Víkurfréttir - 22.12.2003, Blaðsíða 41
VÍKURFRÉTTIR I 52. TÖLUBLAÐ I MÁNUDAGURINN 22. DESEMBER 2003 VÍKURFRÉTTIR - JÓLABLAÐ II 41
Íbyrjun hvers árs gefurGunnar Stefánssonþjálfunarstjóri Brunavarna
Suðurnesja út æfingaráætlun
liðsins fyrir komandi ár þar
sem tilgreint er hvenær æfing-
ar eru og hvað skuli æft.
Gunnar sér um uppsetningu
og skipulag á æfingum í
samvinnu við slökkviliðsstjóra.
Laugardaginn þann 29. nóvem-
ber sl. kl 08:15 til 19:00 var
haldin sérstök æfing fyrir varalið
Brunavarna Suðurnesja þar sem
menn úr fastaliði B.S. höfðu sett
upp átta æfingarstöðvar en æf-
ingin miðaði við að taka á sem
flestum þeim þáttum sem
slökkviliðsmenn fást við í störf-
um sínum, en æfð var vatnsöfl-
un þar var æfð dæling úr sjó og
fl, sett var á svið eiturefnaslys þar
sem menn þurftu að bregðast við
erfiðum aðstæðum, reykköfun
þar sem kveikt var í þar til gerð-
um gámi sem fenginn var frá
Brunamálastofnun ríkisins,
björgun fólks úr bílflökum,
sjúkraflutningar æfðir, vinna með
körfubílinn og að lokum var stórt
útkall í steypustöðina á Fitjum
þar sem gripið var á flestum
þeim þáttum sem æfðir höfðu
verið fyrr um daginn. Að æfing-
unni á Steypustöðinni komu liðs-
menn frá Björgunarsveitinni
Suðurnes en þeir aðstoðuðu við
uppsetningu æfingarinnar og
léku fórnarlömb sem slökkviliðs-
menn þurftu að bjarga út úr
brennandi húsi.
Að æfingunni komu flestir
starfsmenn Brunavarna Suður-
nesja ýmist sem leiðbeinendur á
starfsstöðvum eða sem beinir
þátttakendur á æfingunni sjálfri.
Það tekur nokkra daga að undir-
búa og skipuleggja svona viða-
mikla æfingu og komu margir
starfsmenn B.S. ásamt þjálfunar-
stjóra að þeirri vinnu, en sam-
staða og vilji starfsmanna er for-
senda þess að svona æfing verði
að veruleika og beri tilætlaðan
árangur.
Jón Guðlaugsson
varaslökkviliðsstjóri B.S.
Æ F I N G A R S L Ö K K V I L I Ð S B R U N A V A R N A S U Ð U R N E S J A Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson
Útkall!
Varaliðið í viðbragðsstöðu
Jolablad II - 64 sidur pdf 20.12.2003 1:51 Page 41