Víkurfréttir - 22.12.2003, Blaðsíða 52
VÍKURFRÉTTIR - JÓLABLAÐ II VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!52
G
le
ð
il
e
g
a
h
á
tí
ð
!
G uðbjörg Zakaríasdóttirarkitekt, sem nú býr íDanmörku og bjó um
árabil í Kristjaníu, segist vera
Keflvíkingur, þó hún sé reynd-
ar fædd í Stykkishólmi. Eigin-
maður hennar Poul er danskur
arkitekt og hefur starfað fyrir
danska ríkið t.d. í Mosambik
og í Balkanlöndunum. Stjúp-
dóttir Guðbjargar er Sofie
auglýsingastjóri og stjúpsonur-
inn Mikkel er veitingahúsaeig-
andi. Guðbjörg mun eyða jól-
unum í norður Afríku í ár, en
hún hugsar til ættingja og vina
heima á Fróni og biður fyrir
kveðjur heim í Keflavík. Guð-
björg er fædd árið 1948 og hef-
ur dvalið oftar erlendis um jól
en í gamla heimabænum, þar
sem hún sleit barnsskónum.
Hún lýsir í þessu viðtali sér-
stakri reynslu sinni af því að
dvelja um jól í óbærilegum hita
í Afríku og veiða og verka
jólamatinn sjálf. Einnig hefur
hún tekið þátt í og fylgst með
þróun jólahalds í Kristjaníu.
Foreldrar Guðbjargar eru Zakarí-
as Hjartarson og Esther Guð-
mundsdóttir, sem lést í ágúst árið
1990. Guðbjörg á ævintýralega
reynslu að baki og hefur haldið
upp á jólin víðs vegar um heim-
inn t.d. í Kristjaníu og í 12 ár
dvaldi hún í Tansaníu og Mosam-
bik í Afríku, þar sem hún vann
við þróunar-vinnu. Systkini
hennar eru Hjörtur bæjarritari í
Reykjanesbæ, Erla hjá Nesprýði
og Kristrún iðnrekstrarfræðingur
búsett í Kópavogi. Einnig átti
Guðbjörg hálfbróður Sigurður
Gissur Baldursson eða Didda
bíló eins og hann var oft kallaður,
en hann lést í desember árið
1992.
Guðbjörg manstu eftir að hafa
sent jólakveðju heim sem lesin
var í ríkisútvarpinu?
Nei ég hef aldrei sent þannig
jólakveðjur. Þegar ég er í Dan-
mörku er auðvelt að hringja heim
og óska gleðilegra jóla, og þegar
ég var í Afríku var lítið um
jólastemningu, enginn jólaundir-
búningur og varla gerður munur
á jóladögum og venjulegum
vinnudögum.
Hvernig fannst þér að alast upp
í Keflavík um miðbik síðustu
aldar?
Ég fæddist í Stykkishólmi og bjó
þar sem pínu lítil. Við bjuggum
síðan smá tímabil í Reykjavík og
fluttum svo til Keflavíkur. Ég
hef líklega verið 5 ára, þegar við
fluttum og bjó ég þar þangað til
ég varð 16 ára, en þá byrjaði ég í
Menntaskólanum á Laugarvatni.
Svo ég get sagt, að ég hafi slitið
barnsskónum í Keflavík.
Það fyrsta sem ég man eftir úr
Keflavík er stóra brekkan á
Brekkubrautinni. Hún var stór og
löng, þegar maður var bara 5 ára
og fór með móður sinni í mjólk-
urbúðina við Hringbrautina.
Heim þurftum við svo að bera
þungar mjólkurflöskur. Svo man
ég eftir að hafa brunað á rauðu
þríhjóli niður brekkuna eftir að
hafa nappað því frá Hirti litla
bróður mínum. Mér er einnig
minnisstæður fyrsti skóladagur-
inn, sem mér fannst hræðilegur.
Allir þessir nýju krakkar. Ég var
fyrst í Barna-skólanum við
Skólaveg. Ég held mér hafi ekki
farið að líða vel í skóla fyrr en í
öðrum bekk. Þá varð ég af tilvilj-
un með hæstu einkunn- ég hafði
gaman af að reikna og hafði erft
fallega rithönd föður míns.
Þannig byrjaði metnaðarkapp-
hlaupið, einu sinni fyrstur alltaf
fyrstur!
Annars held ég að ég hafi verið
eins og flestir krakkar, leikið mér
í indjánaleik í trönunum, sjóræn-
ingjaleik út á Bergi, farið á róló
og stundað mikið íþróttir. En ég
las mikið, margar ævintýrabækur
og var tíður gestur hjá Hilmari í
Bókasafninu. Kannski hef ég
fengið ævintýraþrá úr öllum
þessum bókalestri. Auk þess átti
ég tvær mjög góðar vinkonur
sem ég hef enn sambandi við.
Þær eru Anna Jóhanna Alfreðs-
dóttir og Anna Skúladóttir. Anna
bjó á Mánagötu 5 en Anna á Há-
túninu.
Hvað kom til að þú valdir arki-
tektúr og við hvað starfar þú í
dag?
Eins og öðrum ungum skvísum
var mest gaman að sofa hjá vin-
konum sínum í öðrum húsum og
var samgangur mikill hjá okkur
vinkonunum. Vigdís móðir Önnu
Jóhönnu sagði okkur margar sög-
ur frá Danmörku, sem hún heim-
sótti oft. Danmörk var því
draumaland í fjarlægð. Anna
Skúladóttir átti fjöldann allan af
systkinum og eldri bræður. Það
var spennandi. Tveir eldri bræð-
ur hennar - Jón og Skúli - voru í
Menntaskólanum á Laugarvatni
og sögðu margar spennandi sög-
ur frá lífinu þar á heimavistinni.
Ég og Anna vorum fullkomlega
harðákveðnar í því, að á Laugar-
vatn ætluðum við að fara, það var
ekki um annað að ræða. Svo það
varð stefnt að landsprófi og stúd-
entsprófi. Jón og Skúli ætluðu að
fara í Háskóla eftir stúdentspróf
og stunda verkfræði, en hvað
gera tvær stúlkur eftir stúdents-
próf ?? Verkfræði var karl-
mannafag á þeim tíma en við
gátum séð okkur t.d. í arkitektúr
eða byggingafræði. Strax í gagn-
fræðaskóla vorum við sammála
um að við ætluðum að verða
arkitektar. Anna Skúla fór seinna
í viðskiptafræði og Anna Jó-
hanna vinnur að ferðamálum. Ég
hélt hins vegar fast við bygging-
arfræðina. Kannski það sé af því
að nám í arkitektur var eingöngu
hægt að stunda erlendis Í dag
starfa ég sem skipulagsfræðingur
á Borgundarhólmi. Í ár voru 5
bæjarfélög sameinuð þannig að
Borgundarhólmur nú er eitt sveit-
arfélag. Það hefur verið afar
spennandi að taka þátt í því.
Jólin í Gráu höllinni. Í Kristjaníu eru jól-
in tileinkuð heimilislausum
Bjóstu í Kristjaníu - og varstu
kannski hippi?
Eftir ársdvöl i Bandaríkjunum
kom ég til Danmerkur til að stun-
da nám í arkitektur. Ég bjó í
byrjun á stúdentagarði í Kaup-
➤ S U Ð U R N E S J A M E N N E R L E N D I S
Á mörgum heimilum er nánast helgistund þegar lesnar eru upp jólakveðjur á RÁS 1 í útvarpinu. Um er að ræða gamla hefð sem hófst í Ríkisútvarpinu
árið 1940. Já gamla gufan getur fengið mann til að rifja upp minningar um ættingjana þegar þeir voru erlendis, pabba sem var úti á sjó um jólin eða
ömmu og afa í sveitinni. Þegar jólakveðjurnar voru lesnar voru landsmenn sameinaðir til sjávar og sveita og í þorpum landsins er þeir sátu við viðtækin
og hlustuðu með andakt á hugljúfar og oft hjartnæmar kveðjur sem bárust inn á hvert heimili í landinu. Um tíma hljóðrituðu námsmenn og Íslendingar
búsettir erlendis einnig jólakveðjur heim sem hægt var að hlusta á í útvarpinu. Víkurfréttir leituðu frétta af Suðurnesjamönnum sem búsettir eru erlend-
is og að þessu sinni var Guðbjörg Zakaríasdóttir fyrir valinu.
KEFLAVÍK
& KRISTJANÍA
Gugga fær myndskreytingu
á hendina í Afríku.
Guðbjörg Zakaríasdóttir
arkitekt Borgundarhólmi.
Jolablad II - 64 sidur pdf3 20.12.2003 4:19 Page 52