Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.12.2003, Blaðsíða 23

Víkurfréttir - 22.12.2003, Blaðsíða 23
VÍKURFRÉTTIR I 52. TÖLUBLAÐ I MÁNUDAGURINN 22. DESEMBER 2003 VÍKURFRÉTTIR - JÓLABLAÐ II 23 Hvað er langt 2 3 til Keflavíkur? Þegar við Íslendingar förum til útlanda og ferðumst áeigin vegum þá viljum við geta treyst þeim vegvísumsem eru við þjóðvegina. Blaðamanni Víkurfrétta var nýverið boðið í stutta ökuferð um Suðurnes þar sem athygli hans var vakin á mjög undarlegu fyrirkomulagi merkinga Vegagerðarinnar. Þeirri spurningu var velt upp, hversu langt sé til Keflavíkur. Það er nefnilega ekki alveg ljóst! S A M A N T E K T : H I L M A R B R A G I B Á R Ð A R S O N Ferðalagið hófst við Bláa lónið, enda vinsæll viðkomustaður margra ferða- manna. Þegar Bláalóns-vegurinn er ekinn í átt að Grindavíkurvegi er komið að bláu upplýsingaskilti (1) sem upplýsir okkur um helstu þjónustu í Grindavík. Þarna segir að það séu 6 km. til Grindavíkur. Ljósmyndarinn hoppar út úr bílnum og smellir af mynd - sest aftur upp í bílinn og keyrir 100 metra að gatnamótunum. Þar er annar vegvísir (2) sem segir að með því að hafa ekið þessa hundrað metra hafi sparast 2 kílómetrar, því nú eru eingöngu 4 km. til Grindavíkur. Við tökum mynd en ætlum hins vegar að fara til Keflavíkur. Á gatnamótum Reykanesbrautar og Grindavíkurvegar er komið að vegvísum (3). Þar erum við upplýst um það að þarna séu 6 km. til Keflavíkur en 8 km. til Njarðvíkur. Athyglisvert í ljósi þess að þegar Reykjanesbrautin er ekin til Reykjanesbæjar, er fyrst komið að Njarðvík og síðan til Keflavíkur. Tökum mynd og leggjum á minnið að þarna séu 6 km. til Keflavíkur. Ókum í átt til bæjarins og beygðum út af Reykjanesbrautinni við Go-kartsvæðið og horfðum á skemmtilegan kapp- akstur. Þaðan var farið aftur að Reykjanesbrautinni og handan gatna- mótanna var skilti (4) og það segir okkur að ennþá séu 6 km. til Keflavíkur. Þarna skiptir engu þó eknir hafi verið margir margir kíló- metrar frá gatnamótum Grindavíkurvegar - ennþá var jafn langt til Keflavíkur. Getum ekki annað en treyst þessu og höldum Reykjanesbrautina sem leið liggur til Keflavíkur. Beygjum útaf Reykjanesbrautinni við BYKO/RAMMA og ætlum að fara Njarðarbrautina inn í bæinn. Þar voru hins vegar framkvæmdir þannig að við förum aftur út á Reykjanesbrautina við BYKO/RAMMA. Handan þeirra gatnamóta er einnig vegvísir (5) og viti menn við hljótum að hafa farið í vitlausa átt. Nú voru 7 kílómetrar til Keflavíkur, þrátt fyrir að hafa ekið nokkur hundruð metra nær Keflavík, þá hefur vegalengdin aukist um einn kílómetra. Tökum mynd og segjum við sjálfa okkur að þessi Keflavíkurskilti séu marklaus með öllu. Komum að Fitjum og þar er blátt upplýsingaskilti (6) sem segir okkur frá helstu þjónustu. Þar erum við upplýst um það að 1 kílómetri sé til Njarðvíkur. Tökum mynd og göngum innan við hundrað metra að næsta skilti (7). Með því að labba þessa nokkra tugi metra hefur leiðin til Njarðvíkur hins vegar lengst um einn kílómetra, því vegvísirinn segir nú að 2 km. séu til Njarðvíkur. Náum í bílinn og ætlum að skoða þessa Njarðvík, því það stendur eingöngu Njarðvík á skiltinu. Eftir að hafa ekið Stekk að gatnamótunum við Njarðarbaut er komið að enn öðrum vegvísi (8). Hann upplýsir okkur hins vegar um það að 2 km. séu til Ytri Njarðvíkur og 1 km. til Innri-Njarðvíkur. Þessi orð Ytri og Innri voru hins vegar ekki kynnt ferðamönnumvið Reykjanesbautina. Hvar er þessi Njarðvík sem ferðamönnum er vísað til við Reyjanesbrautina og hvað er langt til Keflavíkur frá Grindavíkurvegi? Hvetjum vegagerðina til að eyða ekki peningum í að leiðrétta þetta fyrr en Reykjanesbrautin hefur verið tvöfölduð alla leið. Peningunum er betur varið þar! Jolablad II - 64 sidur pdf 20.12.2003 1:46 Page 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.