Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.12.2003, Blaðsíða 55

Víkurfréttir - 22.12.2003, Blaðsíða 55
VÍKURFRÉTTIR I 52. TÖLUBLAÐ I MÁNUDAGURINN 22. DESEMBER 2003 VÍKURFRÉTTIR - JÓLABLAÐ II 55 spítala og skrifstofur eftir margra ára styrjöld sem lagði allt í rústir. Þannig er auðvelt að tengja mannúðarmál og hugsjónir störf- um arkitekta. Á Borgundarhólmi vinn ég að verkefnum í nánu samstarfi meðal borgaranna. Í sameiningu skipuleggjum við meðal annars hvernig torg, götur, garðar og hafnir eiga að líta út. Hverju eigi að breyta í bænum, hvernig við eigum að þróa um- ferðarmenninguna og svo fram- vegis. Það er hægt að vinna við arkitektur og skipulag á ýmsan hátt. Kemur þú oft hingað til Íslands nú orðið - hvenær komstu síð- ast? Ég reyni að komast heim í það minnsta einu sinni á ári, en allt of oft hafa það aðeins verið fáeinir dagar sem ég hef getað stoppað. Þegar ég bjó í Afríku var ekki svo auðvelt að skreppa heim til Íslands en á þessu ári hef ég tvis- var sinnum verið á ferðinni á Ís- landi. Í vor var ég á Laugarvatni á 35 ára stúdentsafmæli. Marga samstúdenta mína hafði ég ekki séð síðan við fengum stúdents- húfurnar. Í sumar var ég svo með alla fjölskylduna í tvær vik- ur í Keflavík og upp um allar sveitir. Við vorum mjög heppin með veður, þvílík veðurblíða! Að mínum ráðum keyptu allir regngalla og stígvél sem aldrei voru notuð. Við þurftum hins vegar að fá lánaðar stuttbuxur og sandala. Nýlega héldu Hljómar upp á 40 ára afmæli sitt með pomp og prakt hér í Stapanum og þeir hafa nú gefið út disk og titillag- ið er um gamla bæinn þeirra? Hefur þú heyrt þetta lag? Nei, því miður ég hef ekki heyrt það lag en heyri það næst þegar ég kem heim. Manstu eftir því þegar þú heyrðir fyrst í Hljómum eða sást þá á sviði? Mig minnir að ég hafi fyrst heyrt í Hljómum á árshátíð í skólan- um. Þegar ég var unglingur var Keflavík aðalstaðurinn. Við vor- um ofsa góð í fótbolta og svo höfðum við Hljóma og þeir voru bestir. Við höfum hér fengið að skyggn- ast inn í líf brottfluttrar Suður- nesjakonu sem hugsar heim eins og margir um jólin. Sérstæð lífs- reynsla hennar er áhugaverð og ætti að gefa ungum ævintýrakon- um hugmynd um þá möguleika sem geta beðið þeirra. Kokkarnir í Gráu höllinni í Kristjaníu. KEFLAVÍK & KRISTJANÍA ... framhald Jolablad II - 64 sidur pdf4 20.12.2003 5:01 Page 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.