Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.12.2003, Blaðsíða 59

Víkurfréttir - 22.12.2003, Blaðsíða 59
VÍKURFRÉTTIR I 52. TÖLUBLAÐ I MÁNUDAGURINN 22. DESEMBER 2003 VÍKURFRÉTTIR - JÓLABLAÐ II 59 I ngunn Gunnlaugsdóttir ertvítug Keflavíkurmær semhóf nám í viðskiptafræði við Háskólann í Reykjavík síð- astliðið haust. Af hverju við- skiptafræði? -Ég útskrifaðist af náttúru- við- skiptafræðibraut í FS, þannig að þetta var eiginlega rökrétt fram- hald af því. Hvernig gengur þetta hjá þér? -Það gengur bara vel. Þetta er svolítið erfiðara en í Fjölbraut. Maður verður að sjá um allt sjálf í háskólanum. Býrðu í Reykjavík eða keyr- irðu á milli? -Ég leigi íbúð með bróður mín- um á stúdentagörðunum í Ból- staðarhlíð. Hefurðu tíma til að stunda fé- lagslífið? -Það er alltaf eitthvað að gerast hér í skólanum. Það eru fótbolta- mót og svo er farið í Paintball og alls konar svoleiðis dót. Maður reynir að vera með í þessu og leyfir sér kannski eitthvað ef maður er búinn að vera duglegur í skólanum. Telurðu líklegt að þú eigir eftir að starfa eða búa á Suðurnesj- um í framtíðinni? -Ég býst frekar við því að vera í bænum vegna þess að þar eru miklu fleiri atvinnutækifæri. Þessa dagana eru jólin ekki eini streituvaldurinn í lífi landsmanna. Mörg þúsund háskóla- og framhaldsskólanemar þreyta jólapróf þessa dagana með tilheyrandi andvökunóttum og kvíða. Mikið af ungu fólki héðan af Suðurnesjum er við nám í höfuðborginni í hinum ýmsu námsgreinum, en flestir nema við Háskóla Íslands eða Háskóla Reykjavíkur. Víkurfréttir settust niður með fjórum háskólanemum þar sem rætt var um námið, félagslífið og framtíðina. E va Björk Gunnarsdóttirer 21 árs Keflvíkingursem er á fyrsta ári í við- skiptafræði í Háskóla Ís- lands. Hún flut- ti til Reykjavík- ur í haust og býr á náms- mannagörðun- um við Egg- ertsgötu.Víkurfréttir tóku hana tali og spurðu hana út í skólalífið. Af hverju viðskiptafræði? -Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á því og ákvað bara að prófa. Sumir spyrja mann nú hvað maður sé að gera í þessu og hvort það séu ekki allt of margir viðskiptafræðingar til nú þegar, en eftirspurnin hlýtur að aukast aftur. Ég er nú samt nokkuð viss um að maður þurfi að halda eitt- hvað áfram með þetta nám til að fá eitthvað almennilegt út úr því Hvernig gengur námið ann- ars? -Bara vel held ég. Ég kláraði prófin 17. desember en þeim fylgir náttúrulega alltaf einhver prófkvíði. Nú býrð þú á görðunum. Hvernig hefurðu það þar? -Bara mjög fínt. Það er rosalega góð aðstaða til alls þar. Þú hefur ekki viljað keyra á milli? -Nei, mig langaði að prófa að flytja og búa í Reykjavík. Heldurðu að þú eigir eftir að búa suðurfrá eða í Reykjavík að loknu námi? -Ég veit ekki... það kemur bara í ljós. M argrét Sæmundsdóttirer 24 ára og kemur úrGarðinum. Hún flutti þó til Keflavík- ur 19 ára göm- ul og lauk stúd- entsprófi frá FS af viðskipta- og hagfræðibraut. Hvað er þú að læra? -Ég er í stjórnmálafræði og við- skiptafræði við Háskóla Íslands. Ég byrjaði í viðskiptafræðinni í Háskólanum í Reykjavík en skipti yfir í HÍ eftir eitt ár. Hefurðu alltaf keyrt á milli? Já, ég keyrði fyrst með strák héð- an sem var líka í stjórnmálafræð- inni, en eftir eitt og hálft ár voru námskeiðin hjá okkur farin að skarast, þannig að ég hef keyrt ein síðan. Ég er nú farin að fá leið á því núna, en þetta er ekki svo mikið. Þetta er samt ekki svo mikið. Þetta eru þrír mánuðir og svo koma próf og maður situr bara heima og lærir og svo aftur það sama eftir jól. Hvenær muntu klára námið og hvað tekur svo við? -Ég stefni á að útskrifast í októ- ber á næsta ári sem stjórnmála- fræðingur. Ég er svo að spá í að fara í framhaldsnám í stjórnun. Þess vegna er ég líka að taka við- skiptafræðina með. Heldurðu að þú eigir eftir að starfa á Suðurnesjum að námi loknu? -Ég er ekki viss. Það lítur ekki sérlega vel út fyrir að það verði mikið í boði, en það væri samt gaman ef það gæti verið svoleið- is því að fjölskyldan mín er auð- vitað öll hér. Halldór Karl Halldórssoner lögfræðinemi á fyrstaári í Háskólanum í Reykjavík. Af hverju lög- fræðin? -Þetta er bara eitthvað sem hefur höfðað til mín allt frá æsku. Hvernig gengur þetta hjá þér? -Bara mjög vel. Eiginlega framar vonum. Þetta hlýtur að vera mikil vinna. Hefur þetta ekki áhrif á félagslífið? -Jú, þetta er gríðarleg vinna, en maður verður að hafa metnað til að ná langt í þessum efnum. Fé- lagslífið líður auðvitað mikið fyrir þetta þannig að það má segja að ég sé fyrst núna að hitta félagana síðan ég byrjaði í skól- anum. Býrðu í Reykjavík eða keyr- irðu á milli? -Ég er með annan fótinn í bæn- um vegna þess að kærastan mín býr þar, en ég er að fara að leigja í Reykjavík eftir áramót. Hvenær klárarðu námið og hvað tekur við að því loknu? -Þetta er fimm ára nám, en ætli maður fari ekki í framhaldsnám að því loknu. Framboðið af lög- fræðingum er það mikið að mað- ur verður að sérhæfa sig. Af hverju ákvaðstu að fara frekar í HR en HÍ? -Ég var svolítið áttavilltur, en mig langaði ekki í HÍ vegna þess að ég hafði heyrt misjafnar sögur um móralinn og að kennslan væri gamaldags. Svo fékk ég sendan kynningarbækling frá HR og leist mjög vel á námið og kennarana. Ég sló þess vegna til og sé ekki eftir því vegna þess að þetta er alveg brilliant skóli. Telurðu líklegt að þú eigir eftir að starfa hér suðurfrá í fram- tíðinni? -Ég veit ekki alveg. Maður á nú alltaf sínar rætur hér og það er aldrei að vita nema maður eigi eitthvað eftir að vinna að ein- hverju hér, en mér finnst líkleg- ara að ég muni að mestu leyti starfa í Reykjavík af því að þar er einfaldlega meira að gera. Stefnir á framhaldsnám í stjórnun Fleiri atvinnutækifæri í bænum Á fyrsta ári í viðskiptafræði við HÍ Maður verður að hafa metnað H Á S K Ó L A F Ó L K A F S U Ð U R N E S J U M Jolablad II - 64 sidur pdf 20.12.2003 2:40 Page 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.