Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.12.2003, Blaðsíða 52

Víkurfréttir - 22.12.2003, Blaðsíða 52
VÍKURFRÉTTIR - JÓLABLAÐ II VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!52 G le ð il e g a h á tí ð ! G uðbjörg Zakaríasdóttirarkitekt, sem nú býr íDanmörku og bjó um árabil í Kristjaníu, segist vera Keflvíkingur, þó hún sé reynd- ar fædd í Stykkishólmi. Eigin- maður hennar Poul er danskur arkitekt og hefur starfað fyrir danska ríkið t.d. í Mosambik og í Balkanlöndunum. Stjúp- dóttir Guðbjargar er Sofie auglýsingastjóri og stjúpsonur- inn Mikkel er veitingahúsaeig- andi. Guðbjörg mun eyða jól- unum í norður Afríku í ár, en hún hugsar til ættingja og vina heima á Fróni og biður fyrir kveðjur heim í Keflavík. Guð- björg er fædd árið 1948 og hef- ur dvalið oftar erlendis um jól en í gamla heimabænum, þar sem hún sleit barnsskónum. Hún lýsir í þessu viðtali sér- stakri reynslu sinni af því að dvelja um jól í óbærilegum hita í Afríku og veiða og verka jólamatinn sjálf. Einnig hefur hún tekið þátt í og fylgst með þróun jólahalds í Kristjaníu. Foreldrar Guðbjargar eru Zakarí- as Hjartarson og Esther Guð- mundsdóttir, sem lést í ágúst árið 1990. Guðbjörg á ævintýralega reynslu að baki og hefur haldið upp á jólin víðs vegar um heim- inn t.d. í Kristjaníu og í 12 ár dvaldi hún í Tansaníu og Mosam- bik í Afríku, þar sem hún vann við þróunar-vinnu. Systkini hennar eru Hjörtur bæjarritari í Reykjanesbæ, Erla hjá Nesprýði og Kristrún iðnrekstrarfræðingur búsett í Kópavogi. Einnig átti Guðbjörg hálfbróður Sigurður Gissur Baldursson eða Didda bíló eins og hann var oft kallaður, en hann lést í desember árið 1992. Guðbjörg manstu eftir að hafa sent jólakveðju heim sem lesin var í ríkisútvarpinu? Nei ég hef aldrei sent þannig jólakveðjur. Þegar ég er í Dan- mörku er auðvelt að hringja heim og óska gleðilegra jóla, og þegar ég var í Afríku var lítið um jólastemningu, enginn jólaundir- búningur og varla gerður munur á jóladögum og venjulegum vinnudögum. Hvernig fannst þér að alast upp í Keflavík um miðbik síðustu aldar? Ég fæddist í Stykkishólmi og bjó þar sem pínu lítil. Við bjuggum síðan smá tímabil í Reykjavík og fluttum svo til Keflavíkur. Ég hef líklega verið 5 ára, þegar við fluttum og bjó ég þar þangað til ég varð 16 ára, en þá byrjaði ég í Menntaskólanum á Laugarvatni. Svo ég get sagt, að ég hafi slitið barnsskónum í Keflavík. Það fyrsta sem ég man eftir úr Keflavík er stóra brekkan á Brekkubrautinni. Hún var stór og löng, þegar maður var bara 5 ára og fór með móður sinni í mjólk- urbúðina við Hringbrautina. Heim þurftum við svo að bera þungar mjólkurflöskur. Svo man ég eftir að hafa brunað á rauðu þríhjóli niður brekkuna eftir að hafa nappað því frá Hirti litla bróður mínum. Mér er einnig minnisstæður fyrsti skóladagur- inn, sem mér fannst hræðilegur. Allir þessir nýju krakkar. Ég var fyrst í Barna-skólanum við Skólaveg. Ég held mér hafi ekki farið að líða vel í skóla fyrr en í öðrum bekk. Þá varð ég af tilvilj- un með hæstu einkunn- ég hafði gaman af að reikna og hafði erft fallega rithönd föður míns. Þannig byrjaði metnaðarkapp- hlaupið, einu sinni fyrstur alltaf fyrstur! Annars held ég að ég hafi verið eins og flestir krakkar, leikið mér í indjánaleik í trönunum, sjóræn- ingjaleik út á Bergi, farið á róló og stundað mikið íþróttir. En ég las mikið, margar ævintýrabækur og var tíður gestur hjá Hilmari í Bókasafninu. Kannski hef ég fengið ævintýraþrá úr öllum þessum bókalestri. Auk þess átti ég tvær mjög góðar vinkonur sem ég hef enn sambandi við. Þær eru Anna Jóhanna Alfreðs- dóttir og Anna Skúladóttir. Anna bjó á Mánagötu 5 en Anna á Há- túninu. Hvað kom til að þú valdir arki- tektúr og við hvað starfar þú í dag? Eins og öðrum ungum skvísum var mest gaman að sofa hjá vin- konum sínum í öðrum húsum og var samgangur mikill hjá okkur vinkonunum. Vigdís móðir Önnu Jóhönnu sagði okkur margar sög- ur frá Danmörku, sem hún heim- sótti oft. Danmörk var því draumaland í fjarlægð. Anna Skúladóttir átti fjöldann allan af systkinum og eldri bræður. Það var spennandi. Tveir eldri bræð- ur hennar - Jón og Skúli - voru í Menntaskólanum á Laugarvatni og sögðu margar spennandi sög- ur frá lífinu þar á heimavistinni. Ég og Anna vorum fullkomlega harðákveðnar í því, að á Laugar- vatn ætluðum við að fara, það var ekki um annað að ræða. Svo það varð stefnt að landsprófi og stúd- entsprófi. Jón og Skúli ætluðu að fara í Háskóla eftir stúdentspróf og stunda verkfræði, en hvað gera tvær stúlkur eftir stúdents- próf ?? Verkfræði var karl- mannafag á þeim tíma en við gátum séð okkur t.d. í arkitektúr eða byggingafræði. Strax í gagn- fræðaskóla vorum við sammála um að við ætluðum að verða arkitektar. Anna Skúla fór seinna í viðskiptafræði og Anna Jó- hanna vinnur að ferðamálum. Ég hélt hins vegar fast við bygging- arfræðina. Kannski það sé af því að nám í arkitektur var eingöngu hægt að stunda erlendis Í dag starfa ég sem skipulagsfræðingur á Borgundarhólmi. Í ár voru 5 bæjarfélög sameinuð þannig að Borgundarhólmur nú er eitt sveit- arfélag. Það hefur verið afar spennandi að taka þátt í því. Jólin í Gráu höllinni. Í Kristjaníu eru jól- in tileinkuð heimilislausum Bjóstu í Kristjaníu - og varstu kannski hippi? Eftir ársdvöl i Bandaríkjunum kom ég til Danmerkur til að stun- da nám í arkitektur. Ég bjó í byrjun á stúdentagarði í Kaup- ➤ S U Ð U R N E S J A M E N N E R L E N D I S Á mörgum heimilum er nánast helgistund þegar lesnar eru upp jólakveðjur á RÁS 1 í útvarpinu. Um er að ræða gamla hefð sem hófst í Ríkisútvarpinu árið 1940. Já gamla gufan getur fengið mann til að rifja upp minningar um ættingjana þegar þeir voru erlendis, pabba sem var úti á sjó um jólin eða ömmu og afa í sveitinni. Þegar jólakveðjurnar voru lesnar voru landsmenn sameinaðir til sjávar og sveita og í þorpum landsins er þeir sátu við viðtækin og hlustuðu með andakt á hugljúfar og oft hjartnæmar kveðjur sem bárust inn á hvert heimili í landinu. Um tíma hljóðrituðu námsmenn og Íslendingar búsettir erlendis einnig jólakveðjur heim sem hægt var að hlusta á í útvarpinu. Víkurfréttir leituðu frétta af Suðurnesjamönnum sem búsettir eru erlend- is og að þessu sinni var Guðbjörg Zakaríasdóttir fyrir valinu. KEFLAVÍK & KRISTJANÍA Gugga fær myndskreytingu á hendina í Afríku. Guðbjörg Zakaríasdóttir arkitekt Borgundarhólmi. Jolablad II - 64 sidur pdf3 20.12.2003 4:19 Page 52
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.