Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2017, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2017, Blaðsíða 12
12 Helgarblað 15. desember 2017fréttir U ng kona kom til bjargar á Austurvelli þegar piltur um tvítugt frá Albaníu var stunginn í hjartað. Konan var á ferð á Austurvelli um klukkan hálf sex aðfaranótt sunnudagsins 3. desember þegar hún kom auga á þrjá menn í jörðinni fyrir fram- an styttuna af Jóni Sigurðssyni. Í fjarlægð í fyrstu taldi hún að tveir menn væru að lúskra á einum. Hún hrópaði til þeirra og tók þá einn þremenninganna á rás með vopn- aðan mann á eftir sér. Í jörðinni lá Klevis Sula í blóði sínu. Hann var aðeins tvítugur að aldri, fæddur 31. mars árið 1997. Hann var stunginn í hjartað og lést fyrir viku síðan af sárum sínum. Maðurinn sem stakk Klevis og lagði með hnífnum til vinar hans heitir Dagur Sigurjóns- son og varð 25 ára í gær. Hann situr enn í varðhaldi. Vinur Klevis hefur verið útskrifaður af Landspítalan- um. Hann birti sorgarborða á Face- book-síðu sinni. Deilt um atburðarás Ekki kemur öllum saman um arburðarás kvöldið örlagaríka. Að- standendur Dags tjáðu sig við DV á fimmtudag. Vildu þau meina að Dagur ætti sér ekki sögu um ofbeldi. Þá sögðu þau Dag hafa orðið fyrir alvarlegri líkamsárás nokkrum vikum áður og eftir það byrjað að ganga með hníf á sér öll- um stundum. Á ættingjum Dags mátti skilja að þeir teldu að málin tengdust án þess að þeir gætu full- yrt um það. Á hinn bóginn segja aðstand- endur Klevis að hann hafi verið dásamlegur ungur maður. Hann hafi verið kærleiksríkur og vilj- að hjálpa grátandi manni. Þegar Klevis hafi síðan ætlað að bjóða Degi aðstoð sína hafi Dagur stung- ið hann í hjartað. „Hann var að reykja sígarettu fyrir utan bar og maður rétt hjá honum var grátandi. Hann bauð manninum hjálp sína en fékk í sig hníf með hvössu blaði. Svona er auðvelt að deyja í öruggasta landi í heimi!,“ sagði vinur Klevis, Andr- ea Zisaj, í pistli sem DV fjallaði um á dögunum. Samkvæmt heimildum DV átti árásin sér stað fyrir framan stytt- una af Jóni Sigurðssyni. Er ungri konu hrósað fyrir að hafa skorist í leikinn. Einn heimildarmanna DV segir: „Ef hún hefði ekki skorist í leikinn hefðu fórnarlömbin getað orðið fleiri en styggð kom á mann- inn þegar hún hrópaði.“ Ber fyrir sig sjálfsvörn Málið hefur haft mikil og djúpstæð áhrif á báðar fjölskyldurnar og sorgin er mikil. Önnur fjölskyldan sér á eftir ungum manni í gröfina. Hin horfir á brostna framtíð ungs manns sem mun líklega dvelja á bak við lás og slá næstu árin. Dagur var handtekinn á heimili ömmu sinnar og afa í Garðabæ, en þar hefur hann búið undanfarið. Samkvæmt heimildum DV var sér- sveitin einnig send á heimili föður hans. Varð heimilisfólk þar mjög óttaslegið. Aðstandendur halda því fram að þetta sé í fyrsta sinn sem Dagur hafi komist í kast við lögin en svo virðist sem hann hafi leiðst út í fíkniefnaneyslu síðustu misseri. Fram hefur komið að lög- regla gat ekki yfirheyrt hann þegar hann var handtekinn sömu nótt og árásin átti sér stað sökum þess að Dagur var undir miklum áhrif- um fíkniefna og óviðræðuhæfur. „Þetta er góður drengur. Fjöl- skyldan er í áfalli, þetta er algjör harmleikur,“ sagði aðstandandi Dagur er grunaður um að hafa stungið Klevis í hjartað n Ung kona kom til bjargar á Austurvelli n Minningarathöfn á sunnudaginn n Deilt um atburðarás Kristjón Kormákur Hjálmar Friðriksson kristjon@dv.is / hjalmar@dv.is „Þakklát íslensku þjóðinni fyrir hjálpina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.