Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.12.2003, Blaðsíða 24

Víkurfréttir - 22.12.2003, Blaðsíða 24
VÍKURFRÉTTIR - JÓLABLAÐ II VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!24 G le ð il e g a h á tí ð ! 27. júlí - 3. ágúst voru haldnir Heimsleikar slökkviliðsmanna og lögreglumanna í Barcelona á Spáni. 58 þjóðir frá öllum heimsálfum tóku þátt á þessum leikum. Um 11 þúsund kepp- endur kepptu í 64 keppnisgrein- um. Meðal keppnisgreina voru t.d. inni og úti fótbolti, karfa, handbolti, sjómanni, kraftlyfting- ar, pílukast, frjálsar o.fl. greinar. Þetta eru tíundu leikarnir sem haldnir voru, en keppt er annað hvert ár. Leikarnir sem byrjuðu í Bandaríkjunum ´83 hafa sífellt orðið vinsælli með hverju móti og má segja að þeir séu með svipuðu sniði og Ólympíuleik- arnir, með opnunar og lokahátíð- um. Þessi mót eru mjög vel skipulögð og urðu keppendur vel varir við það. T.a.m. er búið að undirbúa næstu leika og skráning hafin en þeir verða haldnir í Kanada ´05. Opnunarhátíðin var 27. júlí á Ólympíuleikvanginum í Barcelona og voru um 30.000 áhorfendur á hátíðinni. Stemn- ingin og „show-ið“ í kringum leikanna var ólýsanlegt. Öryggis- gæslan var mikil vegna hræðslu á hryðjuverkum (11. september) því margir Bandaríkjamenn voru staddir á leikunum og þ.á.m. slökkviliðsstjórinn í New York. Haldin var minningarathöfn um slökkviliðsmennina sem féllu 11. september. Stemningin var ótrúlega góð á milli keppenda, á kvöldin voru alltaf samkomur þar sem slökkviliðs og lögreglumenn gátu komið saman. Þar borðuðu og töluðu menn saman, sama hvað- an þeir voru, skiptust á stríðssög- um og lífsreynslum úr lífi hvors annars. Þetta er annað skipti sem íslensk- ir slökkviliðsmenn fara og taka þátt á þessum heimsleikum en fyrst var það í Svíþjóð ´99. Kepptu þeir þá í sundi, úti fót- bolta, bekkpressu, pílukasti og sjómanni. Til Barcelona fóru 19 slökkvi- liðsmenn og einn tollari að keppa fyrir Íslands hönd en 7 af þeim og tollarinn eru héðan af Suður- nesjunum. (Sævar Borgarsson, Herbert Eyj- ólfsson, Jóhann Bjarki Ragnars- son, Þórir Smári Birgisson, Ólaf- ur Högni Ólafsson, Valgeir Óla- son, Kristmundur Carter og Freyr Bragason.). Íslensku Spánarfararnir stóðu sig með prýði. Hitinn og rakinn var mikill eða um 40 gráður sem bitnaði töluvert á íslensku kepp- endunum. Þeir kepptu í kraftlyft- ingum, fótbolta, pílukasti og sjó- manni. Fótboltinn gekk ekki nógu vel en strákarnir þurftu að glíma við mjög erfiðan hita og raka sem reyndist erfiðara en andstæðing- arnir sem þeir spiluðu á móti. Þeir komust samt sem áður upp úr fyrsta riðli en ekki lengra en það Jóhann Bjarki Ragnarsson tók þátt í pílukasti og stóð sig vel. Keppt var í 501 og krikket. Hann komst upp úr sínum riðli í útslátt- arkeppnina og komst alla leið í 8 manna úrslit. Þar lenti hann í úr- slita rimmu og var óheppinn að komast ekki áfram. Herbert Eyjólfsson fór og keppti í sjómanni og var athyglisvert hvað þessi keppnisgrein er vin- sæl á meðal áhorfenda. Um 1500 manns fylgdust með. Er- lendis er sjómann atvinnumanna íþrótt og voru nokkrir keppendur þarna sem hafa keppt á slíkum mótum þrátt fyrir að starfa sem slökkviliðs eða lögreglumenn. Herbert keppti í -90 kg þrátt fyrir að vera fisléttur eða rétt um 82 kg. Hann stóð sig frábærlega og komst alla leið í úrslita viður- eignina um gullið á móti Banda- ríkjamanni (Benjamin) sem hefur keppt á sjómannsmótum í Bandaríkjunum. Herbert tapaði á móti honum og hreppti þar með silfrið. Freyr Bragason, Valgeir Ólason og Sævar Borgarsson kepptu í kraftlyftingum þar sem allur hjálparbúnaður var bannaður nema belti. Valgeir Ólason keppti í bekk- pressu í -90 kg. flokki. Í fyrstu tilraun lyfti hann 135 kg. og annarri tilraun lyfti hann 147,5 kg. Fyrir þriðju tilraun var hann, Bandaríkjamaður og Tékki að keppa um 2 - 4. sæti. Banda- ríkjamaðurinn fór fyrstur í sein- ustu tilraun og reyndi 152,5 en honum mistókst. Þá fór Valgeir og reyndi við sömu þyngd 152,5 kg sem hann þurfti að ná til að tryggja sér í það minnsta þriðja sæti og tókst það með mikilli keppnishörku. Tékkinn var sein- astur af þeim þrem að lyfta því hann reyndi við 155 kg til að tryggja sér 2. sæti og tókst hon- um það . Þannig að Valgeir varð af 2. sæti en náði bronsinu með frábærri keppni. Sævar keppti í réttstöðulyftu og bekkpressu samanlagt í -82,5 kg. flokki. Í bekkpressu lyfti Sævar 142,5 kg en aðalmótherji hans (A. Krupp frá Eistlandi) lyfti 152,5 og setti heimsmet slökkvi- liðs og lögreglumanna í bekk- pressu. Þegar komið var að rétt- stöðulyftunni átti Eistinn 10 kg á Sævar frá því í bekkpressunni og þurfti því Sævar að lyfta 10 kg eða meira en hann. Sævar lyfti 220 kg í fyrstu tilraun og A. Krupp tók 210 kg. Jafnaði Sæv- ar þar með bilið á milli sín og Eistans. Í annarri tilraun lyfti Sævar 232,5 kg og setti þar með heimsmet slökkviliðs og lög- reglumanna í réttstöðulyftu en A. Krupp lyfti 215 kg í annarri til- raun. Þá fór A. Krupp í 230 kg. í þriðju tilraun til að setja pressu á Sævar því Sævar var núna kominn með 7,5 kg forskot. Sævar fór í 240 kg og klikkuðu þeir báðir á þriðju tilraun. Sævar vann gullið og setti sitt annað heimsmet slökkviliðs og lög- reglumanna í samanlögðum ár- angri 375 kg. Frábær árangur hjá honum. Freyr Bragason keppti einnig í réttstöðulyftu og bekkpressu samanlagt en var í -90 kg. þyngdarflokki. Freyr lenti einnig í hörku baráttu um gullið eins og Sævar. Í bekkpressi lyfti Freyr 150 kg. í fyrstu tilraun, 155 kg í annarri tilraun og 157,5 kg. í þriðju tilraun. Aðalkeppinautur hans var Bandaríkjamaður (G. Stewart) og lyfti hann 147,5 kg í þriðju tilraun. Þegar komið var að réttstöðulyftu, átti Freyr 10 kg. á hann. Freyr tók 200 kg. í fyrstu tilraun en G. Stewart tók 215 kg. og átti þá 5 kg. í heildina á Frey. Í annarri tilraun tók Freyr 215 kg. en G. Stewart tók 227,5 og átti þá 2,5 kg á Frey. Freyr reyndi við 227,5 kg í síðustu tilraun og hafði þá þyngd. Þá fór G. Stewart í seinustu lyftu og reyndi við 240 kg. sem hefði verið vinn- ingslyfta en haggaði ekki stöng- inni og þar með vann Freyr Bragason gullið með stæl í sam- anlögðu 385 kg. Stórglæsileg lokahátíð var haldin 3. ágúst í miðborg Barcelona að viðstöddum 30.000 manns. Stórtónleikar voru haldnir þar sem popp og óperusöngvarar komu fram. Einnig var flugelda- sýning og „lasershow“ Í lokin vildu slökkviliðsmenn á Suðurnesjum þakka eftirfarandi fyrirtækjum fyrir frábæran stuðn- ing svo að orðið gæti af þessari ferð: (sjá lista til vinstri). Fyrirtæki sem styrktu slökkviliðsmenn á WPFG Apótek Keflavíkur Á Á háþrýstiþvottur Á G Blikksmiðja Áprentun Einars Bakkavör Bílasprautun Magga Jóns Bílasprautun Suðurnesja Bílbót BíliðnBlikksmiðjan Á.G. Bókabúð Keflavíkur Brunavarnir Suðurnesja Eignamiðlun Suðurnesja Eldvarnir Fasteignasala Gunnars Firmex, Alex bílahús Fiskval, Árni Gísla Fitjagrill Flugstöð Leifs Eiríkssonar Flutningaþjónusta Gunnars G.S. Umboðið Gerðahreppur-skrifstofa Hársnyrtistofa Harðar 18 já Hekla Hitaveita Suðurnesja Hótel Keflavík Húsasmiðjan Húsgagnaverslunin Kjarna Íslandsbanki Íslenska Félagið Kaffitár Langbest Ljósmyndsstofa Oddgeirs Matarlyst Merkiprent Nesfiskur Nýmynd O S N lagnir Pricewaterhouse Coopers Pústþjónusta Bjarkars R.H. Innréttingar Reykjanesbær Réttingaverkstæði Jens S.G. Bón, bílaleiga S.S. Bílaleiga S.Þ. Smiðjan ehf Samkaup Sandgerðisbær Skattskýslan Slökkviliðið Keflavíkurflugvelli Sparisjóður Keflavík Stapafell Stuðlaberg Sýslumaðurinn Keflavíkurflugvelli Sögun Tískuverslunin Park Tollgæslan Keflavíkurflugvelli Trésmiðja Héðins Tros ehf. Víkurás ehf Víkurfréttir Þoldu illa 40°C hitann! ➤ H E I M S L E I K A R S L Ö K K V I L I Ð S - O G L Ö G R E G L U M A N N A Jolablad II - 64 sidur pdf 20.12.2003 1:47 Page 24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.