Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2017, Page 24

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2017, Page 24
24 fólk - viðtal Helgarblað 10. nóvember 2017 Á heimili Hrefnu Rósu Sætran í Litla Skerjafirði er verið að breyta. Hrefna og maðurinn hennar, Björn Árnason ljósmyndari, hafa búið á neðri hæð hússins síðan árið 2011 en keyptu nýverið efri hæð- ina líka. Björn er fjarverandi en dóttir þeirra, Hrafnhildur, og kötturinn Mía eru heima ásamt húsfreyjunni. Hrefna er nýkomin frá Lundúnum þar sem nokkrum starfsmönnum hennar var boðið í ferð. „Við gerum þetta stundum. Bjóðum fólki til útlanda þar sem við förum á fína veitingastaði.“ Hrefna er einn þekktasti kokkur og veitingastaðareigandi landsins. Hún hefur verið á skjáum landsmanna með mat- reiðsluþætti, gefið út bækur og matarlínur, keppt fyrir Íslands hönd með kokkalandsliðinu og rekið tvo fyrirmyndarveitinga- staði. Alltaf er nóg að gera hjá Hrefnu, bæði í starfi og einkalífi, og nú er stefnt að opnun þriðja veitingastaðarins. Vídeóspólur með Sigga Hall Hrefna er fædd árið 1980 og hef- ur ávallt búið í Reykjavík. Hún er dóttir Sigrúnar Sætran, myndlist- arkennara á BUGL, og Jóhanns Traustasonar, eiganda tískuvöru- verslunarinnar Mótor, og alin upp í Breiðholtinu. Þegar hún var fjögurra ára hóf hún að æfa dans og seinna meir átti hún eftir að vinna fjölda Íslandsmeistaratitla í greininni. „Ég var í öllum tegund- um af dansi, samkvæmisdönsum, rokki, ballett, gömlu dönsunum og steppi.“ Hún og Daníel Traustason, dansfélagi hennar, lentu oft á síð- um blaðanna, bæði eftir keppni hér heima og erlendis. En fann hún ekki fyrir pressu? „Þegar ég lít til baka sé ég að pressan var mik- il í þessu umhverfi, sérstaklega frá foreldrum margra keppenda. Sjálf upplifði ég hins vegar ekki mikla pressu frá mínum foreldrum. En ég var mjög ung og þurfti að fara ein í keppnis- og æfingaferðir til Bretlands og Danmerkur sem var mikið ævintýri og lærdómur.“ Þegar Hrefna varð ungling- ur hætti dansinn að þykja flottur í vinahópnum og einnig tók hann of mikinn tíma. Hún þurfti að velja milli þess að æfa fram á kvöld alla daga eða sinna félags- lífinu og valdi hún seinni kostinn. Hrefna dansar enn við og við en fylgist ekki með keppnum leng- ur. Hún segist þó ekki dansa við eiginmann sinn. „Ef maður hittir einhvern sem var í dansi, til dæm- is í brúðkaupi, þá dansar maður.“ Á sama tíma og hún byrjaði í dansinum fór hún að hafa mik- inn áhuga á matreiðslu. „Mjög lítil var ég farin að spá í hvern- ig allt var á bragðið. Ég var tölu- vert með ömmu minni og afa sem voru nokkuð öldruð og elduðu ekki mikið sjálf. Við fórum því mikið út að borða og sérstaklega á fína staði sem mér fannst mjög spennandi. Ég elskaði lax með sítrónu ofan á, sennilega hafa ekki margir fjögurra ára krakkar verið að spá í þessa hluti.“ Þegar jafnaldrar Hrefnu horfðu á teiknimyndir í sjónvarpinu horfði hún á uppteknar vídeó- spólur af matreiðsluþáttum Sigga Hall. „Ég var alltaf í veitinga- staðaleik og var stanslaust að út- búa eitthvað handa vinum mín- um og fjölskyldu, mjólkurhristing eða samlokur. Ég áttaði mig hins vegar ekki á því að ég gæti orðið kokkur. Mig langaði til að verða lögga, fjölmiðlafræðingur og á unglingsárunum var skammlífur draumur að verða flugfreyja.“ Að- spurð hvernig unglingur hún var segir Hrefna: „Ég hef ábyggilega ekki alltaf verið þægileg, senni- „Ég þurfti að sanna mig til þess að geta verið ein af strákunum“ „Við höfum verið að vinna að opnun nýs staðar í þrjú ár og stefnum á að opna næsta sumar. Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is Hrefna Sætran, eigandi Fiskmarkaðarins og Grillmarkaðarins, hefur verið einn mest áberandi kokkur Íslands um nokkurt skeið. Kristinn H. Guðnason hitti Hrefnu og ræddi við hana um kokkastarfið, veitingareksturinn, áhugamálin og einkalífið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.