Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.12.2003, Blaðsíða 27

Víkurfréttir - 22.12.2003, Blaðsíða 27
VÍKURFRÉTTIR I 52. TÖLUBLAÐ I MÁNUDAGURINN 22. DESEMBER 2003 VÍKURFRÉTTIR - JÓLABLAÐ II 27 10 uppástungur að nöfnum og það sem varð fyrir valinu var „Safnaðarfundur eftir messu“. Sveitina skipa Þorvaldur Hall- dórsson á trommur, Gunnar Ingi Guðmundsson á bassa, Gylfi Gunnar Gylfason Bergmann á gítar og Jón Marinó Sigurðsson sér um sönginn. Safnaðarfundur undir messu hef- ur verið við stífar æfingar frá því að hún var stofnuð í september síðastliðnum og státar nú af þéttu tökulagaprógrammi sem þeir hafa verið að prufukeyra víðs- vegar í Reykjanesbæ og nær- sveitum. Þeir hafa ekki farið hefðbundnar leiðir í þeim efnum frekar en öðrum og spiluðu á dögunum fyrir „Spinni“, en sá merkilegi gjörningur fór fram í Spinningtíma í líkamsræktar- stöðinni Perlunni. Auk þess sá sveitin um undirleik í Söng- keppni FS, Hljóðnemanum, sem fór fram í lok nóvember. Jón Marinó, söngvari sveitarinn- ar, sagði í samtali við Víkurfréttir að Safnaðarfundur eftir messu væri um þessar mundir að spila hvar sem þeirra væri óskað. „Á böllum erum við með þétt pró- gramm af tökulögum. Það er mikil keyrsla á okkur þegar við spilum og lagalistinn há okkur er fjölbreyttur. Þar er að finna allt frá Utangarðsmönnum og upp í Donnu Summer og allt þar á milli.“ Jón Marínó bætir því svo við að þeir drengir séu að vinna að frumsömdu efni þessa dagana. „Svo er stefnan tekin á að kom- ast í stúdíó á næsta ári og koma út plötu með tónlistinni okkar. Svo verður farið í að spila út um allar jarðir og kynna plötuna og koma lögum inn á útvarpsstöðv- arnar.“ Að sögn Jóns er frum- samda tónlistin hreinræktað popp og þar skeri þeir sig úr í tónlistar- flóru Keflavíkur í dag. „Við erum eina alvöru POPPsveitin í bænum. Þó að það sé fullt af fólki að gera tónlist eru þeir allir eitthvað voða „öndergránd“, en okkur væri til dæmis alveg sama hvaða útvarpsstöð myndi spila lögin okkar, bara ef við værum spilaðir yfir höfuð“. Á næstu vikum verður Safnaðar- fundur eftir messu að spila víðs- vegar um Suðurnes, t.d. á skóla- böllum, en það stærsta á planinu er stórdansleikur á Castró bar um áramótin. „Þetta verður eini al- vöru dansleikurinn í bænum. Það verður ekkert í Stapanum eða neitt, en þetta verður allsvakalegt hjá okkur á Castró og við lofum miklu stuði og svo verður staður- inn sjálfur með ýmsar uppákom- ur.“ Safnaðarfundur eftir messu... Hinir nýju Hljómar? Það verður tíminn að leiða í ljós, en eitt er víst að Keflavík hefur ekki sung- ið sitt síðasta í tónlistarbransan- um hér á landi. Jolablad II - 64 sidur pdf2 20.12.2003 3:21 Page 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.