Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.12.2003, Blaðsíða 32

Víkurfréttir - 22.12.2003, Blaðsíða 32
VÍKURFRÉTTIR - JÓLABLAÐ II32 G le ð il e g a h á tí ð ! L iðið samanstóð meiri-hluta þessa tímabils afsama leikmannakjarna og sigurganga þess var sann- kallað gullaldarskeið, enda hef- ur liðsins allar götur síðan ver- ið minnst sem „Gullaldarliðs- ins“. Einn af helstu frumkvöðl- um knattspyrnuiðkunar í Keflavík var Hafsteinn Guð- mundsson. Blaðamaður Víkur- frétta brá undir sig betri fætin- um og leit í heimsókn til Haf- steins og spurði hann út í gömlu góðu dagana. Upphaf Gullaldarinnar Í byrjun sjötta áratugarins var lít- ið um skipulagða íþróttastarfsemi á Suðurnesjum og var knatt- spyrnan þar engin undantekning. Hafsteinn Guðmundsson flutti til Keflavíkur á þessum tíma, og ákvað, í samstarfi við aðra góða menn, að koma á fót knatt- spyrnuliði í bænum. „Þegar ég kem hingað er ekkert til sem heitir knattspyrnufélag. Knatt- spyrnan var nánast ekki til öðru vísi en að það var valið einstöku sinnum í lið í yngri flokkunum. Það vantaði þó að gera eina heild eins og hafði verið gert á Akra- nesi með góðum árangri. En þetta var orðið eitt stærsta byggð- arlag landsins þar sem ekki var eitt íþróttahérað. Þess vegna fór- um við í þetta ‘56.“ Hafsteinn, sem hafði leikið um árabil með Valsmönnum í fót- bolta og handbolta og var lands- liðsmaður í báðum greinum, var formaður deildarinnar frá upp- hafi og má með sanni kalla hann Guðföður knattspyrnunnar í Keflavík. „Þegar við stofnuðum deildina settum við okkur það takmark, sem mörgum fannst svolítið stór hugmynd, að eftir 10 ár yrði Íslandsbikarinn kominn inn á borð til okkar.“ Þeir reynd- ust ekki alveg sannspáir því að ÍBK hafði hampað titlinum 1964, eftir einungis átta ár. „Uppbyggingin var mikil hjá okkur í yngri flokkunum og við fylgdum þeim vel eftir og ‘59 erum við í úrslitum með alla yngri flokkana og urðum Íslands- meistarar í 4. flokki. Þessum strákum héldum við saman og upp úr þessu varð þetta gullaldar- lið sem varð á sínum tíma, eins og margir hafa sagt, eitt sterkasta félagslið sem hefur verið á Ís- landi.“ Yfir 10.000 manns á leik Keflavíkur! Á þessum árum var allt önnur stemmning í kringum fótboltann og Hafsteinn rifjar upp úr- slitarimmu Keflavíkur og Vals um meistaratitilinn 1966 þar sem liðin léku tvo leiki á Laugardals- velli og 10.000 manns mættu á hvorn leik! „Ég held raunar að við eigum met sem er langt frá því að nokkur komist nálægt. Í úrslitaleiknum sem við spiluðum við Vestmannaeyjar þegar við urðum Íslandsmeistarar ‘71 höfðum við 10.340 áhorfendur á leiknum. Og við unnum þennan leik 4-0. Það kom annars oft fyrir þegar við vorum að spila hérna heima að fjögur eða fimmþús- und manns mættu á leik- ina. Þegar vel- gengnin er svona mikil vilja allir vera með og þá var gaman að standa í þessu því þetta sam- einaði fólk og bæjarfé- lagið gerði mikið fyrir okk- ur.“ Hafsteinn rifjar eftir þetta upp hvernig að- staðan var í byrjun. „Þegar við stofnum bandalagið er ekkert fyrir hendi enginn völlur eða vallarhús þannig að menn klæd- du sig bara úr niðri í sundhöll þar sem ég vann. Svo var þetta allt saman byggt og við vorum til dæmis þeir fyrstu sem fengu flóðlýsingu á völlinn hjá sér. Þannig að við gátum spilað þar allan veturinn á sama tíma og hinir voru að æfa inni. Okkar lið var því af allt öðrum styrkleika. Menn verða miklu hressari og sterkari á því að spila úti í staðin fyrir að vera í skallatennis eða þess konar leikaraskap innandyra.“ segir Hafsteinn kíminn. Þegar blaða- maður spyr Haf- stein hvernig hafi staðið á þessum mikla og skjóta uppgangi ÍBK í fótboltan- um minnist hann á það hversu mik- ilvægt hafi verið að hafa skýr markmið frá upp- hafi og að hlúa að yngri flokkunum. Hann minnist líka á að þeir hafi byggt upp betri að- stöðu en hafi þekkst annars staðar. „Þetta hjálpaðist allt að til þess að á tíu eða ellefu ára tímabili vorum við alltaf í toppslagnum og var alltaf hundóánægður ef maður ekki vann leikina. Það sem er merkilegt í sambandi við árið 1973, þegar við vinnum titil- inn í síðasta skipti, er að við töp- uðum ekki leik allt tímabilið. Ég held að við höfum gert einhver tvö jafntefli og unnið hina. Það sýnir styrkleika liðsins og að þetta var ekkert upp og niður hjá okkur.“ Níu Keflvíkingar í landsliðinu Þó að ÍBK hafi ekki unnið Íslandsmeistaratitilinn síð- an 1973, sigruðu þeir í bikar- keppninni 1975, en sama ár ákvað Hafsteinn að hætta beinum afskiptum sínum fyrir félagið eft- ir 20 ára starf. Hann hélt þó áfram að sinna ýmsum störfum sem hann hafði unnið lengi fyrir KSÍ, en hann var á sínum tíma fyrsti landsliðseinvaldur Íslands í fótbolta. Hann tók við því starfi árið 1969 og gegndi því starfi í fimm ár. Athygli vekur hve Kefl- víkingar voru áberandi í hópnum á þessum tíma, en í eitt skiptið valdi hann níu Keflvíkinga í sext- án manna hóp. „Það er svo merkilegt að eftir að ég tek við þessu eru sáralitlar, eða engar deilur um liðið. Það var vegna þess að við vorum búnir að spila svo mikið af æfingaleikjum að það vissu allir nokkurn veginn hvernig liðið yrði. Svo áttum við í Keflavík líka frábæra stráka sem enginn efaðist um að áttu að vera í liðinu.“ Það er hverju orði sannara enda hafði Keflavík á að skipa sterkum mannskap og var valinn maður í hverju rúmi. Við spurð- um Haf- stein ➤ 3 0 Á R F R Á Þ V Í G U L L Ö L D I N Í K E F L V Í S K R I K N AT T S P Y R N U H Ó F S T Segja má að góður árangur knattspyrnuliðs Keflavíkur í 1. deildinni í sumar hafi gefið stuðningsmönnum liðsins von um nýtt upphaf hjá liðinu. Slíkt er vel við hæfi vegna þess að í ár eru liðin nákvæmlega 30 ár síðan Keflavík fagnaði Íslandsmeistaratitlinum síðast árið 1973. Keflavík vann sinn fyrsta meistaratitil 1964 og var í fremstu röð íslenskra knattspyrnufélaga í meira en áratug þar sem þeir unnu fjóra meistaratitla og bikarmeistaratitil ásamt því að etja kappi við sum stærstu félagslið álfunnar í Evrópukeppnum. YFIR 10.000 MANNS Á LEIK KEFLAVÍKUR! VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Jolablad II - 64 sidur pdf4 20.12.2003 5:07 Page 32
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.