Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2012, Síða 122

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2012, Síða 122
121FORNLEIFARANNSÓKN Í QUASSIARSUK (BRATTAHLÍÐ) nautgripum frá öllum tímabilum sem er sama mynstur og sést á öðrum uppgröfnum bæjarstæðum norrænna manna á Grænlandi. Svín voru sennilega algeng á fyrstu öldum byggðarinnar en þeim fækkar eftir því sem líður á búsetu á Grænlandi og þau eru svo til alveg horfin á 14. öld. Svo virðist sem hlutfall búfjár sé svipað fram til loka 13. aldar en þá fækkar nautgripum lítillega en kinda- og geitabeinum fjölgar. Samt sem áður halda nautgripir áfram að vera mikilvægur hluti búfjárstofnsins allt til loka búsetu á Grænlandi. Til samanburðar má benda á að sama breyting sést á samsetningu búfjárstofna úr öskuhaugum á Íslandi en þar er hún mun meira afgerandi. Á Íslandi er hlutfall sauðfjár og nautgripa á 13. öld tuttugu sauðfjárbein á móti einu nautgripabeini en á Grænlandi er þetta hlutfall fimm á móti einu.12 Sennilega sýnir þessi aukning á sauðfé á Íslandi aukna framleiðslu á ull til útflutnings en Grænlendingar höfðu ullina nær eingöngu til eigin nota.13 Talsvert magn beina úr villtum spendýrum var flokkað og flest koma þau úr nánasta umhverfi byggðarinnar. Á meðal þeirra eru hreindýr, selir, hvalir og rostungar. Hreindýr finnast á öllum tímabilum en hlutfall þeirra í beinasafninu er ekki hátt. Því er líklegt að hreindýr hafi reglulega verið veidd til eigin þarfa en ekki nýtt til útflutnings nema að litlu leyti t.d. húðir og gripir úr hreindýrahornum. Rostungar eru ekki algengir á Suður-Grænlandi en við vesturströnd Grænlands, nærri Vestribyggð norrænna manna, eru stór rostungalátur. Talið er að svæðið við Diskóflóa hafi verið sá staður sem norrænir menn kölluðu Norðursetur og var það aðalveiðisvæði þeirra fyrir rostunga. Rostungstennur voru mikilvægur hluti í efnahag Grænlendinga á miðöldum, enda voru þær sennilega meginuppistaða útflutnings þeirra.14 Allar rannsóknir sem gerðar hafa verið á rostungsbeinum af búsvæðum norrænna manna, benda til þess að eftir að dýrið hafði verið fellt hafi efri kjálkinn (maxilla) með áföstum skögultönnum verið skorinn af. Eftir að veiðimennirnir komu til síns heima voru skögultennurnar fjarlægðar úr efri kjálkanum og þær undirbúnar til útflutnings. Við rannsóknina 2005 og 2006 fundust nær eingöngu brot úr efri kjálkabeinum rostunga en við eldri rannsóknir hafa fundist önnur höfuðbein og reðurbein (baculum) en örsjaldan önnur rostungsbein.15 Algengustu bein úr villtum dýrum í beinasafninu frá 2005 – 2006 eru úr selum og eftir því sem líður á búsetu á Ø29a fer þeim fjölgandi. Af þeim fjórum tegundum sela sem eru við Grænlandsstrendur fundust bein úr þremur tegundum; landsel (Phoca Vitulina), vöðusel (Phoca groenlandica) og blöðrusel (Cystophora cristata). Bein úr landsel eru algengust í beinasafninu og er svipaða sögu að segja úr fornleifauppgröftum bæði í Eystri- og Vestribyggð. Þó er
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216
Síða 217
Síða 218
Síða 219
Síða 220
Síða 221
Síða 222
Síða 223
Síða 224
Síða 225
Síða 226
Síða 227

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.