Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.12.2003, Blaðsíða 48

Víkurfréttir - 22.12.2003, Blaðsíða 48
VÍKURFRÉTTIR - JÓLABLAÐ II VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!48 G le ð il e g a h á tí ð ! Gert er ráð fyrir 127 milljóna króna neikvæðri rekstrarnið- urstöðu í fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar fyrir árið 2004, en fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar var samþykkt á bæjarstjórnarfundi á þriðjudag í síðustu viku með atkvæðum sjálfstæðismanna. Jóhann Geirdal, Ólafur Thord- ersen og Kjartan Már Kjart- ansson sátu hjá við atkvæða- greiðsluna, en Sveindís Valdi- marsdóttir og Guðbrandur Einarsson greiddu atkvæði á móti. Í tilkynningu frá Reykja- nesbæ kemur fram að neikvæð rekstrarniðurstaða komi fyrst og fremst til vegna mikilla framkvæmda við uppbyggingu hafnarsvæðis og framkvæmda í Helguvík. Heildartekjur bæj- arsjóðs eru áætlaðar 4,2 millj- arðar. Þá er gert ráð fyrir að heildarskuldir bæjarsjóðs lækki um 136 milljónir króna á milli ára. Hreinar skuldir Reykjanesbæj- ar og fyrirtækja hans hafa lækkað um 1.249 milljónir kr. frá árinu 2000 miðað við fram- lagða áætlun. Gert er ráð fyrir að skuldir bæjarsjóðs á hvern íbúa hafi lækkað frá árinu 2000 um 34% og eru áætlaðar 348 þús- und kr. á íbúa í lok árs 2004 en verða 360 þúsund kr. í lok árs 2003. Gert er ráð fyrir að skuldir samstæðunnar hafi hækkað um 1% á fimm ára tímabili og verði 643 þús kr. á íbúa árið 2004 en eru 650 þús- und kr. í árslok 2003. ➤ F J Á R H A G S Á Æ T L U N R E Y K J A N E S B Æ J A R S A M Þ Y K K T „Ef ekki á að fara illa fyrir Reykjanesbæ þurfa bæjarfull- trúar að vera samstíga í að bæta stjórnun bæjarins. Það er ljóst að menn verða að grípa til harðra að- gerða sem ná þarf samstöðu um á meðal allra bæjarfull- trúa. Undirrit- aður er tilbúinn til þess að leggja sitt af mörk- um í þeirri vinnu,“ segir Kjart- an Már Kjartansson bæjarfull- trúi Framsóknarflokksins í bókun sem hann lagði fram á fundi bæjarstjórnar Reykja- nesbæjar í gærkvöldi við seinni umræðu fjárhagsáætlunar Reykjanesbæjar. Í bókuninni sem ber yfirskriftina „Alls ekki í lagi“ gagnrýnir Kjartan Már bæjaryfirvöld harðlega við áætlanagerð í tengslum við fjárhagsáætlun bæjarins. Bókun bæjarfulltrúa Framsókn- arflokksins vegna fjárhagsáætl- unar Reykjanesbæjar fyrir árið 2004, lögð fram á bæjarstjórnar- fundi þ. 16. des. 2004. Bæjarsjóður rekinn með 75 milljón króna halla Fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar fyrir árið 2004 ber þess merki að meirihluti sjálfstæðismanna hef- ur ekki náð tökum á fjármálum bæjarins. Gert er ráð fyrir tapi bæjarsjóðs uppá rúmar 75 millj- ónir fyrir fjármagnsliði og miðað við fyrri reynslu má reikna með að útgjöld verði meiri en áætlun- in gerir ráð fyrir og tapið enn meira. Undirritaður telur auk þess vinnubrögð meirihlutans við áætlunargerðina ábótavant. Þetta er alls ekki í lagi. Farið of geyst í ár og rekstur fjármagnaður með sölu eigna Niðurstaða rekstrar samstæðunn- ar, fyrir fjármagnsliði, sýnir að gert er ráð fyrir tapi uppá 127 milljónir. Það er jákvæð þróun miðað við þann 650 milljón króna halla, sem allt stefnir í að verði staðreynd á þessu ári, en hann verður fjármagnaður með sölu eigna. Þessi bætta, en þó ófullnægjandi, niðurstaða byggir fyrst og fremst á því að halda framkvæmdum í lágmarki á næsta ári, en þær verða aðeins um 140 milljónir hjá bæjarsjóði á móti rúmum 190 milljónum í ár, sem hlýtur að benda til þess að menn hafi farið of geyst í ár. Ófullnægjandi vinnubrögð við fjárhagsætlunargerðina Undirritaður gagnrýnir harðlega vinnubrögð meirihlutans við áætlunargerðina. Það er ótrúlegt til þess að vita að meirihlutinn skyldi hafa lagt fram rekstrará- ætlun til fyrri umræðu án þess að hafa látið vinna áætlaðan efna- hagsreikning fyrir árin 2003 og 2004 til þess að átta sig á hvaða áhrif fjárhagsáætlunin hefði á stöðu bæjarsjóðs. Ég tel að menn verði að bæta þessi vinnubrögð því þau eru alls ekki í lagi. Lykiltölur Við skoðun lykiltalna úr áætlun- inni sést m.a. að gert er ráð fyrir að skuldir lækki um kr. 7.000 pr. íbúa en eignir um kr. 23.000 pr. íbúa. Það þýðir að raunveruleg eign pr. íbúa Reykjanesbæjar mun minnka um kr. 16.000. Þetta má m.a. rekja til þess að bæjar- fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar samþykktu að selja stóran hluta af fasteignum sveit- arfélagsins fyrr á þessu ári en peningarnir, sem fyrir þær feng- ust, hafa ekki verið notaðir nema að hluta til niðurgreiðslu lána. Það er alls ekki í lagi. Húsaleiga hækkar rekstur um 305 milljónir og dregur úr sveigjanleika Reykjanesbær hefur nú skuld- bundið sig til þess að leigja fast- eignir fyrir allt að 305 milljónir á ári til viðbótar við það sem fyrir var. Þessi nýja leiga dregur úr sveigjanleika í rekstri sveitarfé- lagsins og mun mjög fljótt verða afar íþyngjandi fyrir sveitarfélag- ið. Of háir skattar hamla sam- keppnisstöðu Reykjanesbæjar Fjölga þarf íbúum í Reykjanesbæ og renna styrkari stoðum undir atvinnulífið. Til þess þarf að gera sveitarfélagið aðlaðandi fyrir ein- staklinga og fyrirtæki því ein mikilvægasta forsenda fjölgunar íbúa er næg atvinna. Endurskoða þarf ýmsa liði í álagningu opin- berra gjalda og skatta á einstak- linga og fyrirtæki. Fasteignagjöld á atvinnuhúsnæði eru óvíða hærri en í Reykjanesbæ og lóða- leiga með því hæsta sem þekkist. Það hlýtur að veikja samkeppnis- stöðu sveitarfélagsins. Ljóst er að meirihlutinn hefur ákveðið að fella tillögu undirritaðs um lækk- un lóðaleigu. Það f innst mér miður. Lokaorð Ef ekki á að fara illa fyrir Reykjanesbæ þurfa bæjarfulltrú- ar að vera samstíga í að bæta stjórnun bæjarins. Það er ljóst að menn verða að grípa til harðra aðgerða sem ná þarf samstöðu um á meðal allra bæjarfulltrúa. Undirritaður er tilbúinn til þess að leggja sitt af mörkum í þeirri vinnu. Kjartan Már Kjartansson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins Gagnrýnir vinnubrögð bæjaryfirvalda F J Á R H A G S Á Æ T L U N / B Æ J A R F U L L T R Ú I F R A M S Ó K N A R F L O K K S 127 milljóna kr. neikvæð rekstrarniðurstaða Ljósmynd: Mats Jolablad II - 64 sidur pdf 20.12.2003 2:04 Page 48
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.