Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.12.2003, Blaðsíða 36

Víkurfréttir - 22.12.2003, Blaðsíða 36
VÍKURFRÉTTIR - JÓLABLAÐ II VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!36 G le ð il e g a h á tí ð ! B ók Úlfars Þormóðssonar, Hrapandi jörðfjallar um hvernig sjóræningjar frá Norð-ur-Afríku rændu fólki héðan frá Íslandi, ferðina suður til heimalanda þeirra og afdrif Ís- lendinganna sem hneppt voru í ánauð. Í bókinni er „fylgst með afdrifum nokkurra sögupersóna sem kippt er út úr íslensku brauðstriti og kastað inn í óvissu, myrkur og þjáningar,“ segir aftan á bókinni Hrapandi jörð. Hluti af því fólki sem fyl- gst er með í gegnum bókina eru Suðurnesja- menn af Járngerðarstaðaætt í Grindavík. Úlfar Þormóðsson rithöfundur bjó í Keflavík á árum áður og honum líður þegar hann kemur á Suð- urnesin. Úlfar hitti blaðamann Víkurfrétta á sjó- mannastöðinni Vör í Grindavík og spjallaði um nýútkomna bók. „Hin eiginlega vinna við bókina hófst árið 1994, en frá þeim tíma hef ég einnig skrifað tvær skáldsög- ur,“ segir Úlfar og vinnan við bókin hefur verið mikil. „Það má í raun skipta vinnunni við bókina í þrennt; í fyrsta lagi er það gríðarlegur lestur á heim- ildum en ritin sem ég hef lesið nálgast hundraðið á mörgum tungumálum. Í öðru lagi er um söguskoð- un að ræða þ.e. að fara ofan í íslenska annála og þjóðarsögu, bæði hér heima og erlendis. Og í þriðja lagi er það skoðun á landafræði því ég grófst fyrir um gömul heiti, m.a. í Grindavík.“ Úlfar hefur ferðast mikið í tengslum við rannsókn- arvinnu við bókina. Hann hefur farið til Alsírs og Marokkó 1 til 3 á ári frá því 1994. Úlfar er hrifinn af menningu þessara landa. „Það er allt svo öðruvísi þarna úti. Tungumálið, jörðin, menningin, trúar- brögðin, matarvenjurnar, tónlistin og þannig mætti lengi telja. Allir siðir eru öðruvísi. Þú kemur nánast án nokkurrar þekkingar sem gagnast þér þegar þú kemur til þessara landa, nema náttúrulega ef þú hef- ur lesið þér til,“ segir Úlfar. Járngerðarstaðafólkið er burðarfólk í bókinni og fylgst er með því í gegnum alla bókina. „Þetta er mannkostafólk og vel menntað á þess tíma mæli- kvarða. Þeim er eiginlega fylgt eftir frá upphafi og þar til þeim hefur verið gefið frelsi,“ segir Úlfar, en hvernig komu Suðurnesin út úr þessum ránum? „Héðan úr Grindavík voru teknar 25 manneskjur. Mest af þessu fólki var af einni ætt, Járngerðar- staðaættinni. Blóðtakan var mest þar. Það vill til að Járngerðarstaðaættin var tiltölulega fjölmenn á þessum árum. Ættmóðirin og bróðir hennar koma til baka ári síðar og miðsonur hennar kom til baka níu árum eftir það. Blóðtakan hér á Suðurnesjum var því ekki svo mikil. Það voru mun fleiri teknir fyrir austan og í Vestmannaeyjum.“ Í bókinni kemur fram að sjóræningjarnir áttu erfitt með að komast að Grindvíkingum og þeim gekk ekki vel að handsama fólk í þeirri ferð. Úlfar segir að meginástæðan sé sú að þeir ílentust ekki hér á Suðurnesjum. „Þeir kunnu ekki á hraunið og það gerði þeim verulega erfitt fyrir. Það sem kannski bjargar Suðurnesjamönnum í þessu ráni er að sjó- ræningjarnir ákveða að ná skipi sem siglir framhjá Grindavík þegar þeir eru rétt að byrja að ræna. Þeg- ar þeir sjá skipið eru þeir búnir að taka 25 manns og stela vörum frá kaupmanninum og ætli þeim hafi ekki þótt það ágætt morgunverk. Þeir koma um morguninn og eru trúlega farnir fyrir hádegi,“ segir Úlfar og telur að annað atvik hafi bjargað Suður- nesjamönnum frá ránum. ánum. „Landshöfðinginn kallaði öll skip í höfnum í Keflavík og Hafnarfirði og lét þau koma inn á seyluna við Álftanes.“ En er eitthvað Grindavíkurblóð í Marokkó og Alsír? „Já það er ekki spurning í mínum huga. Þegar mað- ur kemur á stað eins og Salé þá er hann öðruvísi en allir aðrir staðir í barbaríinu. Þar er fólkið ljósara og líkara norrænu fólki,“ segir Úlfar. -fylgst með Járngerðarstaðaættinni úr Grindavík í bókinni Hrapandi jörð. GRINDVÍSKT BLÓÐ Í FRAMANDI LÖNDUM Gle›ilega hátí›! „Héðan úr Grindavík voru tekn- ar 25 manneskjur. Mest af þessu fólki var af einni ætt, Járngerð- arstaðaættinni. Blóðtakan var mest þar.“ Jolablad II - 64 sidur pdf2 20.12.2003 3:25 Page 36
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.