Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2017, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2017, Blaðsíða 20
20 Helgarblað 15. desember 2017fréttir A ð setja veikan einstakling í ónýtt hús er sama og leggja á hann dauðadóm. Fíkni- sjúkdómur er sjúkdómur,“ segir Vala Sólrún. Faðir Völu býr í hrörlegu og niðurníddu húsnæði á vegum Reykjavíkurborgar. Vala hefur beðið velferðarsvið um að skoða hvort húsið hafi átt einhvern þátt í því að heilsu hans hafi hrak- að verulega síðustu mánuði. Vala fékk engin viðbrögð þrátt fyrir að ítreka erindi sitt. Hún tók málin í eigin hendur og fékk Heilbrigð- iseftirlit Reykjavíkur til að skoða húsið. Húsið var metið óíbúðar- hæft og heilsuspillandi. Fað- ir hennar dvelur þó enn í húsinu. Velferðarsvið hefur ekki gripið til aðgerða. „Mér finnst velferðarsvið ekki vinna vinnuna sína. Fólkið þar er löngu búið að gefast upp á hon- um, það er ljóst. Þetta er dauð- ans alvara, við erum að tala um mannslíf. Við erum að tala um pabba minn.“ DV fjallaði um málið fyrst í október DV fjallaði um Völu og föður hennar, 68 ára, í október síðast- liðnum. „Heilsu hans hefur hrak- að verulega eftir að hann flutti [í húsið sem honum var úthlutað af velferðarsviði]. Þar að auki getur hann ekki búið einn, er of veikur til að reka heimili og sjá um sig,“ sagði Vala við DV. DV fór með Völu að skoða hús- ið, sem var byggt 1884, en þá var faðir hennar á Landspítalan- um. Eins og má sjá á meðfylgj- andi myndum sem voru teknar í október þá er húsið óíbúðarhæft. Tók málin í eigin hendur Vala hafði ítrekað samband við velferðarsvið og benti á að nauðsynlega þyrfti að kanna ástand hússins. Eftir að hafa kom- ið að lokuðum dyrum í hvert skipti ákvað hún að taka málin í eigin hendur. Vala hafði sjálf samband við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur sem skoðaði húsið í nóvember. „Ástæðan fyrir því að ég lét skoða húsið var sú að pabbi hafði talað um hvað heilsu hans hefði hrakað verulega síðan hann flutti þar inn. Honum var farið að líða verr í lungunum og byrjaður að hósta upp blóði. Pabbi hrundi einnig niður tröppurnar og braut einn af efstu hryggjarliðunum.“ Samkvæmt Völu hafði faðir hennar ítrekað lagt inn kvartan- ir varðandi húsið til velferðarsviðs síðasta sumar. Hún segir að vel- ferðarsvið hafi ekki brugðist við kvörtunum hans. „Pabbi leitaði að eigin frum- kvæði til heilbrigðiseftirlitsins og fékk mat þeirra á húsinu. Þá komst heilbrigðiseftirlit að því að mik- ið væri að húsinu og það þyrfti að gera mjög mikið við það svo það yrði íbúðarhæft. Velferðarsvið fékk að vita af því en ekkert var gert. Ég hafði samband við velferðarsvið og bað um að húsið yrði skoðað. Mér var tjáð að ekkert yrði gert fyrr en „það væri búið að ákveða hvernig nýta ætti húsið í framhaldinu“. Ég var reið. Þvílíkt ábyrgðarleysi.“ Óíbúðarhæft og heilsuspillandi Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur skoðaði húsið þann 22. nóvember síðastliðinn. Heilbrigðiseftirlitið mat húsnæðið óíbúðarhæft og heilsuspillandi. Vala hafði sam- band við velferðarsvið og tilkynnti þeim niðurstöðu heilbrigðis- eftirlits. „Ég hringdi og lét vita af niður- stöðu mats heilbrigðiseftirlits. Ég fann að viðmælanda mínum var brugðið. En sá hinn sami óskaði eftir að fá skýrsluna senda. Engin samskipti hafa verið á milli mín og velferðarsviðs síðan þá. Fyrir utan eitt símtal þar sem ég grét í símann og sagðist buguð af baráttunni. Ég bað um að pabba yrði hjálpað. Tveimur vikum síðar hefur ekk- ert verið gert. Pabbi hefur í engin önnur hús að venda. Hann neyðist því til að leita skjóls í þessu húsi, kannski skömminni skárra en að vera úti í þessum kulda.“ Vala segir að undanfarna daga hafi faðir hennar leitað til vel- ferðarsviðs og óskað eftir herbergi, eða í raun hverju sem er, til leigu. „Hann er ekki með neinar kröf- ur aðrar en þær að þurfa ekki að dvelja í sama húsi og hann er í nú. Pabbi fær alltaf sömu svör um að ekkert sé í boði og að engar „Að vera skrifstofu- blók gerir það ef- laust auðvelt að setja erfiðustu málin neðst í bunkann.“ Salernisaðstaða Gat er á gólfi í dyra- gætt inni á salerni. Of veikur til að sjá um sig sjálfur „Pabbi var settur í ónýtt heilsuspillandi hús því hann var fyrir þeim og til leiðinda í gistiskýlinu.“ Harður heimur Vala var úrræðalaus og örvæntingarfull þegar faðir hennar kláraði meðferð á Vogi. Vala Sólrún Vill berjast fyrir réttindum föður síns og fólks í svipaðri stöðu. Brattur stigi Faðir Völu braut efsta hryggjarlið þegar hann hrundi niður stigann. Svefnherbergi Vala segir engar hugmyndir koma frá vel- ferðarsviði að úrræðum fyrir föður sinn. Eldhús „Ástand hússins er þannig að erfitt er að þrífa það og jafnvel ómögulegt sums staðar,“ segir í skýrslu heilbrigðiseftirlits. Guðrún Ósk Guðjónsdóttir gudrunosk@dv.is „Fólk er löngu búið að gefast upp á pabba. „Hreinlega eins og tilraun til manndráps“ n Faðir Völu býr í heilsuspillandi húsi á vegum velferðarsviðs n Vill snúa lífi sínu við en kemur að lokuðum dyrum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.