Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2017, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2017, Side 20
20 sport Helgarblað 10. nóvember 2017 Þ að er ljóst að Pepsi-deild karla á í vandræðum með að fá fólk til að mæta á völlinn og styðja sín lið. Mætingin á leiki í efstu deild karla í sumar var sú versta frá árinu 1998 ef skoðað er meðaltal áhorfenda á hvern leik. Ljóst er að vandamál- in eru mörg en áhorfendum fækk- aði mikið árið 2016 og enn frekar í ár. Snúa þarf við taflinu til þess að fótboltinn haldi vinsældum sínum hér á landi. Aðstaða á völlunum Aðstaða við vellina er misjöfn en á flestum stöðum er mörgu ábóta- vant, þar þurfa mörg félög að gera betur. Nærtækt dæmi er aðstaða á KR-vellinum þar sem litlu hefur verið bætt við síðustu ár, salernis- aðstaða og vandi við bílastæði er mikill á KR-vellinum. Hjá Breiða- bliki er hlaupabraut sem skemm- ir upplifunina af leiknum og hjá Fjölni er aðstaðan líklega sú allra versta í efstu deild karla og hefur verið í mörg ár. Ekki er nein yfir- byggð stúka, langt er frá inngangi að stúku og aðstöðu fjölmiðla er ábótavant. Aðstæður eru held- ur ekki til fyrirmyndar hjá Vík- ingi R og Grindavík svo dæmi séu tekin. Aðstaðan er líklega best í Kaplakrika þar sem menn hafa vandað til verka. Hækkað miðaverð Miðaverð á leiki deildarinnar var hækkað úr 1.500 krónum í 2.000 krónur fyrir liðna leiktíð, það var ekki til að hjálpa til. ÍTF (Ís- lenskur toppfótbolti) og þeir sem standa að deildinni létu blekkj- ast, þeir töldu að fækkun áhorf- enda árið 2016 mætti að mestu leyti skrifast á Evrópumótið í knattspyrnu sem fram fór í Frakk- landi. Héldu flestir að áhugi Ís- lendinga á Evrópumótinu hefði átt þar stærstan hlut að máli, en það reyndist rangt mat. Aðrar ástæður eru að baki og þurfa ÍTF, KSÍ og Ölgerðin að setjast yfir málið og skoða hvað sé til ráða. Beinar útsendingar Stöð2 Sport hefur aldrei sýnt fleiri leiki í beinni útsendingu en á síðustu leiktíð og er ljóst að allar þessar beinu útsendingar geta haft áhrif, sérstaklega þegar upplifunin við að fara á völlinn er ekki meiri en hún er. Margir knattspyrnuáhugamenn sem DV ræddi við voru á því að sú stað- reynd að fjöldi leikja í beinni út- sendingu hafi áhrif á mætingu þeirra á völlinn. Oft var hægt að horfa á tvo leiki í beinni út- sendingu og svo Pepsi- mörkin sama daginn. Á meðan félögin Af hverju er fólk hætt að mæta á völlinn? n Ekki færri áhorfendur á efstu deild karla síðan 1998 n 30% fækkun frá 2010 Ö lgerðin hefur mikið að segja um hvernig deildin er sett upp og hvernig markaðsstarf er í kringum hana. Ölgerðin hefur unnið gott starf í kringum deildina. Sand- ra Björg Helgadóttir er vöru- merkjastjóri hjá Ölgerðinni og hefur síðustu ár stýrt því sem gerist í kringum Pepsi-deildina. „Okkur finnst þetta áhyggjuefni en við erum svolítið beggja megin við borðið. Við viljum fjölga bein- um útsendingum og fá almenn- an áhuga á fótboltanum. Það er kannski að skila sér í færri áhorf- endum á völlinn, við erum að sama skapi mjög ánægð með alla umfjöllun um deildina og áhug- ann á henni,“ sagði Sandra þegar DV leitaði viðbragða hjá henni. Herferðin í ár skilaði ekki sínu Herferð Pepsi-deildarinnar í ár var með slagorðið „Koma svo“. Átti það að ýta undir fólk að mæta á völlinn en miðað við tölurnar gekk sú herferð ekki upp. „Herferð okkar í sumar snerist að mestu leyti um það að fá fólk á völlinn, slagorðið okk- ar var „Koma svo“. Það átti að vera hvetjandi fyrir fólk að koma á völlinn og hvetja sitt lið áfram. Við herjuðum á útvarpsauglýs- ingar þar sem leikirnir voru aug- lýstir með því slagorði. Við hugs- um okkar markaðssetningu út frá því að fá fólk á völlinn.“ Áttan leikur stórt hlutverk Sumir hafa gagnrýnt að Ölgerðin sé að setja of mikla ábyrgð og fjármuni af sínu markaðsstarfi í Áttuna, krakkarnir þar ná meira til yngri markhóps sem er kannski ekki að borga sig inn á völlinn. „Við erum búnir að fá þá til að sjá um Pepsi-deildar Snapchat-ið, þeir mæta á einn leik í hverri umferð í karla og kvenna deildinni. Það var hugs- að til að sýna stemminguna á vellinum þar sem fólk er að fá sér hamborgara eða kaffi. Sýna hverjir væru í stúkunni og þannig hluti. Þegar þeir mæta og það er kannski enginn í stúkunni getur það haft öfug áhrif. Við höfum notað mikið fjármagn í birtingar hjá 365 miðlum,“ sagði Sand- ra en vörumerkið Pepsi hefur styrkst mikið frá því að samstarf- ið við deildina hófst. Hvað segir Ölgerðin? Hörður Snævar Jónsson hoddi@433.is sofa á verðinum er erfitt að sann- færa fólk um að mæta á völlinn í stað þess að horfa á leikina í sjón- varpinu. Með veraldarvefnum eru svo margir sem stela þjónustunni og horfa á leikina frítt á streym- isveitum sem bjóða upp á slíkt, það er stórt vandamál. Þar er í dag hægt að sjá alla leiki. GríðarleG fækkun Áhorfendur 2010 að meðaltali: KR - 1893 FH - 1.773 Breiðablik - 1.544 Valur - 1.112 Grindavík - 904 Stjarnan - 886 ÍBV - 868 Áhorfendur 2017 að meðaltali: KR - 1.123 FH - 1.060 Breiðablik - 1.096 Valur - 977 Grindavík - 594 Stjarnan - 953 ÍBV - 640 Áhorfendur að meðaltali í heild yfir Pepsi-deild karla: 2017 - 838 2016 - 975 2015 - 1.107 2014 - 923 2013 - 1.057 2012 - 1.034 2011 - 1.122 2010 - 1.205 Tóm stúka Valsmenn unnu Pepsi-deild karla í ár. Mynd SigTryggur Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.