um
kaup á aflaheimildum útgerð-
arfélagsins Miðness hf. í Sand-
gerði sem sameinað var Har-
aldi Böðvarssyni á Akranesi á
sínum tíma. Bæjarstjórnin
ákvað þetta á fundi sínum í
gær. Í fundargerð bæjar-
stjórnar segir að um sé að
ræða aflaheimildir af fyrrum
skipum Miðness hf. sem voru
gerð út frá Sandgerðishöfn en
hafa nú verið seld. Bæjarstjórn
leggur áherslu á að fá að verk-
efninu öll útgerðarfélög og
fiskvinnslur sem gera út frá
Sandgerðishöfn.
Sigurður Valur Ásbjarnarson
bæjarstjóri sagði í samtali við
Víkurfréttir að bréf yrði sent
Landsbanka Íslands í dag þar
sem óskað er eftir viðræðum.
„Þetta er mikið hagsmunamál
fyrir Suðurnesin í heild sinni,“
sagði Sigurður. Aðspurður sagði
Sigurður vonast til að fyrirtæki á
Suðurnesjum kæmu að kaup-
unum á aflaheimildum Miðness
hf.
Sandgerðisbær óskar eftir
viðræðum við Brim um
kaup á aflaheimildum
Kæri viðtakandi
Nú þegar flestir eru að týna sér í jólastressinu og með hugann við
jólin, eru aðrir sem hafa átt um sárt að binda á árinu. Ég settist nið-
ur við eldhúsborðið eitt kvöldið og fann gamalt Víkurfréttablað frá
því í byrjun september. Þegar ég fór að fletta í gegnum blaðið sá ég
frétt um að styrktarreikningur hefði verið opnaður vegna sviplegs
andláts Páls Guðmundssonar úr Vogum á Vatnsleysuströnd, en Páll
lætur eftir sig eiginkonu og þrjú börn.
Þegar ég renndi augunum yfir fréttina flæddi allt jólastress úr mér
og ég fór að hugsa um jólakærleikinn og boðskap jólanna. Ég ætla
að gefa smá jólagjöf í söfnunina og vona að fleiri geri hið sama.
Þarna fáum við tækifæri til að gefa sjálf í söfnun þar sem enginn
frekur símasölumaður hringir í okkur. Þarna er þörfin. Gleðileg jól!
Styrktarreikningur í Sparisjóðnum í Keflavík 1109-05-443339.
Íbúi í Reykjanesbæ.
Kallinn er búinn að ákveða jólagjöf
Jolablad II - 64 sidur pdf2 20.12.2003 3:45 Page 4