Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2017, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2017, Blaðsíða 47
menning 47Helgarblað 15. desember 2017 Vinsælast í bíó Helgina 8.–10. desember 1 Daddy's Home 2 2 Coco 3 Justice League 4 Wonder 5 Murder on the Orient Express 6 Thor: Ragnarok 7 I, Tonya 8 Jigsaw 9 A Bad Moms Christmas 10 Litla Vampíran - The Little Vampire Vinsælast á Spotify 14. desember 2017 1 Ungir strákar - deep mix - Floni 2 Trappa - Floni 3 Ísköld - Floni 4 Leika - Floni 5 Alltof hratt - Floni 6 Já ég veit - Birnir og Herra Hnetusmjör 7 Rockstar - Post Malone og 21 Savage 8 Ástarsaga - Floni 9 Snjókorn falla - Laddi 10 Ef ég nenni - Helgi Björnsson Metsölulisti Eymundsson Vikuna 3.–9. desember 1 Sakramentið – Ólafur Jóhann 2 Gatið - Yrsa Sigurðardóttir 3 Myrkrið veit -Arnaldur Indriðason 4 Saga Ástu - Jón Kalman Stefánsson 5 Amma best - Gunnar Helgason 6 Þitt eigið ævintýri - Ævar Þór 7 Mistur - Ragnar Jónasson 8 Fuglar - Hjörleifur H./Rán F. 9 Heima - Sólrún Diego 10 Sönglögin okkar - Ýmsir höfundar Henry David Thoreau Fæddur: 12. júlí 1817 í Concorde í Massachusetts. Foreldrar: John Thoreau blýantagerðar- maður og Cynthia Dunbar Starfaði sem barnaskólakennari, vann ýmis störf fyrir Ralph Waldo Emerson og starfaði síðar hjá fjölskyldufyrirtækinu sem framleiddi blýanta. Helstu verk: Borgaraleg óhlýðni (1849), Vika á Concord- og Merrimack ánum (1849), og Walden – eða lífið í skóginum (1854). Sakaskrá: Handtekinn og fangelsaður í eina nótt í júlí 1846 vegna vangoldins kosningaskatts – en skattinn neitaði Thoreau að greiða vegna þrælahalds sem ríkið lét viðgangast og landvinningastríð þess í Mexíkó. Látinn: 6. maí 1862 úr bronkítis, 44 ára gamall. Áhrif: Skrif hans hafa haft gríðarleg áhrif á rithöfunda, náttúruverndarsinna og mannréttindabaráttufólk á borð við Ghandi og Martin Luther King. Henry David Thoreau dagsmessu, var þá sjálfur að koma utan úr skóginum. Þetta þótti ekki par gott,“ segir Elísabet. Vegna áherslu sinnar á gildi hverrar manneskju voru Transcendentalistarnir andsnún- ir þrælahaldi á svörtu fólki sem var enn stundað í Bandaríkjun- um á þessum tíma. Thoreau tók meðal annars þátt í að hýsa og hjálpa strokuþrælum að komast yfir landamærin til Kanada. Hann neitaði einnig að borga skatt sinn til Bandaríkjastjórnar til að mót- mæla landvinningastríði og því að þrælahald skyldi látið viðgangast – en hugmyndir sínar um skyldu borgara til að óhlýðnast lögum óréttláts ríkisvalds skráði hann í ritgerðinni „Borgaraleg óhlýðni“ sem átti eftir að hafa mikil áhrif á mótmælahreyfingar 20. aldar- innar, meðal annars Mahatma Ghandi og Martin Luther King. Að lifa af ráðnum hug Þegar Thoreau var 28 ára ákvað hann að fá lánaða exi, reisa sér hús á bakka Walden-vatns, sem var á landi í eigu Emerson rétt fyrir utan Concorde, og setjast þar að. Í einni þekktustu setningu bókarinnar út- skýrir hann tilganginn: „Ég flutti út í skóg vegna þess að mig lang- aði að lifa af ráðnum hug, til að standa aðeins andspænis grund- vallarstaðreyndum lífsins og til að sjá hvort ég gæti ekki lært það sem lífið hefði að kenna mér og komast ekki að því á dauðastundinni að ég hefði aldrei lifað.“ Elísabet segir þó að eflaust hafi fleira drifið hann út í þessa til- raun „Að einhverju leyti má segja að það hafi verið efnahagslegar ástæður. Hann var vissulega ekk- ert á vonarvöl og gat vel verið heima hjá móður sinni, en að ein- hverju leyti vildi hann bara kom- ast burt og búa sjálfur. Þetta seg- ir hann þó aldrei. Fyrst og fremst held ég að hann hafi viljað reyna að lifa samkvæmt hugmyndum sínum, þær áttu ekki bara að vera í orði heldur einnig á borði. En svo vildi hann líka fá meira næði til að reyna fyrir sér af alvöru sem rithöf- undur. Ég held að þetta komi allt saman.“ Þess misskilnings hefur stund- um gætt að Thoreau hafi búið í mikilli einangrun í óbyggð- um, en það rétta er að hann bjó í göngufjarlægð frá Concorde og heimsótti bæinn nær daglega. Hildur segir þetta þó ekki draga úr gildi tilraunarinnar: „Honum hef- ur verið legið á hálsi fyrir að hafa skroppið í mat heim til mömmu sinnar. En hann var ekki í ein- hvers konar þolprófi og var ekki að reyna að sýna fram á að það væri hægt að lifa á vinnu handar sinnar, eða annað slíkt. Hann var fyrst og fremst að leita að tilgangi lífsins,“ útskýrir hún. Það gerir heldur ekki lítið úr þeim erfiðleikum sem Thoreau þurfti að takast á við. Hann hefði aldrei getað tekist á við náttúruna og komið sér vel fyrir nema af því að hann hafði reynslu úr verklegri vinnu og staðgóða þekkingu á um- hverfinu. „Skógurinn og náttúran var þessu fólki ekki eins framandi og til dæmis menntamönnum í stór- borgum nútímans,“ segir Elísabet. „Það eru margir sem hafa reynt að feta í fótspor Thoreau og flutt út í skóg, en sumir þeirra hafa bara orðið úti því þeir hafa ekki kunnað til verka. Þegar Thoreau fékk lán- aða exi og fór út í skóginn þá vissi hann hvað hann væri að gera.“ Maðurinn sem hluti náttúrunnar Einn meginþráðurinn í Walden er gagnrýni Thoreau á samfélag manna, það hugsunarleysi, hjarð- hegðun og efnishyggju sem ein- kennir líf fólks, hvernig það tel- ur sig nauðsynlega þurfa að strita dag eftir dag í andlausri vinnu og kaupa hluti sem það þarf ekki á að halda í raun og veru. Það eru þó ekki síður innblásn- ar náttúrulýsingarnar sem gera Walden að því snilldarverki sem bókin er. „Náttúrulýsingar hans eru mjög nákvæmar og – innan gæsalappa – vísindalegar,“ seg- ir Elísabet, en Thoreau var sjálf- menntaður í náttúrufræðinni. „Að öðrum þræði eru þetta mjög mystískar lýsingar, eiginlega trúar- legar. Hann lýsir því þegar hann situr í dyragættinni um morgun og svo líður bara dagurinn – það er einhver hugleiðsla eða trans sem hann lýsir þarna og lýsir mun oft- ar í dagbókum sínum.“ Víða á Vest- urlöndum var náttúran að öðl- ast slíkan sess, en Elísabet bendir á að Jónas Hallgrímsson, sem var fæddur tíu árum á undan Thor- eau, hafi einmitt verið menntaður náttúrufræðingur og á vissan hátt séð guðdóminn í náttúrunni. Náttúrusýn Thoreau var að ein- hverju leyti í andstöðu við hina hefðbundnu vestrænu, kristnu hugmynd að manneskjan væri ólík og æðri umhverfi sínu, kór- óna sköpunarverksins sem er að- skilin náttúrunni og getur svo not- fært sér hana að vild. Thoreau sér hliðstæður í náttúrufyrirbærum og eigin sálarlífi – manneskjan er hluti af náttúrunni, og hin æðri lög sem búa í náttúrunni búa einnig innra með okkur sjálfum. „Henry skrifar aldrei það sem við myndum kalla heimspeki- legan texta þar sem hann setur út kenningar sínar um náttúruna, en það sem hefur haft áhrif á eftir- menn hans, komandi kynslóðir og kannski sérstaklega í dag, er þessi áhersla á að maðurinn sé hluti náttúrunnar og hann skilji sjálf- an sig betur ef hann skynji þetta. Þetta hefur til dæmis haft áhrif á nútímanáttúruverndarsinna frá því upp úr miðri síðustu öld, með Rachel Carson sem skrifaði Raddir vorsins þagna og þeim sem á eftir henni komu.“ Gagnrýninn á tæknina Í bókinni horfir Thoreau til frum- byggja Ameríku og dáist að þeim sem lifa í tengslum í við náttúr- una, án þess þó að snúast gegn siðmenningunni: „Hann byggði sér þennan primitíva kofa úti í skógi en var alltaf með Hómer á náttborðinu, og las hann á grísku,“ segir Elísabet. Hann fjallar einnig um og gagn- rýnir tækninýjungar sem voru farnar að hafa áhrif á líf og tilveru íbúa í Concorde á þeim tíma sem bókin er skrifuð – lestin og ritsím- inn. Umkvartanir hans gætu að vissu leyti hljómað eins og hjákát- leg íhaldssemi og tæknihræðsla, en hann virðist fyrst og fremst van- trúaður á þá hugmynd að tækn- in sé óhjákvæmilega gagnleg – kannski þurfi maðurinn fyrst að átta sig á því hvað hann þarf sjálf- ur í raun og veru áður en hann get- ur skilið hvort tæknin sé gagnleg. „Okkur liggur mikið á að koma upp ritsíma frá Maine til Texas, en verið gæti að Maine og Texas hefðu ekkert mikilvægt að segja hvort öðru,“ veltir hann fyrir sér. „Ef þú tækir út orðin lest og sími og settir inn tölva og snjall- sími þá væri þetta óskaplega líkt mörgu því sem er skrifað nútil- dags, allt þetta tal um að fólk líti ekki upp úr símanum, gangi fyrir bíla af því að það er í símanum og svo framvegis, þetta yfirflæðandi upplýsingaflóð og hvernig við lát- um þessa tækni stjórna lífi okkur. Mér finnst hann vera að tala um akkúrat þetta sama. Ég held að það sé einmitt út af svona hliðstæðum sem hann er svona áhrifamikill nú til dags,“ segir Elísabet. Næstum sundurorða vegna stiklarans Walden skiptist upp í 18 kafla og fylgja þeir eftir árstíðunum fjór- um – árunum tveimur er þannig þjappað í eitt. Bókin er fallega skrifuð en getur verið nokkuð erf- ið aflestrar, setningar Thoreau eru oft langar, háfleygar og uppfull- ar af vísunum auk þess sem nöfn hinna amerísku dýra og planta eru íslenskum lesenda oft ókunn. Hildur segir að þótt þýðingin hafi verið mörg ár í vinnslu hafi það ekki verið sérstaklega flókið eða erfitt að skilja textann. Hún segist sjálf hafa verið eins og snjó- plógur framan á lest í þýðingar- starfinu. „Ég göslaðist áfram og frumþýddi, lét Elísabetu svo fá einn og einn kafla, og hún fór yfir og snurfusaði, fann réttu orðin og vísanir. Hún var mjög trú text- anum, án hennar hefði ég örugg- lega bara bullað eitthvað. Hún lagði líka mikla áherslu á að við fyndum rétt dýra- og plöntunöfn á íslensku – þau voru til þó að fæst þessara dýra séu til á Íslandi. Þetta gæðir bókina vissri fegurð, held ég. Það var aðeins einu sinni sem að það lá við að okkur yrði sundurorða, það var út af „stiklar- anum“ – það er fluga sem gengur á vatni. Ég hafði heyrt þetta orð fyr- ir mörgum árum en hún vildi setja eitthvað annað nafn á þessa flugu – þá sló ég í borðið.“ Walden er að vissu leyti óvenjuleg bók, persónuleg frá- sögn sem er stundum heim- spekileg og stundum náttúruvís- indaleg, æviminning og ljóðræn sjálfshjálparbók. „Thoreau dreymdi um að verða ljóðskáld, og reyndi að yrkja, en hafði greinilega ekki þær tilteknu gáfur sem þarf til að verða stórt ljóðskáld. Ég held hins vegar að hann hafi fæðst með ákveðna næmni til að heyra og skynja nátt- úruna – gáfur hans voru sérstakar. Hann þurfti að koma þessari kennd í prósaljóð um náttúruna,“ segir Hildur. „Hann reynir ekki að skálda þennan prósatexta sinn, en hann reynir að draga ályktanir sem eru hálf-heimspekilegar og hálf-kími- legar. Gallinn á honum er náttúr- lega sá að hann er svolítill hroka- gikkur og er stundum að hæðast að öðru fólki. Ég get jafnvel orðið svolítið reið út í hann – hann er ekkert mjög kurteis. Þetta eru stundum svolitlir sleggjudómar, en hann afsakar sig samt í byrj- un bókarinnar, segir, svona er ég bara. Hann tekur sér þetta frelsi að gera vitleysur.“ n „Ég held hins vegar að hann hafi fæðst með ákveðna næmni til að heyra og skynja nátt- úruna. Gáfur hans voru sérstakar. Þýðendurnir Elísabet Gunnarsdóttir og Hildur Hákonardóttir eru báðar gamlir aðdáendur H.D. Thoreau og nú hafa þær íslenskað stórvirki hans, Walden.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.