Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2017, Blaðsíða 6
6 Helgarblað 15. desember 2017fréttir
Þ
etta er svo grátleg staða, að
þurfa að neita börnunum
sínum um allt. Ég er sjálf al-
gjört jólabarn og mér finnst
skelfilega erfitt að þurfa að fela
það fyrir þeim hvað ég kvíði jólun-
um mikið.“ Þetta segir einstæð
móðir á landsbyggðinni en hún
á erfitt með að sjá fram á að geta
haldið jól með börnunum sínum.
Hún þarf að reiða sig á samfélags-
miðla til að geta sett mat á borðið á
aðfangadagskvöld og hefur aldrei
keypt flugelda fyrir gamlárskvöld.
Önnur kona sem DV ræddi við
hefur þurft að selja innbúið sitt
og safna dósum í von um að geta
haldið jólin. Hún kveðst vera orðin
uppgefin á aðstæðunum.
Fjöldi íslenskra fjölskyldna hef-
ur ekki efni á að halda heilög jól nú
í ár. Stór hluti hópsins eru mæður
á örorkubótum sem sjá ekki aðra
lausn en að leita á náðir hjálpar-
stofnana eða Facebook fyrir há-
tíðarnar. Þær lýsa skömm og niður-
lægingu vegna aðstæðna sinna en
einnig þakklæti fyrir gjafmildi og
náungakærleika Íslendinga sem
virðist vera allsráðandi í desem-
ber. DV ræddi við nokkrar þessara
kvenna en allar eiga þær það sam-
eiginlegt að vilja gera hvað sem er
til þess að börn þeirra þurfi ekki að
líða skort á jólunum.
„Algjörlega búin á því“
„Ég er að reyna að gera allt sem
ég get til að lifa af út mánuðinn.
Ég er til dæmis búin að selja
meirihlutann af búslóðinni. Við
höfum líka reynt að tína dósir til
að fá smá aukapening. Ég veit
ekki hvernig ég á annars að fara
að þessu. Maður bara reynir eins
og maður getur að redda sér fyrir
börnin þannig að þau þurfi ekki að
finna fyrir þessu.“
Halldóra Sævarsdóttir er
fjögurra barna móðir og öryrki
vegna slyss sem hún varð fyr-
ir sem barn. Eiginmaður henn-
ar er sömuleiðis öryrki eftir slys.
Börn þeirra fjögur eru á aldrin-
um tveggja til tólf ára og dvelja um
þessar mundir á fósturheimili en
þau dvelja hjá foreldrum sínum á
jólum og páskum. Halldóra flutti
ung að heiman. Móðir hennar lést
árið 2003 og hún er ekki í sam-
skiptum við föður sinn í dag. Hún
hefur því lítið sem ekkert bakland.
Hjónin þiggja bæði örorku-
bætur sem eru rúmlega 190 þús-
und krónur á mánuði og þá bætist
við jólauppbót í desember sem er
tæpar 25 þúsund krónur. Eftir að
húsaleiga og reikningar hafa ver-
ið greiddir er lítið eftir til að lifa af
mánuðinn. Halldóra hefur reynt
að hífa tekjur heimilisins með
því að bjóða fram þjónustu inni
á Facebook-hópnum Skutlarar. Á
dögunum keypti hún notaðan bíl
á 150 þúsund krónur og setti það
fjárhag heimilisins á hliðina.
„Oftast er þetta þannig að við
þurfum að leita aðstoðar um miðjan
mánuðinn. Ég á svona 30 til 40 þús-
und til að lifa af núna í desember.“
Undanfarin jól hefur fjölskyld-
an þurft að reiða sig á matargjaf-
ir frá hjálparstofnunum og þannig
verður það einnig nú í ár. Þá er eft-
ir að kaupa jólagjafir, jólaskraut og
ýmislegt annað sem telst nauðsyn-
legt til þess að halda heilög jól.
„Eins og staðan er í dag þá bara
vona ég að við náum að redda
þessu einhvern veginn. Ég hef sagt
við börnin: „Pabbi og mamma eru
að gera allt sem þau geta til að
geta gefið ykkur það sem þið viljið,
af því að þið eigið bara það besta
skilið.“
„Ég vildi að
ég gæti bara
sleppt jólunum“
n Þúsundir Íslendinga hafa ekki efni á að halda jól n Álag, kvíði og niðurlæging
Auður Ösp Guðmundsdóttir
audur@dv.is Skynjar mikla neyð hjá fólki
Áslaug Guðný Jónsdóttir heldur
úti síðunni Matarhjálp Neyðar-
kall Jólaaðstoð á Facebook þar
sem einstaklingar og hópar geta
óskað eftir og veitt öðrum að-
stoð. Áslaug hefur reynt að að-
stoða fólk eftir fremsta megni en
hún segir jólin og páskana erfið-
ustu mánuðina. 80 manns eru á
lista hennar núna fyrir jólin og
enn bætist í hópinn.
„Neyðin er orðin svo mikil.
Það eru margir sem skrifa mörg-
um sinnum á dag og spyrja hvort
einhver hjálp sé komin. Ég skynja ofboðslega mikla fátækt í þjóðfé-
laginu.
Einu sinni kom kona til mín með börnin með sér. Ég bauð þeim
inn og bauð börnunum og móðurinni kex og brauð. Ég hef aldrei á
minni lífsleið séð svona svöng börn. Þau skulfu á meðan þau fengu
sér og spurðu alltaf: „Megum við fá meira?“ Ég mun aldrei gleyma
þessu. Ég man líka eftir gömlum manni sem átti ekki mjólkurdropa.
Við fórum og fylltum allt hjá honum.
Það þarf að hækka bætur hjá fólki svo það geti lifað mannsæm-
andi lífi. Við erum ekki þróunarríki.“
„Ég hef sagt við
börnin: „Pabbi og
mamma eru að gera allt
sem þau geta til að geta
gefið ykkur það sem þið
viljið, af því að þið eigið
bara það besta skilið.
„Afskaplega
niðrandi að
þurfa að reiða sig
á náðir annarra
til að geta veitt
börnunum sínum
það sem þau
eiga skilið