Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2017, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2017, Blaðsíða 28
28 sögur Helgarblað 15. desember 2017 1895 Froskum sleppt í Laugardal Edvard Ehlers, danskur lækn- ir sleppti um hundrað þýsk- um froskum við þvottalaugarn- ar í Laugardalnum. Ehlers kom hingað til lands til þess að gera úttekt á heilbrigði Íslendinga og ástandi holdsveikra. Ehlers hafði komið áður til landsins og þá fundið vel fyrir mývargnum við Þingvallavatn. Flutti hann froskana til landsins til þess að reyna að draga úr vargnum en í þessari ferð kom hann hins vegar ekki við á Þingvallavatni. Ef tilraunin tækist vel og frosk- arnir aðlöguðust íslenskri nátt- úru og fjölguðu sér var ætlun Ehlers að flytja inn höggorma líka til að halda fjölda froskanna niðri. Froskarnir voru stórir og kröftugir og stukku fjörugir út í laugarnar. Skömmu seinna drápust þeir þó allir og engin þörf á því að flytja inn högg- orma. 1972 Stúdentar taka Árnagarð Í maí mánuði var utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, William P. Rogers, í opinberri heim- sókn hér á landi en þá var Ví- etnamstríðið og róttækni ungs fólks í hámarki. Einar Ágústs- son, utanríkisráðherra Íslands, bauð Rogers að skoða fornritin í Árnagarði, eins og algengt er, en þegar þeir komu þangað voru um 150 stúdentar saman- komnir á göngunum til að mót- mæla heimsókninni og stríð- inu. Stúdentarnir bundu fyrir hurðir og hleyptu ráðherrun- um ekki inn. Þegar Rogers og fylgdarlið hans keyrðu í burtu eltu stúdentarnir. Einn þeirra stökk upp á þak bílsins og dældaði hann. Bílnum var ekið í átt til Bessastaða að hitta for- setann, en þá komst lögreglan að því að um 50 mótmælendur biðu á veginum með bensín- brúsa og naglabelti til að stöðva bifreiðina. Bifreið Rogers var því ekið suðurleiðina út á Álftanesið. Edvard Ehlers Danskur læknir sem vildi froska í íslenska náttúru. A lfred Wegener var þýskur stjörnu- og jarðeðlis- fræðingur sem stundaði rannsóknir á norðurhveli, sér í lagi á Grænlandi. Árið 1915 setti hann fram hugmyndir um landrek sem urðu forveri fleka- kenningarinnar sem hefur verið viðtekin síðan árið 1968. Wegener sá að meginlöndin Suður-Ame- ríka og Afríka passa saman eins og púsluspil og því hlytu megin- löndin að vera á hreyfingu. Árið 1930 kom Wegener við á Íslandi á leið sinni til Grænlands í rannsóknarleiðangur. Hann sótti hingað íslenska hesta sem gef- ist höfðu vel í slíkum leiðöngrum sem burðardýr. Þá fóru Wegener og fylgdarlið hans í æfingaferð yfir Vatnajökul. Stöpulinn á Arnarnes- hæðinni reisti hann til að prófa landrekskenningu sína en samb- ærilegur stöpull var síðar reistur á vesturströnd Grænlands. Ferðin til Grænlands endaði hins vegar illa því að Wegener og annar sam- ferðamaður hans létust. Wegener, sem var fimmtugur, reykti mik- ið og hjartað þoldi ekki álagið í jöklaferðunum. Samferðamað- ur hans týndist eftir að hafa graf- ið Wegener. Sigurður Steinþórsson jarð- fræðingur segir í samtali við DV að stöplarnir hafi ekki haft neina þýð- ingu því að þeir séu báðir á sama jarðflekanum. „Hann ætlaði að staðfesta kenningu sína með því að koma aftur mörgum árum síð- ar og mæla rekið.“ Skömmu síð- ar kom annar þýskur fræðimaður, Bernauer að nafni, og gerði sams konar tilraun yfir gosbelti Íslands. „En stríðið kom og rótaði því fyrir þeim og í raun var engin hreyfing á norður-gosbeltinu á þessum tíma. Þetta gerist í rykkjum.“ Árið 1930 var ekki þéttbýli í kringum stöpulinn á Arnarnes- hæð. Nú stendur hann í mynni íbúðahverfis en margir gera sér ekki grein fyrir því að hann sé hluti af merkum jarðfræðitilraunum. n kristinn@dv.is M orðið á Kristjáni Guð- jónssyni, prentara í Gutenberg, er eitt af dularfyllstu sakamálum Íslandssögunnar. Kristján var 53 ára gamall, kvæntur og átti einn uppkominn son. Rólyndismað- ur en allvel þekktur í samfélaginu. Kristján var barinn til dauða og fannst í tómum bragga jólin 1945. Gerandinn fannst aldrei og ástæð- an fyrir morðinu er ókunn. Göngutúr gegn timburmönnum Á öðrum degi jóla, um klukkan þrjú síðdegis, fékk Kristján sér göngutúr frá heim- ili sínu í Traðarkotssundi við Hverfisgötu. Á jóladag hafði hann verið að skemmta sér og drukkið nokk- uð en átti að mæta í jóla- boð daginn eftir. Göngutúrinn átti því að hressa hann við og vinna á timburmönnunum. Kristján sagði konu sinni, Kristínu Guðmunds- dóttur, að hann yrði kominn heim klukkan fjögur en skilaði sér hins vegar ekki þá og Kristín fór ein í boðið. Klukkan korter í fjögur kom Kristján á heimili starfsbróð- ur síns, Vilhelms Stefánssonar, í Bergstaðastrætinu en hvorki Vil- helm né kona hans voru heima. Engu að síður dvaldi Kristján þar til hálf fimm með dóttur Vilhelms sem sagði hann hafa verið drukk- inn. Kristján hafði vínflösku með- ferðis og sagði stúlkunni að hann hefði gefið amerískum hermönn- um staup. Síðast sást til Kristjáns um klukkan fimm, gangandi á Laugaveginum. Um miðnætti var ungt par á göngu á Skúlagötu. Þegar þau gengu framhjá bragga nálægt höfuðstöðvum útgerðarfélagsins Kveldúlfs sáu þau mann liggjandi í blóði sínu þar inni. Tilkynntu þau þetta strax til lögreglu. Lög- reglumenn mættu á svæðið, báru kennsl á Kristján og sáu þegar að um morð var að ræða. Líkið var rannsakað og reynt að rekja ferðir Kristjáns yfir daginn. Leitað að svörtum manni Áverkarnir á líki Kristjáns voru mjög miklir á báðum hliðum and- litsins og dánarorsökin var talin blóðmissir. Hægt var að sjá að egg- laust barefli var notað til verkn- aðarins og annað eyrað var næst- um rifnað af höfðinu. Föt Kristjáns voru skítug og sennilegt er að hann hafi verið dreginn inn í braggann. Læknir áætlaði að dánarstundin hafi verið á milli klukkan sex og sjö. Frakki hans og hattur fundust í bragganum og virtist sem svo að leitað hafi verið í frakkanum. Víðtæk leit hófst á svæðinu og lögreglan auglýsti eftir vitnum. Einn maður gaf sig fram, leigubíl- stjóri sem ekið hafði Skúlagötuna um klukkan sjö og séð mann hlaupa yfir götuna í veg fyrir bílinn. Það sem vakti athygli leigubílstjór- ans var að vegfarandinn hljóp hálf- boginn og virtist fela eitthvað sem líktist barefli. Þá hafi maðurinn verið hattlaus, sem var sjaldgæft á þessum árum, og dökkur yfirlitum. Ekki var hægt að fullyrða að um hörundsdökkan mann væri að ræða en engu að síður beindist rannsókn lögreglunnar að hörundsdökk- um mönnum. Leitað var að þeim í Reykjavík og á bandarísku herskipi við höfnina. Allir reyndust þeir hafa ábyggilega fjarvistarsönnun. Rann- sóknin fjaraði út og morðingi Krist- jáns fannst aldrei. Sögusagnir gengu manna á millum að morðinginn hefði verið svartur bandarískur her- maður og að verknaðurinn hafi ver- ið ránsmorð en Kristján hafði þó ekki mikla fjármuni á sér. Morðið á Kristjáni Guðjónssyni er eitt af örfá- um óupplýstum morðmálum í rétt- arsögu Íslands en hafa ber í huga að réttarmeinafræði og tæknikunnátta lögreglu var mjög frumstæð á þess- um tíma. n kristinn@dv.is ÓuppLýstA Morðið á öðruM degi jÓLA n eitt fárra óupplýstra morðmála á Íslandi n Kristján var barinn til bana Gamla auglýsingin Birtist í Morgunblaðinu í janúar árið 1949. Wegener reisir stöpul á Arnarneshæð 1930
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.