Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2017, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2017, Blaðsíða 34
34 fólk - viðtal Helgarblað 15. desember 2017 leigja húsnæði. Öðruvísi fái það ekki þak yfir höfuðið. Á fundum með Sigmundi Vilhjálmur fylgist vel með stjórn- málum. Blaðamaður bendir á að verkalýðsforinginn hafi að hans mati verið hliðhollur Framsóknar- flokknum í skrifum sínum. Það ætti ekki að koma á óvart þar sem Sigmundur Davíð Gunnlaugs- son, fyrrverandi formaður Fram- sóknarflokksins, talaði um í sinni stjórnartíð að hann vildi afnema verðtrygginguna. Fyrir kosningar í haust mátti svo ráða af ýmsu sem Vilhjálmur lét frá sér á samskipta- miðlum að hann fylgdi nú Mið- flokknum að málum. Það liggur því beinast við að spyrja hvar Vil- hjálmur standi í pólitík. „Forystumenn í verkalýðsfélög- um eiga ekki að vera merktir ein- um ákveðnum stjórnmálaflokki. Hins vegar eiga þeir að styðja öll góð málefni, óháð flokkum. Það er rétt sem þú segir að árið 2013 ger- ist það að einn stjórnmálaflokkur lofar því sem ég hafði barist fyrir frá árinu 2009, sem var að leiðrétta forsendubrest heimilanna, taka á kröfuhöfum og afnema verð- tryggingu. Ég er ekki í vafa um það að Framsóknarflokkurinn vann þennan svakalega sigur árið 2013 vegna þessara kosningaloforða.“ Vilhjálmur vill meina að Fram- sóknarflokkurinn hafi staðið við tvö af þessum loforðum. Sig- mundur Davíð hafði haldið fram að hægt væri að ná 300 milljörðum af kröfuhöfum. Segir Vilhjálmur að Sigmundur hafi gert gott betur og náð 500 til 600 milljörðum. Þá hafi tekist að leiðrétta forsendu- brest heimilanna. Á árinu 2013 var Vilhjálmur í miklum samskiptum við Sigmund Davíð og hélt 16 fyr- irlestra á fundum flokksins. „Það var eitt mál sem menn komu ekki í gegn og það var að leiðrétta verðtryggingu. Ég var skipaður í hóp af Sigmundi Davíð. Ég fékk skipunarbréf frá honum og í því stóð stutt og laggott að verk- efni hópsins væri að afnema verð- tryggingu og koma með tímasetta áætlun. Á öðrum fundi fann ég að enginn vilji var til að fara í þessa vegferð.“ Sjálfstæðismenn stóðu í veg- inum, grimmir fyrir járnum. Þeir ætluðu aldrei, að mati Vilhjálms, að afnema verðtrygginguna. „Það þarf ekki nema skoða ræður þeirra þingmanna sem þar voru. Það var aldrei neinn vilji til að ráðast í þetta verkefni.“ Tilkynnti Sigmundi að hann væri hættur Það er ljóst á tóni Vilhjálms að þarna hafi átt sér stað tími von- brigða. Hann átti marga fundi með Sigmundi Davíð á þessum tíma í stjórnarráðinu. „Á einum fundinum sagði ég að ég væri hættur. Ég sagði við Sig- mund: „Ég tek ekki þátt í þessu vegna þess að mitt skipunarbréf er alveg skýrt. Ég á að koma með tillögur hvernig við afnemum þessa verðtryggingu. Það var það sem þú fólst mér.“ Hann tók und- ir með mér en lagði hart að mér að fara ekki úr nefndinni og ég myndi frekar skila séráliti sem að hann lofaði mér að hann myndi reyna að berjast fyrir. Það var síðan niðurstaðan og ég var síðan einn á móti öllum hinum í sérfræðinga- hópnum og skilaði séráliti sem byggðist á því sem stóð í skipunar- bréfinu. En eins og allir vita þurfti Sigmundur síðan að stíga til hlið- ar sem forsætisráðherra og þá var ljóst að verðtryggingarmálið var því miður endanlega dautt. Það fór gríðarlegur tími og orka í þessa baráttu og vonbrigðin voru gríðar- leg. Þetta eru ein af þessum stóru vonbrigðum en samstarfið við Sig- mund Davíð var mjög gott í þessu máli.“ Fyrir kosningarnar í haust var á ný rætt um að afnema verð- tryggingu og taka húsnæðislið út. Segir Vilhjálmur að stjórnmála- menn í ákveðnum flokkum hefðu lofað því skýrt og greinilega. „Ég er búinn að minna fram- sóknarmenn á þetta eftir kosn- ingar. Ég er ekki í vafa um að það þurfi kjark og þor til að standa uppi í hárinu á fjármálaelítunni og setja hnefann niður.“ Hefur þú trú á að ný ríkisstjórn muni afnema verðtrygginguna eða standi við loforðin að einhverju leyti? „Á meðan sjálfstæðismenn fara með fjármálaráðuneytið þar sem þessir hlutir gerast hef ég litla trú á því. Þess vegna er ég hissa á fram- sóknarmönnum að hafa gefið eft- ir fjármálaráðuneytið sem hefur með þennan málaflokk að gera. Ég ætla ekki að útiloka það fyrir- fram að Bjarni muni ekki fara eft- ir stjórnarsáttmálanum en ég ótt- ast svik. Það segir sig sjálft að þeir sem eiga gríðarlega fjármuni og eru innviklaðir inn í fjármálakerf- ið eins og viðskiptaráðherra, eru líklegri til að berjast á móti því að afnema verðtryggingu eða taka út húsnæðislið.“ Nú ríkir nokkur bjartsýni með nýja ríkisstjórn. Hefðir þú viljað sjá aðra flokka taka höndum saman? „Ég hefði getað hugsað mér að sjá Flokk fólksins í ríkisstjórn. Ég get útskýrt það á einfaldan hátt, þeir vilja hjálpa fólki sem höllu- stum fæti standa, taka á verð- tryggingu og húsnæðislið. Ég hefði viljað Miðflokk líka því þeir voru með sömu stefnumálin og svo hefði ég viljað fá Framsókn. Ég bar saman kosningaloforð þessara þriggja flokka og þeir voru sam- mála í 90% tilfella. Þess vegna varð ég mjög hissa að þeir skyldu ekki mynda eins konar bandalag, vegna þess að stefnuskrá þessara flokka var nákvæmlega eins að langstærstum hluta.“ Sonarmissir og líf eftir dauðann Sonur Vilhjálms, Óttar Örn Vil- hjálmsson, svipti sig lífi árið 2014, aðeins þrítugur að aldri, faðir tveggja barna. Hefur Vil- hjálmur síðan þá lagt baráttunni gegn sjálfsvígum lið og reynt eftir fremstu getu að opna umræðuna um þau. Hann telur þunglyndi, kvíðaröskun og áfengisneyslu lífs- hættulega sjúkdóma. Vilhjálmur hefur haldið minningu sonar síns á lofti með því að skrifa um hann á samskiptamiðlum. Að tala um reynslu sína við blaðamann tekur á fyrir Vilhjálm sem segist trúa á líf eftir dauðann. Vilhjálmur skrifaði nokkrum dögum eftir andlát Ótt- ars: „Mér er hugsað um lagið sem Helgi Björns söng „Geta pabb- ar ekki grátið“ Jú, pabbar geta svo sannarlega grátið því tárin streyma niður í hvert sinn sem ég slæ á lyklaborðið,“ sagði Vilhjálm- ur og bætti við: „Tár skríður nið- ur kinn, aldan lekur af steini, sól sekkur í sæ, ég kveð en elska þó í leyni,“ Treystir þú þér til að tala um Óttar? „Það er frekar erfitt. Þetta var bara 11. apríl 2014,“ segir Vil- hjálmur og þagnar um stund. Síð- an bætir hann við: „Fólk tæmist að innan við að missa barnið sitt og þegar ég hugsa til baka, þá er eitt- hvað sem gerist í líkamanum, það er eiginlega ekki hægt að lýsa því öðruvísi en að þú tæmist. Það er ekkert eftir. Svo fyllist tómarúmið af nístandi sorg sem þú reynir að kæfa með fallegum minningum um þann sem er farinn.“ Óttar eignaðist, eins og áður segir, tvö börn og eru þau mikið hjá Vilhjálmi og Þórhildi. Afasonurinn Róbert er níu ára í dag og Bríet, sem fæddist á sjálfan baráttudag verka- lýðsins, 1. maí, er sex ára. „Mamma, allt væri betra ef pabbi væri ennþá til,“ sagði Ró- bert við mömmu sína þegar hann var fimm ára, nokkrum mánuðum eftir að hafa misst föður sinn. Vil- hjálmur segir börnin standa sig vel og dýrmætt að hafa þau nærri. „Börn og barnabörn gera mann ríkan,“ segir Vilhjálmur, en telur mikilvægt að ræða opinberlega um sjálfsvíg. „Það er lítið fjallað um sjálfsvíg en mikilvægt að gera slíkt, því við vitum aldrei hjá hverj- um þessi vágestur bankar upp á. Þetta er yfirleitt ungt fólk sem fell- ur frá og erfitt að sjá utan á því hvort fólk sé að glíma við sálræn vandamál. Svo er það þannig að enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur.“ Eru jólin erfiður tími nú eftir að Óttar er farinn? „Við komum alltaf öll saman, fjölskyldan, um jólin. Fyrstu jólin voru skelfileg, en svo lærði maður að lifa með sorginni og hvernig á að takast á við slíkt gríðarlegt áfall sem það er að missa barnið sitt.“ Trúir þú á líf eftir dauðann? „Já, ég vil gera það. Ég vil trúa því að það sé líf eftir dauðann,“ segir Vilhjálmur. Finnst þér þú finna fyrir strákn- um þínum? „Já, ég vil trúa því. Því sem þú trúir, það upplifir þú. Við för- um reglulega upp í kirkjugarð. Það eru forréttindi uppi á Skaga, að þegar ég keyri til og frá vinnu, þá er garðurinn tuttugu, þrjátíu metra frá veginum. Það liggur við að ég sjái leiðið. Við förum þarna oft upp eftir. Ég vil trúa því að ég finni fyrir honum, það sé líf eftir dauðann.“ n „Ég þekki nákvæmlega þá stöðu sem alltof margir eru í, að vera orðinn auralaus þegar það eru fimm til tíu dagar í mánaðamót. Styður góð málefni Vilhjálmur segir að verkalýðs- foringjar eigi ekki að vera merktir stjórnmálaflokkum. Hann viðurkennir þó að hafa viljað sjá Flokk fólksins, Miðflokkinn og Framsóknarflokkinn í ríkisstjórn vegna málefna þessara flokka. Mynd SigTryggur Ari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.