Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2017, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2017, Síða 14
14 Helgarblað 10. nóvember 2017fréttir Í gær, fimmtudag, féll dómur Hæstaréttar í máli Áslaugar Ýrar Hjartardóttur gegn íslenska ríkinu og Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra (SHH). Í málinu féllst Hæstiréttur á það sjónarmið ríkisins að heim- ilt og málefnalegt hefði verið að synja Áslaugu um gjaldfrjálsa túlk- unarþjónustu á þeim grundvelli að SHH hefði úr of litlu fjármagni að spila. Barátta systra Áslaug og systir hennar, Snædís Rán, hafa síðustu misserin átt í deilum við ríkið og SHH um rétt þeirra til að njóta gjaldfrjálsrar táknmálstúlkaþjónustu. Systurnar, sem báðar eru á þrítugsaldri, eru með sama arfgenga taugahrörn- unarsjúkdóminn sem gerði fyrst vart við sig á barnsaldri beggja. Þær eru báðar heyrnarlausar, með skerta sjón og þurfa að notast við hjólastól. Þær hafa báðar þrátt fyrir fötlun sína verið virkar í námi og félagslífi en hafa lengi gagnrýnt ís- lenska ríkið fyrir að veita þeim ekki þá túlkaþjónustu sem þær þurfa til að sinna daglegu lífi. Synjað um túlkaþjónustu erlendis Dómsmálið snerist um ferð Ás- laugar síðastliðið sumar til Sví- þjóðar í sumarbúðir fyrir dauf- blind ungmenni á Norðurlöndum. Áslaug óskaði eftir fá gjaldfrjálsa túlkaþjónustu frá SHH vegna ferðarinnar en var synjað þar sem túlkaþjónusta gæti aðeins verið gjaldfrjáls innanlands. Síðar kom í ljós að forsvarsmenn sumarbúð- anna væru reiðubúnir að greiða allan ferða- og dvalarkostnað túlk- anna. Áslaug óskaði því aftur eftir þjónustunni frá SHH en var synj- að á nýjan leik, þá af fjárhagsleg- um ástæðum þar sem sjóðir SHH hefðu þá að sögn tæmst. Þó að Ás- laug hafi ekki sætt sig við þá niður- stöðu þá tók hún lán til að greiða fyrir túlkaþjónustu og fór í ferðina. Hún stefndi svo SHH og ríkinu og krafðist ógildingar ákvarðana SHH og miskabóta sér til handa. Engar reglur og engir peningar Áslaug byggði mál sitt fyrst og fremst á 1. mgr. 76. gr. stjórnar- skrárinnar þar sem segir m.a. að öllum, sem þess þurfa, skuli tryggður í lögum réttur til aðstoð- ar vegna sjúkleika, örorku og sam- bærilegra atvika. Benti Áslaug á að ríkið hafi ekki sinnt því að setja sérstök lög eða ramma utan um réttindi ákvæðisins, hvorki hversu rúm þau séu né hvernig þau skuli takmörkuð. Þar að auki væri hvergi að finna skráðar reglur eða viðmið hjá SHH um í hvaða tilvik- um einstaklingar eigi rétt á endur- gjaldslausri þjónustu, til dæmis hvort þjónusta veitt erlendis gæti verið gjaldfrjáls. Áslaug taldi að á meðan ekki væru til skýrar reglur, skilgreiningar eða takmarkanir á rétti hennar samkvæmt stjórnar- skrá þá gæti henni ekki verið synj- að um gjaldfrjálsa þjónustu til að geta átt í samskiptum við annað fólk og stunda félagslíf og tóm- stundir til jafns við aðra. Þá taldi Áslaug að ekki væri unnt að hrófla við stjórnarskrárvörðum réttind- um hennar á þeim grundvelli að of lítið hefði verið skammtað til SHH í fjárlögum. Í málatilbúnaði SHH og ríkis- ins fyrir Hæstarétti kom fram að af lögum og gjaldskrá SHH megi lesa að gjaldfrjáls þjónusta verði að- eins veitt innanlands. Að megin- stefnu var hins vegar á því byggt í málinu að samkvæmt lögum væri ríkinu og stofnunum þess óheim- ilt að fara fram úr fjárlögum. Var vísað til þess að ef fallist hefði ver- ið á að veita Áslaugu þjónustuna hefðu sjóðir SHH klárast. Réttindi heyrnarskertra háð fjárlögum Það vekur athygli að svo virðist sem undanfarin ár hafi ítrekað verið skorað á ríkið og löggjafann, með beinum og óbeinum hætti, að setja nánari reglur og skilgrein- ingar á réttindum heyrnarskertra hvað þessi málefni varðar. Þannig benti umboðsmaður Alþingis á það í áliti árið 2004 að skilgreina þyrfti réttindi heyrnarskertra sam- kvæmt stjórnarskránni þannig að ljóst væri hvaða þjónustu þeir ættu rétt á að njóta endurgjaldslaust. Þá má benda á dóm héraðsdóms árið 2015 í máli Snædísar, systur Ás- laugar, gegn SHH og íslenska ríkinu þar sem ríkið þurfti að bera hall- ann af því að hafa ekki sett reglur um réttindin. Niðurstaða þess máls var sú að ríkið var talið hafa brotið gegn stjórnarskrárvörðum rétti Snædísar með því að synja henni um gjaldfrjálsa túlkaþjónustu við félagsstörf. Byggði niðurstaðan fyrst og fremst á því að ríkið hefði vanrækt að skilgreina réttindi heyrnarskertra nánar í lögum eða reglum. Án slíkra regla giltu al- menn réttindi heyrnarskertra sam- kvæmt stjórnarskránni og sá réttur gengi framar sjónarmiðum ríkis- ins um fjárskort. Hafði Snædís því betur í því máli og fékk dæmdar miskabætur frá ríkinu. Ríkið undi þeim dómi og áfrýjaði honum ekki til Hæstaréttar. Mál Áslaugar, systur hennar, var um margt svipað en niðurstaða Hæstaréttar á fimmtu- dag var þveröfug við héraðsdóm árið 2015, því Hæstiréttur telur að sjónarmið ríkisins um fjárskort séu málefnaleg. „76. gr. stjórnar- skrárinnar dó í dag“ DV leitaði eftir viðbrögðum lög- manns Áslaugar við niðurstöðunni og vísaði hann til færslu á Facebook- síðu sinni. Þar tilkynnti hann „með miklum trega“ að 76. gr. stjórnar- skrárinnar hafi dáið með dóminum. Ákvæðið hafi um stund tryggt sam- félaginu rétt til lágmarksaðstoðar í veikindum og fátækt en að nú sé endanlega ljóst að ákvæðið sé merk- ingarlaust. Þannig tryggi ákvæðið í dag hvorki rétt borgaranna til að- stoðar né til þess að settar séu reglur um mögulegan rétt þeirra. n „76. grein stjórnar- skrárinnar dó í dag“ n Áslaugu Ýri synjað um túlkaþjónustu vegna fjárskorts n Tapaði í Hæstarétti Sigurvin Ólafsson sigurvin@dv.is 30 milljónir króna fyrir 200 einstaklinga Á ári hverju úthlutar ríkið fé til SHH sem miðstöðin skal nýta til að veita endurgjaldslausa túlkaþjónustu vegna daglegs lífs heyrnarskertra. Árið 2017 eru rúmlega 30 milljónir króna til ráðstöfunar í því skyni en gert er ráð fyrir að um 200 einstaklingar þurfi að nýta þjónustuna. Samkvæmt gjaldskrá SHH kostar ein klukkustund af táknmálstúlk- un um 10 þús. kr. sem þýðir að hver not- andi getur að meðaltali nýtt sér 15 klst. af gjaldfrjálsri túlkaþjónustu á árinu. Áslaug Ýr Hjartardóttir Hæstiréttur Íslands Fiskur er okkar fag - Staður með alvöru útsýni Opið allt árið, virka daga, um helgar og á hátíðisdögum Kaffi Duus v/ Smábátahöfnina í Keflavík - Aðeins 5 mínútur frá Leifstöð, lítið við í leiðinni • Sími: 421 7080 • duus@duus.is • Opið frá kl. 10:30 - 23:00 alla daga Allt það besta í íslenskri og indverskri matargerð

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.