Víkurfréttir - 22.12.2003, Blaðsíða 43
VÍKURFRÉTTIR I 52. TÖLUBLAÐ I MÁNUDAGURINN 22. DESEMBER 2003 VÍKURFRÉTTIR - JÓLABLAÐ II 43
➤ Á R N I R A G N A R Á R N A S O N A L Þ I N G I S M A Ð U R S K R I FA R
Ég hef áður nefnt að mér þyki ástæða til aðSuðurnesjamenn, einkum Sandgerðingarláti ekki fram hjá sér fara sölu á Brimi hf
eða sjávarútvegsfyrirtækjum
Eimskips hf án þess að gera al-
vöru tilraun til að ná í þann
hluta sem samsvarar Miðnesi
hf. Miðnes var á sínum tíma eitt
stærsta fyrirtæki í Keflavík og
Sandgerði, var síðar sameinað
Haraldi Böðvarssyni hf ogn í
kjölfarið voru öll umsvif fyrir-
tækisins í Sandgerði og á Suð-
urnesjum lögð niður og störfin
flutt til Akraness, þrátt fyrir hátíðleg loforð um
annað.
Það er athyglivert, að í máli Brims þótti sjálfsagt
fyrir skömmu að ganga til samkomulags við Seyð-
firðinga sem litu nákvæmlega sömu augum og
Sandgerðingar og Suðurnesjamenn á flutning sem
ÚA stóð fyrir á starfsemi frá Seyðisfirði skömmu
áður en Brim varð til. Það fyrirtæki var sameinað
ÚA endaði sem hluti Brims þegar við stofnun hans.
Sandgerðingar hljóta að vænta sömu meðferðar og
afstöðu til sinna mála, enda forsendurnar nákvæm-
lega eins: Fyrirtæki var sameinað Har. Böðvarssyni
hf sem síðar varð hluti af Brimi hf. H.Bö. hafði ekki
staðið við forsendur sameiningar sem á undan fór,
og Miðnes varð hlut af Brimi við stofnun hans.
Stjórnendur Brims hf vilja augljóslega sýna fólki og
atvinnulífi á Seyðisfirði grandvarleika og gefa þeim
kost á að kaupa það sem svarar til hins upprunalega
sameinaða fyrirtækis út úr risanum. Þessi niður-
staða hlýtur að verða fordæmi fyrir mál Sandgerð-
inga, sem er nákvæmlega eins til komið.
Bæjarstjórinn í Sandgerði, Sigurður Valur Ásbjörns-
son hefur með fulltingi bæjarfulltrúa unnið að þessu
máli. Mér sýnist að fleiri aðilar á Suðurnesjum ættu
að standa með í málinu - standa saman. Ef orðið
getur af kaupum „Miðness“ þá er ekki um að ræða
smáviðskipti, heldur stór a.m.k. miðað við meðal-
útgerðir á Suðurnesjum. Hér duga því engar smá-
báta-lausnir, sem því miður eru of oft rökstuddar
með því að meiri fyrirhöfn og aukin vinna gefi
meiri arð - sem er alrangt. Hér má ekki fara í sama
farið og Eldey hf fór á sínum tíma, heldur verður að
vinna að útgerð, veiðum, meðferð afla og vinnslu
með hámarks-gæði og hámarks-verð afurða í huga,
og sölu á þeim mörkuðum sem greiða hæstu verð
fyrir. Mestu skiptir að fá til stjórnunar menn sem
kunna til verka, stjórna úthaldi, veiðum, meðferð
afla og vinnslu afurða á þann hátt sem skilar hæst-
um verðum og mestum arði.
Ég hef áður bent á að ef við hefðum þegar stofnað
fjárfestingasjóð Suðurnesja þá hefðum við nú þegar
það afl sem gæti stutt við bakið á þessu verkefni frá
upphafi, þann mun má sjá á Akureyri og hjá fleirum
af þeim sem undirbúa kauptilboð. Ásamt Eignar-
haldsfélagi Suðurnesja sem getur komið snemma
að málinu, og með tilstuðlan annarra fjárfesta, svo
sem lífeyrissjóðum, Sparisjóðnum í Keflavík, öðr-
um fjárfestum og fjárfestingasjóðum, er hægt að ná
saman því fjármagni sem þarf til að ná endum sam-
an um kaup. Þá er starfsemin eftir, þ.e.a.s. að reka
fyrirtækið. Þar má ekki stunda rekstur sem ekki ber
sig.
Ég vil eindregið hvetja Suðurnesjamenn til sam-
stöðu um það að ná „Miðnesi“ aftur til Suðurnesja.
Það er keppikefli okkar sem teljumst bera nokkra
ábyrgð fyrir samfélaginu á Suðurnesjum að vinna
ásamt fjárfestum og fyrirtækjum að fjölgun atvinnu-
tækifæra. Með aukinni útgerð nýtum við Suður-
nesjamenn okkur þann kost að búa við bestu fiski-
mið á grunnslóð við landið, hér kunna menn til
verka við útgerð, fiskveiðar, fiskvinnslu og mark-
aðsfærslu sjávarafurða. Það eigum við að nýta okk-
ur. Tökum höndum saman, „Miðnes“ heim.
Árni Ragnar Árnason, alþm.
„Miðnes“ heim
Auglýsingasíminn
er 421 0000
Jolablad II - 64 sidur pdf 20.12.2003 1:52 Page 43