Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2017, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2017, Blaðsíða 46
46 Helgarblað 15. desember 2017 Menning „Hugað verður að breytingum á skattlagningu á tónlist, íslenskt ritmál og fjölmiðla. Fyrsta skref verður að afnema virðisaukaskatt á bókum.“Sagði í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur sem var kynntur í lok nóvember. Ekkert bólar þó á breytingum á bókaskattinum í fyrstu fjárlögum stjórnarinnar sem kynnt voru í vikunni. N úvitund og mínímalískur lífsstíll, tengsl við náttúr- una og sjálfbært líf. Áhersla á slíkar lífsstílsbreytingar hefur á undanförnum árum orðið sífellt algengari sem viðbragð við hinum hraða og ágenga nútíma, óstöðvandi upplýsingaflæði og óslökkvandi neysluhyggju sem er að hafa ógnvænleg áhrif á lífríki jarðarinnar. Tískuhugtök 21. aldarinn- ar gætu að vissu leyti átt við 19. aldar rithöfundinn Henry Dav- id Thoreau sem byggði sér lít- inn og fábrotinn kofa við bakka Walden-vatns í Nýja-Englandi sumarið 1845 og bjó þar ein- samall í tvö ár, tvo mánuði og tvo daga. Þar strípaði hann allan óþarfa burt úr lífi sínu og velti fyrir sér eðli og tilgangi tilver- unnar, fylgdist með dýrum og náttúrufyrirbrigðum og bar þau saman við eigin stöðu og tengsl við alheiminn. Upplifanir sínar, athuganir og vangaveltur skráði hann niður og gaf út í bók sem hann nefndi eftir vatninu sem hann bjó við. Walden – eða lífið í skógin- um hefur fest í sessi sem eitt höf- uðrit bandarískra bókmennta á 19. öld og hefur haft gríðarleg áhrif á margar kynslóðir lesenda, enda hefur erindi hennar alls ekki minnkað frá því að hún kom fyrst út. Íslensk þýðing hefur nú í fyrsta skipti litið dagsins ljós á tveggja alda fæðingarafmæli höfundarins. Elísabet Gunnarsdóttir og Hild- ur Hákonardóttir standa að þýð- ingunni en báðar hafa þær verið aðdáendur höfundarins um ára- tugaskeið. Blaðamaður DV spjallaði við Hildi og Elísabetu – hvora í sínu lagi þó – og fræddist um hið ein- falda líf, Walden og hugmyndir náttúruspekingsins Thoreau. Vildi ekki beita písknum David Henry Thoreau, eins og hann var skírður, fæddist árið 1817 í smábænum Concorde í Massachusetts-ríki, sonur blý- antagerðarmanns, sá þriðji í röð fjögurra systkina. „Hann var kominn af bjargálna fólki í Concorde,“ útskýrir Elísabet. „Foreldrarnir voru ekki efnaðri en svo að elsti bróðirinn fékk ekki að fara í framhaldsskóla. Á 19. öldinni var Nýja-England hins vegar að vinna sig upp á menningarsviðinu og það var meðal annars verið að efla Harvard-skóla, en þaðan út- skrifaðist Henry. Á þessum tíma var Harvard hálfgerður embættis- mannaskóli – eins og Háskóli Ís- lands var til að byrja með. Menn sem útskrifuðust úr honum áttu því nokkuð greiða leið inn í opin- ber störf. Hann sneri hins vegar af þessari braut og gegndi aldrei neinu slíku starfi,“ segir Elísabet. Henry, eins og hann var farinn að kalla sig, starfaði um tíma sem barnaskólakennari og rak sinn eigin skóla – lenti reyndar í deilum vegna þess að hann vildi ekki beita nemendur líkamlegum refsingum eins og ætlast var til af ábyrgum kennurum. Hann kenndi og tók að sér ýmis önnur störf fyrir fjölskyldu vinar síns og lærimeistara, Ralph Waldo Emerson, fyrrum prests sem hafði skilið við kirkjuna vegna trúardeilna en vakið athygli fyr- ir hugsun sína og ritverk. Í kring- um Emerson hafði safnast nokkur hópur lista- og menntafólks sem var kallað Hugsæishyggjumenn – „Transcendentalists“. Þetta voru rómantískir hugsuðir sem lögðu áherslu á gildi einstaklingsins og getu hans til að hugsa sjálfstætt. Þeir voru sannfærðir um að guð- dóminn væri að finna í sjálfri náttúrunni, hugmyndir sem þeir fundu meðal annars í austrænni speki sem var að birtast í fyrsta skipti í enskum þýðingum um þetta leyti. „Á þessum tíma voru völd kirkj- unnar í Nýja-Englandi ennþá mjög sterk. Mikið af átökum sem eiga sér stað á þessum tíma tengjast á einhvern hátt inn í trúarbrögð- in. Þarna voru til dæmis að eiga sér átök milli trinitara [sem trúa á heilaga þrenningu] og únitara [sem trúa á einingu guðdóms- ins]. Emerson var upphaflega ún- itara-prestur en hann gekk svo langt að hann taldi sig ekki lengur geta starfað sem prestur og gekk úr kirkjunni. Þetta er svipað því sem Matthías Jochumsson lend- ir í eftir að hann kynnist únitörum í Kanada, hann virðist hafa tek- ið þær hugmyndir upp en snúið frá þeim til að fá embætti hérna heima. Thoreau var hins vegar ekki kirkjunnnar maður. Í Walden talar hann til að mynda um „bibl- íur“ og notar enska orðið „myths“ um biblíusögur. Hann setur því öll trúarbrögð undir einn hatt. Hann gerði það af stráksskap að hann mætti oft nágrönnum sínum þegar þeir voru að koma úr sunnu- Kofinn Endurgerð af húsinu sem Henry David Thoreau smíðaði og bjó í á tveggja ára tímabili. „Það eru margir sem hafa reynt að feta í fótspor Thoreau og flutt út í skóg, en sumir þeirra hafa bara orðið úti því þeir hafa ekki kunnað til verka. Walden - eða lífið í skóginum Fyrst gefin út árið 1854. Segir frá tveimur árum sem H.D. Thoreau lifði einföldu lífi í návígi við náttúruna, í kofa sem hann smíðaði sjálfur við Walden-vatn í Concorde-héraði í Massachusettsríki. Hefur verið þýdd á fjölda tungumála. Er nú komin út í fyrsta skipti í íslenskri þýðingu Elísabetar Gunnarsdóttur og Hildar Hákonardóttur, gefin út af Dimmu. Á milli kaflanna eru einnig teikningar eftir Hildi. Mínímalískur lífsstíll Walden eftir Henry David Thoreau er komin út í íslenskri þýðingu - Tímalaus gagnrýni á efnishyggju og ástaróður til náttúrunnar Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.