Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.12.2003, Side 49

Víkurfréttir - 22.12.2003, Side 49
VÍKURFRÉTTIR I 52. TÖLUBLAÐ I MÁNUDAGURINN 22. DESEMBER 2003 VÍKURFRÉTTIR - JÓLABLAÐ II 49 Fulltrúar Samfylkingar-innar lögðu fram bókuná fundi bæjarstjórnar í gærkvöldi um fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar fyrir árið 2004. Í bókuninni eru ýmis at- riði fjárhagsáætlunarinnar gagnrýnd og segir þar m.a. að leikskólagjöld hækki um 23- 26% og að hækkun á tónlistar- námi verði á bilinu 10-28%. Segir í bókuninni að þessar hækkanir megi rekja til lækk- un útsvarstekna bæjarsjóðs. Bókun lögð fram í bæjarstjórn Reykjanesbæjar 16. desember 2003: Fjárhagsáætlun fyrir árið 2004, sem hér er til afgreiðslu, ber með sér að meirihluti sjálfstæðis- manna er farinn að átta sig betur á fjárhagsstöðu bæjarins. Sjálfstæðismenn samþykktu þann 4. mars sl. fjárhagsáætlun til næstu 3ja ára. Þar var gert ráð fyrir ráð fyrir 1.5% fjölgun gjaldenda á ári. Nú er hins vegar einungis gert ráð fyrir 0,5% fjölgun gjaldenda. Gert er ráð fyrir að tekjur sveitar- félagsins af útsvari lækki milli ára, þrátt fyrir að álagningarhlut- fallið sé óbreytt. Það bendir til þess að launagreiðslur fari lækk- andi í Reykjanesbæ. Á móti vegur hækkað framlag Jöfnunar- sjóðs sveitarfélaga til Reykjanes- bæjar sem nemur 111 milljónum króna. Reynt er að bregðast við þessu tekjutapi m.a. með margvísleg- um hækkunum á gjaldskrá sveit- arfélagsins. Má þar nefna 23 – 26 % hækkun á leikskólagjöldum og 10 – 28 % hækkun vegna tón- listarnáms. Þetta er reikningur sem sendur verður til barnafjöl- skyldna í Reykjanesbæ. Jafnframt er dregið verulega úr framkvæmdum, ásamt því að greiðslum fyrir þær framkvæmd- ir sem nú eru í gangi, er slegið á frest. Ef upphaflegar áætlanir um greiðslur vegna endurgerðar Hafnargötu stæðust, væri verið að greiða 80 millj. en ekki 50, eins og fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir. Þessi frestun ein býr til all- an hagnað ársins en með þessu er verið að binda framkvæmdafé næstu ára. Þá vekur athygli allur sá niður- skurður sem á að vera á yfir- vinnu starfsmanna. Skv. áætlunni er gert ráð fyrir allt að helmings niðurskurði á yfirvinnugreiðsl- um. Varla er hægt að gera ráð fyrir slíku nema að það valdi skerðingu á þjónustu. Þá er einnig nauðsynlegt að minnast á það sem ekki er að finna í þessari fjárhagsáætlun. Undanfarin ár hefur rekstur fé- lagslega íbúðarkerfisins ekki staðið undir sér og hefur sveitar- félagið borið ábyrgð á þeim hallarekstri. Nú hefur verið tekin upp sú stefna með stofnun Fast- eignafélags Reykjanesbæjar að leigutekjur félagslegra leiguí- búða standi undir rekstri. Þetta gerir það að verkum að halli sem nam tugum miljóna er horfinn úr bókhaldi Reykjanebæjar og leiguverð í félagslega leiguíbúða- kerf i Reykjanesbæjar verður hækkað um tugi þúsunda á mán- uði á næsta ári. Það er ljóst af þessari fjárhagsá- ætlun að sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ ná ekki að ná tök- um á fjármálum bæjarins, nú frekar en áður. Þrátt fyrir mikinn niðurskurð á mörgum sviðum má ekkert út af bregða til þess að verulegur halli verði á rekstri bæjarins. B Ó K U N S A M F Y L K I N G A R V E G N A F J Á R H A G S Á Æ T L U N A R Leikskólagjöld hækka Jolablad II - 64 sidur pdf 20.12.2003 2:05 Page 49

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.