Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.12.2003, Blaðsíða 33

Víkurfréttir - 22.12.2003, Blaðsíða 33
VÍKURFRÉTTIR - JÓLABLAÐ II 33 hvort einhver sérstakur leikmað- ur hafi staðið upp úr á þessum tíma. „Bræðurnir Steinar og Jón Jóhannssynir voru náttúrulega báðir miklar markamaskínur og voru báðir markakóngar deildarinnar sitthvort árið. Svo vorum við með fleiri sterka stráka eins og lands- liðsmarkvörðinn Þorstein Ólafsson, sem fór síðar út til Svíþjóðar í atvinnu- mennskuna. Við vorum líka með sterkt par aftur í Guðna Kjartans og Einari Gunnars sem voru líka fastir menn í landslið- inu. Svo vorum við með Ástráð sem var mjög góður bakvörður, en þetta var mjög gott lið á þess- um tíma og erfitt að taka út ein- hverja einstaka svo gleymir mað- ur öðrum. En við vorum með mjög sterka liðsheild og ekki var veikur hlekkur í liðinu.“ Keflavík lék marga leiki í Evr- ópukeppnum á þessum árum gegn sumum sterkustu lið- um álfunnar eins og Real Ma- drid, Tottenham og Everton. Stemmningin í kringum liðið var ótrúleg eins og áður hefur komið fram, en stórir hópar Keflavík- inga fylgdu liðinu jafnan á úti- leikina, og minnist Hafsteinn þess að þrjár leiguvélar flugu með mannskapinn á útileikinn gegn Tottenham. Einn eftirminni- legasti leikur sem Hafsteinn minnist er þegar ÍBK var hárs- breidd frá því að halda jöfnu í heimaleiknum gegn Real Madrid ‘72, sem skoruðu sigurmarkið á lokamínútunni. „Svo voru ein- hverjir leikir sem töpuðust illa eins og einn sem fór 9-0, en mað- ur vill helst gleyma þeim,“ segir Hafsteinn og hlær. Næst spyr blaðamaður hvort Hafsteinn telji að hægt sé að byg- gja upp annað eins lið í Keflavík. „Já, ég held að það sé jarðvegur fyrir þetta, en það er miklu erfið- ara í dag útaf því að peningarnir eru komnir í þetta. Nú eru menn bara keyptir á milli liða, sem tíðkaðist ekki áður, og KR-ingarnir kaupa alla bestu mennina“, segir Haf- steinn brosandi. „Þetta var allt öðruvísi í gamla daga. Þá varstu bara í þínu liði og það var ekkert verið að selja menn á milli liða. Þá skipti öllu að ala upp gott lið.“ VÍKURFRÉTTIR I 52. TÖLUBLAÐ I MÁNUDAGURINN 22. DESEMBER 2003 Fyrir utan að vera einn af upp- hafsmönnum fótboltans á Suð- urnesjum er Hafsteinn gallharð- ur Arsenalmaður og var gerður að heiðursmeðlimi Arsenal- klúbbsins á Íslandi í haust. Slík- ur heiður hefur hlotnast ákaf- lega fáum. Þar um að ræða menn eins og Albert Guð- mundsson, sem lék með liðinu á sínum tíma, knattspyrnugoð- sögnin Ríkharður Jónsson, og Bjarni Felixson, frægasti Arsenal-maður landsins. Hann dreif sig líka á Highbury um síðustu mánaðarmót og sá sína menn gera markalaust jafntefli við Fulham. „Þeir áttu nú að vinna þennan leik, en mark- vörðurinn hjá Fulham varði allt sem á markið kom.“ Hafsteinn hefur stutt Arsenal síðan 1946 þegar hann fór með landsliðinu til Englands þar sem þeir léku æfingaleiki við þarlend félög og var Arsenal þar á meðal. „Ég fór líka til Englands þremur eða fjórum árum síðar, þar sem ég var við æfingar hjá varaliðinu þeirra í þrjá mánuði. En að lokum er spurt hvernig Hafsteini líst á Keflavíkurliðið í dag. „Liðið er mjög gott í dag, og það er hægt að gera góða hluti næsta sumar ef vel er haldið á spilunum. Það vantar svona einn eða tvo reynslubolta í liðið með þessum ungu strák- um. Svo vantar góðan mark- mann og það er spurning hvern við fáum þar.“ Áður en blaðamaður kveður segir Hafsteinn að sér finnist vel við hæfi að minnast áranna 30 og segist vona að liðið rísi upp sem allra fyrst og bindi enda á þessa löngu bið. Heiðursmeðlimur Arsenal-klúbbsins á Íslandi Þessi mynd var tekin þegar Hafsteinn tók við útnefningu sem heiðursfélagi Arsenal-klúbbsins á Íslandi. ÞORGILS JÓNSSON TÓK SAMAN Jolablad II - 64 sidur pdf4 20.12.2003 5:07 Page 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.