Víkurfréttir - 22.12.2003, Blaðsíða 18
Verslunareigendur viðHafnargötuna í Reykja-nesbæ eru ánægðir með
verslun nú fyrir jólin. Þeir aðil-
ar sem Víkurfréttir hafa rætt
við segja að verslun sé nokkuð
betri en fyrir jólin í fyrra. Þeg-
ar blaðamaður leit við hjá
nokkrum verslunum á föstu-
dag var mikið af fólki í versl-
unum og var það mestu vand-
kvæðum bundið að ná tali af
afgreiðslufólki. Þeir aðilar sem
Víkurfréttir ræddu við voru
sammála um að Jólalukkuleik-
ur Víkurfrétta og verslana í
Reykjanesbæ hefði tekist mjög
vel. Það er greinilegt að við-
skiptavinir og verslunareigend-
ur eru komnir í mikið jólaskap
og er sannkölluð jólastemmn-
ing á Hafnargötunni fyrir þessi
jól.
Reynir Ólafsson hjá Rafbúð RÓ
sagðist vera nokkuð ánægður
með jólaverslunina. „Það er búið
að vera svipuð verslun og í fyrra
og við erum bara nokkuð
ánægð,“ sagði Reynir. Aðspurð-
ur um það hvort það væri ekki
mikið stress hjá verslunareig-
endum þegar líður að aðfanga-
degi sagði Reynir ekki svo
vera. „Við erum búin að vera í
þessu svo lengi að við erum
orðin vön. Þegar maður var
yngri var maður hinsvegar
miklu stressaðri,“ sagði Reynir
með bros á vör og fór að sinna
viðskiptavinum sem voru þó
nokkrir í versluninni.
Hjá Stapafelli var mikið af fólki
þegar blaðamaður leit við. Hildur
Gunnarsdóttir afgreiðslustúlka
var ánægð með verslunina. „Við
erum bara ánægð og það hefur
verið fínt að gera,“ sagði Hildur,
en í Stapafelli er opið til 22 öll
kvöld fram að jólum. Hildur
sagði að Jólalukka Víkurfrétta og
verslana væri mjög vinsæl hjá
viðskiptavinum. „Heyrðu ég verð
að rjúka,“ sagði Hildur og rauk
til að aðstoða viðskiptavin.
Ágústa
Jónsdóttir hjá versluninni Per-
sóna var glöð í bragði þegar
blaðamann bar að garði. „Það er
búið að vera svo fínt að gera og
við erum bara mjög ánægð,“
sagði Hildur, en í Persónu er opið
til 22 öll kvöld fram að jólum.
„Það er mjög gaman að sjá
hvernig Suðurnesjamenn taka
kvöldopnun verslana því það er
búið að vera nóg að gera á kvöld-
in og mikið af fólki sem nýtir sér
það að versla eftir vinnu.“
Jólalukkumiðarnir hafa rokið út
hjá Ágústu og sagði hún að við-
skiptavinir kynnu greinilega að
meta jólalukkuleikinn.
S t e l p -
urnar í Kóda voru
hressar,enda búið að vera nóg að
gera. Hildur Kristjánsdóttir sagði
að jólaverslunin hefði gengið vel.
„Við erum mjög ánægðar og
verslun fyrir þessi jól hefur verið
betri en í fyrra. Jólalukkumiðarn-
ir hafa rokið út og kúnninn
gleymir ekki að taka miða.
Jólalukkuleikurinn er bara rosa-
lega jákvæður fyrir verslun í
Reykjanesbæ og þetta er örugg-
lega komið til að vera,“ sagði
Hildur og afgreiðslustelpurnar
tóku undir með henni. Það var
mikið fjör á þeim og búið að vera
mikið að gera þegar blaðamaður
leit í heimsókn. En er ekkert
mikið stress hjá verslunareigend-
um á aðfangadag? „Maður er
orðinn svo hrikalega sjóaður í
þessu og það er ekki til stress.
Maður skipuleggur þetta bara vel
og þá reddast þetta,“ sagði Hildur
og Víðir Jónsson starfsmaður
Hitaveitu Suðurnesja sem stadd-
ur var í Kóda bætti við: „Já og
þær láta karlmennina um allan
undirbúninginn fyrir jólin.“
Hjá Fjólu gullsmið var full versl-
un af viðskiptavinum. Þarna voru
eiginmenn að skoða gjafir
fyrir eiginkonurnar. Eigin-
konur að skoða gjafir fyr-
ir eiginmennina og pör að
skoða saman. Fjóla gaf
sér þó tíma til að spjalla
örlítið við blaðamann og
er hún ánægð með jóla-
verslunina. „Það er búið
að vera fínt að gera síð-
ustu daga og eykst frá
degi til dags,“ sagði
Fjóla og bætir við að
viðskiptavinir hennar
séu ánægðir með
Jóla lukkule ik inn .
„Jólalukkuleikurinn er
að gera mikla lukku
og viðskiptavinirnir
eru meðvitaðir um
leikinn sem er mjög
ánægjulegt. Þessi
leikur er að gera
m i k i ð
fyrir verslun í Reykjanesbæ.“
Fjóla segir stress verslunareig-
enda vera mikið fyrir jólin. „Það
er í raun stress allan desember
mánuð. Á síðustu jólum fórum
við að borða klukkan 9 um
kvöldið, en ég fór í að keyra út
pökkum til viðskiptavina klukk-
an 6 á aðfangadag,“ sagði Fjóla
og hafði ekki tíma fyrir frekara
spjall, enda full búð af viðskipta-
vinum. Hjá Fjólu er opið frá
klukkan 10 til 22 alla daga fram
að jólum.
Óskar Færseth í Sportbúð Óskars
var í óða önn að afgreiða við-
skiptavini þegar blaðamaður leit
við. Óskar var staddur í veiði-
horninu í versluninni og hann er
ánægður með jólaverslunina.
„Þetta er búið að vera fínt og
verslunin byrjaði snemma. Við
vonum að það haldist fram að
jólum. Jólalukkan hefur líka
gengið mjög vel og leikurinn er
greinilega kominn til að vera,“
sagði Óskar og tók til við að af-
greiða feðga sem voru að kaupa
jólagjöf.
VÍKURFRÉTTIR - JÓLABLAÐ II VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!18
G
le
ð
il
e
g
a
h
á
tí
ð
!
➤ J Ó L A V E R S L U N I N Á S U Ð U R N E S J U M
Verslunareigendur ánægðir með jólaverslun
Flugmiðarnir
fljúga út
Tveir heppnir viðskipta-vinir verslana í Reykja-nesbæ hafa fengið Evr-
ópufarmiða í Jólalukkuleik
Víkurfrétta og verslana.Við-
skiptavinirnir fengu Jóla-
lukkumiðana í Stapafelli og
Lyf og heilsu. Í Jólalukku-
leiknum eru 16 ferðavinning-
ar frá Icelandair, auk fjölda
annarra vinninga. Þeir sem
fá kóka kóla vinning eða eng-
an vinning í Jólalukkuleikn-
um geta sett miðana í kassa í
Samkaupum, en dregið verð-
ur úr þeim miðum í Sam-
kaup á Þorláksmessu. Einn
ferðavinningur verður dreg-
inn út, auk 20 annarra vinn-
inga.
Ágústa Jónsdóttir í Persónu.
Reynir Ólafsson í Rafbúð RÓ
Óskar Færseth í sportbúð sinni.
Skvísurnar í Kóda voru kátar.
Fjóla gullsmiður hafði í nógu að snúastþegar blaðið kíkti í heimsókn.
Jolablad II - 64 sidur pdf2 20.12.2003 3:19 Page 18