Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2017, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2017, Blaðsíða 10
10 Helgarblað 15. desember 2017fréttir B irgir Þórarinsson er ekki landsþekktur maður, að minnsta kosti ekki ennþá. Birgir er oddviti Miðflokks- ins í Suðurkjördæmi og var kjör- inn á þing í haust. Miðflokkurinn er enn að stórum hluta óskrifað blað í íslenskum stjórnmálum, flokk- urinn var stofnaður af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni nokkrum vikum fyrir kosningar eftir að Sig- mundur yfirgaf Framsóknarflokk- inn. Flokkurinn gaf sig út fyrir að vera eins konar framhald af Fram- sóknarflokknum þegar hann var undir stjórn Sigmundar á árunum 2009 til 2016. Birgir var úti í kirkju sem hann er að byggja í túninu heima af Minna-Knarraðarnesi á Vatnsleysuströnd þegar blaða- mann DV bar að garði. Kirkjan er gamaldags sveitakirkja í íslensk- um 19.aldar stíl og virðist vera full- kláruð að utan en innandyra sést að það á mikið eftir að gera. „Ég stefni á að vígja hana sumarið 2019. Það á margt eftir að gera, ég á eftir að klára loftið, þar ætla ég að koma fyrir skrifborði til að skrifa þing- ræður,“ segir Birgir stoltur. „Það var aldrei kirkja hérna, það má segja að ég sé að þessu í stað þess að gera upp fornbíl. Þetta sameinar líka tvö áhugamál hjá mér, guðfræðina og arkitektúr í gamla stílnum.“ Sigmundur Davíð er enginn einræðisherra Birgi er margt til lista lagt, hann er guðfræðingur, sérfræðingur í al- þjóðasamskiptum og hefur síð- ustu ár unnið að því að stækka hús fjölskyldunnar við sjávarsíðuna. Hvernig kom það til að þú tókst sæti á lista Miðflokksins? „Ég þekki Sigmund síðan hann tók við Framsóknarflokknum og við urðum góðir vinir, hann tók til dæmis fyrstu skóflustunguna að kirkjunni þegar hann var forsætis- ráðherra. Við ferðuðumst saman norður í aðdraganda kosninganna og ég skynjaði það að margir vildu losna við hann úr flokknum. Þegar Sigmundur fékk mótframboð í oddvitasætið í haust þá vissi ég að hann ætti ekki lengur samleið með þessu fólki og ég hvatti hann til að hætta í flokknum,“ segir Birgir. Það kom því ekki á óvart að Sigmund- ur tæki skrefið og stofnaði nýjan flokk. „Ég treysti Sigmundi Davíð, ég veit að hann er að berjast fyrir hag landsmanna.“ Er Miðflokkurinn aðeins flokk- ur Sigmundar Davíðs? „Nei, alls ekki, ég finn það á þingflokksfundum okkar. Hann situr oft bara og hlustar á okkur hin. Hann er alls enginn einræðis- herra, hann vill hjálpa og hef- ur hjálpað okkur sem erum ný á þingi að læra hvernig þetta virkar. Sama með Gunnar Braga og Þor- stein, sem hafa setið á þingi áður, þeir eru bara hluti af hópnum.“ Vekja ótta hjá gömlu valdaflokkunum Birgir lítur inn um rúðuna á kirkjunni, gluggalistinn er vel skreyttur með krossi efst fyrir miðju, það eina sem bendir til nútímans er ný galvanhúðuð skrúfa sem heldur glugganum saman. „Ég hef fengið góð ráð frá Ár- bæjarsafni um hvernig þetta á að líta út,“ segir Birgir. Aðspurður hvort Miðflokksmenn verða harð- ir í horn að taka í stjórnarandstöðu segir Birgir að málefnin verði í for- gangi. „Við erum skynsemisflokk- ur og ætlum alls ekki að standa í vegi fyrir góðum hugmyndum. En ákveðin að sama skapi. Sigmundur er þekktur fyrir að vera mjög harð- ur í stjórnarandstöðu og ég er sann- færður um að hann verði það núna. Þessi ríkisstjórn er tilraun og ann- aðhvort tekst hún eða mistekst. Fólk bindur miklar vonir við Katrínu og hún hefur staðið sig vel í þessum stjórnarmyndunarviðræðum, en hún er þarna með meðreiðarsveina af gamla skólanum sem vilja vera í hennar sæti. Þetta verður áhuga- vert,“ segir Birgir og glottir. Það var aldrei leitað til ykk- ar í stjórnarmyndunarviðræðun- um, hvernig mun ykkur takast að starfa með hinum stjórnarand- stöðuflokkunum? „Við slógum Íslandsmet sem nýr flokkur, við teljum okkur vera sigurvegara kosninganna. En það er greinilegt að það eru einhverj- ir hræddir við okkur, sérstaklega gömlu valdaflokkarnir, Sjálfstæð- isflokkur og Framsóknarflokkur. Það eru margir ekki sáttir við okk- ar stefnu, að stokka upp í fjármála- kerfinu, það eru öfl í þessu samfé- lagi sem vilja koma í veg fyrir það. Þetta spilar allt inn í og þess vegna var okkur markvisst haldið fyr- ir utan. Við erum ekkert sár, það er hollt fyrir nýjan flokk að vera í stjórnarandstöðu og byggja sig upp.“ Varðandi hina stjórnarand- stöðuflokkana segir Birgir það já- kvætt að ríkisstjórn fái aðhald úr mörgum áttum. „Við höfum átt í ágætis samræðum fram til þessa, en við höfum ekki ákveðið hvort við myndum eina heild.“ Dreymdi fylgi Miðflokksins Bak við kirkjuna er fornt leiði. „Það er talað um þetta leiði í ævisögu Benjamíns H.J. Eiríkssonar, leiðið var gamalt þegar hann var í sveit hér 1906. Það er einnig á dagskrá að hlaða hringlaga grjótvegg utan um kirkjuna, ég hef fengið smá ráðgjöf frá Minjastofnun um það.“ Þú nefndir það við mig að þú værir berdreyminn. „Já, frá því ég var unglingur hefur mig dreymt drauma sem hafa ræst. Ég fór hins vegar ekki að veita þessu nógu mikla athygli fyrr en á síðari árum þegar ég fór að læra að ráða í draumana. Ég missti mág minn úr krabbameini fyrir rúmu ári síðan, aðeins 51 árs að aldri. Fljótlega eftir að hann greindist deymdi mig að hann myndi tapa þessari baráttu. Það var erfitt því ég bjó þá erlendis og hefði viljað styðja meira við bakið á honum.“ Dreymir þig pólitíkina? „Já, mig dreymdi að Sigmundur Davíð myndi lenda í hremmingum og segja af sér sem forsætisráðherra. Í vor dreymdi mig síðan að hann ætti eftir að komast aftur til áhrifa í stjórnmálum. Mig hefur einnig dreymt fleiri en ein kosningaúrslit. Þannig dreymdi mig að Miðflokkurinn fengi 11 prósent atkvæða, hann fékk 10,8 prósent. Sá draumur var á þá leið að ég var staddur í lyftu sem fór hratt upp og staðnæmdist á 11. hæð. Ég vissi um leið og ég vaknaði að þetta yrði fylgi Miðflokksins. Það sem er þó mikilvægast er að kunna að fara með þessa náðargjöf sem draumar geta verið.“ n Ákvörðun Donald Trump setur friðarferlið í uppnám Birgir starfaði í Mið-Austurlöndum fyrir Sameinuðu þjóðirnar og bjó hann með fjölskyldunni í Austur-Jerúsalem. Hann starfaði hjá UNRWA sem rekur heilsugæslu, menntakerfi og félagslegt kerfi fyrir 5 milljónir palestínskra flóttamanna. Birgir segir dapurlegt að fylgjast með nýjustu fréttum frá þessu svæði. „Ákvörðun Donalds Trump að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels setur allt friðarferlið í uppnám. Fólk á þessum slóðum hefur þurft að þjást nóg fyrir misvitrar ákvarðanir pólitík- usa, bæði ísraelskra, palestínskra og erlendra þjóðarleiðtoga. Ég ræddi oft við unga Palestínumenn um hvað væri þeim mik- ilvægast í lífinu almennt. Þeir vilja búa við öryggi, hafa vinnu, eiga sitt eigið heimili og hafa ferðafrelsi, rétt eins og ungt fólk í Ísrael og um heim allan. Þetta á að vera útgangspunkturinn í friðarviðræðunum; öryggi fyrir Ísraelsmenn og Palestínumenn, jafnrétti og atvinna fyrir alla, líf án múra og aðskilnaðar.“ Ferillinn byrjaði með ferðalagi með Guðna „Ferill minn í stjórnmálum byrjaði með ferðalagi með Guðna Ágústssyni um Suðurkjördæmi fyrir kosningarnar 2003. Guðni hefur einstaka hæfileika við að ná tengslum við fólk. Ég man þegar við fórum að Núpsstöðum í Skaftár- hreppi, þar bjuggu tveir bræður á tíræðisaldri, þeir Eyjólfur og Filippus. Guðni sagði mér að spyrja þá að ein- hverju gáfulegu. Ég tók þessi orð Guðna mjög alvarlega og um leið og ég var búinn að heilsa þeim bræðrum spurði ég Filippus: „… og hvað eruð þið bræðurnir svo með margar skepnur?“ Hann svaraði um hæl: „Skepnur, væni minn? Þær eru nú bara tvær… ég og Eyjólfur.“ Ég sagði ekki meira á þeim bænum.“ Segist berdreyminn og reisir sína eigin kirkju Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, segir að Sigmundur Davíð sé enginn einræðisherra Ari Brynjólfsson ari@pressan.is „Fljótlega eftir að hann greindist deymdi mig að hann myndi tapa þessari baráttu. Birgir Þórarinsson Birgir er guðfræðingur með mikinn áhuga á þjóð- legum arkitektúr. MynD Ari Kirkja í hlaðinu á Vatnsleysuströnd Kirkjan er smækkuð eftirmynd Búðakirkju á Snæfellsnesi. Birgir segir að nokkrar fyrirspurnir hafi borist hvort kirkjan sé laus til giftinga. MynD Ari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.