Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2017, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2017, Blaðsíða 7
Helgarblað 15. desember 2017 fréttir 7 Við reynum að gera það besta úr því sem við höfum þó svo að við séum kannski ekki endilega að geta haft það sem við viljum í jólamat. Ég hef heldur ekki get- að keypt rakettur í mörg ár. Son- ur minn fékk jólasveinasúkkulaði í skóinn um daginn á meðan strák- ur í bekknum hans fékk miklu stærri gjöf. Ég sagði við hann að jólasveinninn væri að gera sitt besta og að kannski myndi hann fá eitthvað stærra í skóinn seinna, til dæmis ef hann myndi sýna jóla- sveininum hvað hann er duglegur að læra.“ Halldóra kveðst ekki þekkja það að slaka á og njóta aðventunnar. „Ég skrifaði á Facebook og sagði að við vildum sjálf ekki þiggja neinar jólagjafir. Það eru tveir sem ætla að gefa okkur líka fyrir utan börnin þannig að ég þarf að leggja ennþá harðar að mér til að skrapa saman pening. Ég hef ekki keypt mér ný föt í mörg ár, ég er ennþá að ganga í sömu fötunum og ég gekk í þegar ég var 17 ára. Ég er 32 ára gömul í dag. Ég er búin að vera kvefuð í heilt ár og með stöðuga bakverki en hef ekki efni á að fara til læknis.“ „Áður en mamma dó þá sagði hún alltaf við mig að ég ætti ekki að breyta mér fyrir einn eða neinn. Ég hef heldur ekki gert það, held- ur alltaf haldið áfram að hugsa um alla aðra en mig,“ segir Halldóra jafnframt, en á dögunum kom hún meðal annars á laggirnar Face- book-síðu sem ber heitið Hjálp- um heimilislausum. „Þó að ég geti ekki haldið upp á jólin þá þýð- ir það ekki að ég vilji ekki að aðr- ir geri það.“ Halldóra verður klökk í enda samtalsins og brestur í grát. „Ég er bara algjörlega búin á því. Virki- lega. Ég hef nokkrum sinnum reynt að fyrirfara mér af því að ég get ekki lifað við þessar aðstæður. Ég veit alveg hvernig jólin eru hjá hinum, með heimagerðum pipar- kökum og alls kyns skrauti. Ég vildi óska þess að ég gæti haldið svona jól fyrir börnin mín. En ég get ekki einu sinni keypt í matinn.“ Erfitt að kyngja stoltinu „Ég er búin að sækja um aðstoð alls staðar. Það er alveg ótrúlega erfitt að stíga þetta skref og biðja um hjálpina. Í gær fór ég ásamt mömmu minni að sækja um hjálp fyrir hana í Smárakirkju. Á með- an við stóðum þarna í biðröðinni þá fannst mér allir vera að horfa á okkur.“ Anna er einstæð fimm barna móðir sem búsett er á landsbyggð- inni. Fleiri en eitt af börnunum glíma við raskanir á borð við of- virkni, athyglisbrest og mótþróa- þrjóskuröskun sem kallar á aukin útgjöld. Hún er óvinnufær vegna liðavefjagigtar auk þess sem hún glímir við afleiðingar slyss sem hún lenti í fyrir nokkrum árum. Að viðbættum barnabótum, með- lagi og öðru hefur hún rúmlega 220 þúsund krónur til ráðstöfun- ar á mánuði. Eftir reikninga og nauðsynlegustu útgjöld á hún rúmlega 40 þúsund til að lifa af mánuðinn. Eins og stendur á hún rúm- lega 15 þúsund krónur til að lifa af út desember. Ofan á erfiðleik- ana varð Anna fyrir því áfalli á dögunum að missa föður sinn. Þar sem faðir hennar var í Svíþjóð þá sér fjölskyldan fram á að þurfa að flytja hann heim svo að útför hans geti farið fram. Kostnaðurinn við flutninginn hleypur á rúmlega hálfri milljón og setur það því stórt skarð í reikninginn. Lokað var fyrir umsóknir hjá Fjölskylduhjálp og mæðrastyrks- nefnd í byrjun mánaðarins. Anna vekur athygli á að einstaklingar sem búsettir eru á landsbyggðinni hafa ekki sama aðgang að aðstoð hjálparstofnana fyrir jólin og þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu. Í fyrra fékk hún úthlutun frá sjóði í heimabæ sínum, inneignarkort í matvöruverslun upp á 25 þús- und krónur, en sú upphæð dugar skammt með stóran barnahóp. Þegar blaðamaður ræddi við Önnu var hún stödd í Reykjavík til að fylgja einu af börnunum til læknis og ætlaði að nota tækifærið og sækja um aðstoð í leiðinni. „Ég talaði við Hjálparstofn- un kirkjunnar í morgun og fékk þá þau svör að þar sem ég byggi á landsbyggðinni þá þyrfti ég að koma aftur til þeirra og sækja 20. desember. Ég má ekki senda neinn fyrir mig heldur verð ég að koma sjálf. Fólk sem býr úti á landi og þarf aðstoð á ekki peninga til að koma suður fjórum dögum fyrir jól. Ég hef einfaldlega ekki efni á því að koma suður aftur.“ Hún kveðst helst binda vonir við að fá hjálp frá einstaklingum í gegnum viðeigandi hjálparsíður á Facebook. Hún er til að mynda á biðlista hjá Áslaugu Guðnýju Jónsdóttur sem heldur úti Face- book-síðunni Matarhjálp Neyðar- kall Jólaaðstoð. „Síðustu jólin hefur þetta geng- ið hræðilega en oft hefur þetta reddast einhvern veginn. Í fyrra vorum við til dæmis með læri á gamlárskvöld af því að bóndi sem býr nálægt okkur kom og gaf okk- ur það. Það var líka Facebook-síð- unni Jólakraftaverk að þakka að ég gat gefið börnunum mínum Le- gójóladagatal. En þau þekkja það til dæmis ekki að fara og sprengja rakettur. Þetta er bara það sem þau hafa og þau eru þakklát fyrir allt sem þau fá en auðvitað spyrja þau af hverju þessi og þessi eigi þenn- an bíl og þennan leik en ekki þau. Um daginn þurfti ég að neita þeim um bíl í Hagkaup sem kostaði 600 krónur. Dóttir mín var til dæmis að æfa fimleika og var lögð í grimmi- legt einelti af því að hún var ekki í sömu fötum og hinir. Hún var ekki í Adidas-skóm og hún var ekki í 66 gráður norður-úlpu heldur úlpu sem við fengum gefins á Face- book.“ Grét af gleði „Það er afskaplega niðrandi að þurfa að reiða sig á náðir annarra til að geta veitt börnunum sínum það sem þau eiga skilið. Að þurfa að biðja fólk að redda sér brauði og osti svo maður geti gefið börn- unum sínum nesti í skólann. En maður verður bara að sætta sig við það og kyngja stoltinu. Ég er alveg til í að gera lítið úr mér fyrir börnin mín, ég er til í að gera það sem þarf svo þau geti upplifað góð jól. Þetta er þeirra hátíð.“ Kristín Hall er öryrki vegna MS- sjúkdóms og flogaveiki og býr í leiguíbúð á höfuðborgarsvæðinu ásamt þremur börnum á aldrin- um tveggja til þrettán ára. Sök- um sjúkdómsins á hún oft erfitt með að sinna yngstu dóttur sinni sem einnig hefur glímt við mikil veikindi. Fjölskylda hennar er bú- sett erlendis og getur Kristín því takmarkað leitað til hennar eftir hjálp. Barnsfaðir Kristínar hefur að hennar sögn reynst henni afskap- lega vel en hefur sjálfur þurft að taka á sig vinnu og tekjuskerðingu til að geta verið til staðar fyrir hana og börnin. Fjölskyldan flutti heim í vor eftir nokkurra mánaða bú- setu í Þýskalandi og hefur undan- farna mánuði barist í bökkum við að koma upp nýju heimili. „Ég þyki hins vegar of tekjuhá sem öryrki þannig að ég fæ ekki styrki eða aðstoð en samt fæ ég ekki vilyrði í banka. Ég ætlaði að sækja um styrk hjá Fjölskylduhjálp núna í desember en fór í MS-kast og eyddi degi í rannsóknum og á meðan rann umsóknarfresturinn út.“ Kristín hefur því einkum reitt sig á aðstoð einstaklinga í gegnum „Þetta er bara það sem þau hafa og þau eru þakklát fyrir allt sem þau fá en auðvitað spyrja þau af hverju þessi og þessi eigi þennan bíl og þennan leik en ekki þau. Sigrún Dóra Jónsdóttir Sigrún Dóra segir að tölurnar sem Fjölskylduhjálp gefur út sýni bara lít- inn hluta þeirra sem eru í sárri neyð. „Það eru miklu fleiri heimili sem eru að ströggla.“ MynD ÞorMar ViGnir Kristín Hall Kristín hefur reitt sig á aðstoð einstaklinga í gegnum hjálparsíður á Facebook og hefur til að mynda þannig náð að halda afmæli fyrir börnin sín. „Án þeirra væri þetta ekki hægt.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.