Víkurfréttir - 22.12.2003, Blaðsíða 17
VÍKURFRÉTTIR I 52. TÖLUBLAÐ I MÁNUDAGURINN 22. DESEMBER 2003 VÍKURFRÉTTIR - JÓLABLAÐ II 17
ára og hann svona 15 eða 16,
þannig að við höfum ekki þessar
djúpu rætur. En ég veit ekki
hvernig þetta atvikaðist. Hann
fór bara í Njarðvík og ég í Kefla-
vík. Það var bara ekkert verið að
spá í þetta.“
Sigurður jánkar því að Njarðvík-
Keflavík leikirnir hafi verið
skrítnir fyrir þá bræður á þessum
tíma , en segir að það hafi bara
aukið á gamanið. Hann lítur til
baka til þess tíma og ekki er laust
við að örli á fortíðarþrá.
„Þá var gaman að spila. Rígurinn
var miklu meira áberandi og allt
fullt út úr dyrum og þvílíkt fjör
og læti. Sá rígur hefur nú minnk-
að eðlilega en þá var meira fjör í
kringum þessa leiki og alltaf hús-
fyllir.“
Að lokum spyrjum við Sigurð
hvort að honum finnist mikil
munur á hlutverkum kennara,
annars vegar og þjálfara hins
vegar. Þar sem hann hefur mikla
reynslu af hvoru tveggja. „Það er
náttúrulega hellingsmunur á því
að þjálfa og kenna, en vissir hlut-
ir eru mjög líkir. Þetta er náttúru-
lega tengt en það er ekki verið
eins mikið að hvetja nemendur
við kennslu eins og gert er í
íþróttum sem er svolítið merki-
legt. Þar má peppa fólk upp og
segja mönnum að þeir séu góðir
og þeim gangi vel, en það er ekki
litið eins vel á það í skólanum, en
það mætti vera meira um það.
Það bara tíðkast að það sé allt í
lagi í íþróttum en ekki í skólan-
um. Það er kannski eðlilegt en
svolítið merkileg staðreynd.“
Að samtalinu loknu kveður Sig-
urður með virktum en hann þarf
að snúa sér að öðrum störfum
enda að mörgu að hyggja í
Myllubakkaskóla sem endranær.
„Þá var gaman að spila. Rígurinn var miklu
meira áberandi og allt fullt út úr dyrum og
þvílíkt fjör og læti. Sá rígur hefur nú minnk-
að eðlilega en þá var meira fjör í kringum
þessa leiki og alltaf húsfyllir.“
Jolablad II - 64 sidur pdf2 20.12.2003 3:18 Page 17