Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2017, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2017, Blaðsíða 22
22 Helgarblað 15. desember 2017fréttir sannanir liggi fyrir því að húsið hafi haft áhrif á heilsu hans.“ „Tilraun til manndráps“ „Að setja sjúkling í ónýtt hús er hreinlega eins og tilraun til manndráps. Það lítur kannski vel út á blaði að veita heimilis- lausum einstaklingi húsnæði. Raunveruleikinn er sá að það er ekki verið að taka ábyrgð. Pabbi var settur í ónýtt heilsuspillandi hús því hann var fyrir þeim og til leiðinda í gistiskýlinu,“ segir Vala. Engin svör DV hafði samband við velferðarsvið og ræddi við Sigþrúði Erlu Arnar- dóttur, framkvæmdastjóra þjón- ustumiðstöðvar Vesturbæjar, Mið- borgar og Hlíða. Sigþrúður sagði blaðamanni að best væri ef hann myndi ræða við Völu. Blaðamað- ur benti henni á að hann hafi ver- ið í samskiptum við Völu og Vala hafi ekkert heyrt frá velferðarsviði í nokkrar vikur. Sigþrúður vildi ekki svara spurningum blaðamanns og sagðist ekki geta rætt einstaka mál. Samtalinu lauk því fljótlega. Of veikur fyrir Svíþjóð Það stóð til að faðir Völu færi í langtímameðferð í Svíþjóð. Feðginin bundu miklar vonir við að það gengi eftir. Það kom í ljós að Vala hafði misskilið meðferðar- aðilana, en á þeim tíma var ekki pláss fyrir föður hennar. Hann var einnig talinn of líkam- lega veikur fyr- ir umrædda meðferð. Þegar kom í ljós að faðir Völu væri ekki að fara til Svíþjóð- ar var hann í meðferð á Vogi. Vala var úrræðalaus og örvæntingarfull þegar faðir hennar kláraði með- ferð. „Ég gat ekki ímyndað mér að henda honum út í þetta ónýta hús eftir meðferð. Ég bauð honum að vera hjá mér þar til við myndum finna annað úrræði fyrir hann. Sambúðin tók á okkur bæði. Það má segja að við séum ekki með sömu hugmyndir um heimilis- hald. Ég á þriggja ára dóttur sem þarf mína ást, athygli og um- hyggju. Ég hef ekki pláss í lífi mínu til að reka meðferðarmiðstöð eða hjúkrunarheimili á mínu eigin heimili.“ Áfall að vera á hreinu og hlýju heimili „Pabbi hefur verið fangi neysl- unnar í 20 ár, frá því að hann fór að nota aftur eftir tíu ára edrúm- ennsku. Á þessum 20 árum hefur hann upplifað harðari heim en við flest viljum vita að sé til á Íslandi. Þetta hefur verið pabba lífshættu- leg barátta og mótbyrinn mikill. Ég skil að hann sé stundum reið- ur.“ Faðir Völu dvaldi hjá henni í nokkrar vikur þar til hann datt í það. Þá þurfti Vala að henda honum út, bæði fyrir sig og barn sitt. „Fyrir pabba að vera edrú í nokkrar vikur og vera á heimili sem er hreint og hlýtt er áfall út af fyrir sig. Pabbi hef- ur ekki átt klukku eða síma í ára- tugi. Hann vantar að komast í langtíma- meðferð þar sem er að- hald og rútína. Hann er sjálfur búinn að átta sig á því.“ Meðferðarúrræði Áður en ákveðið var að faðir Völu færi til Svíþjóðar hafði hún ver- ið að hringja á Hlaðgerðarkot á hverjum degi til að staðfesta föð- ur sinn á biðlista. Faðir hennar er ekki lengur á biðlista og biðlistinn er mjög langur. Vala segist hafa athugað með innlögn á Staðarfell en lítið hafi verið um svör. Vala sótti um hvíldarinnlögn fyrir föður sinn þegar hann var í fimm vikur á Landspítalanum. „Hann uppfyllti ekki þær kröfur að vera metinn sem einstakling- ur sem þarf á hvíld að halda. Um- sókn hans var synjað.“ Enginn stuðningur „Pabbi hefur nú viljann til að snúa lífi sínu við og það er sorglegt að hann fær ekki sterkari meðbyr. Velferðarsvið er til þess ætlað að hjálpa fólki en þar er enga lausn að finna. Ég fór á fund með fjór- um starfsmönnum velferðarsviðs 16. október. Eftir fundinn var ég engu nær um hvað væri hægt að gera. Mér finnst enginn stuðning- ur koma frá velferðarsviði. Engar hugmyndir að úrræðum fyr- ir hann. Mér finnst velferðarsvið ekki vinna vinnuna sína. Fólkið þar er löngu búið að gefast upp á honum, það er ljóst. Þetta er dauðans alvara, við erum að tala um mannslíf. Við erum að tala um pabba minn,“ segir Vala. Vala segir að hún hafi fundið mun á viðmóti heilbrigðiskerfis- ins eftir að grein DV um hana og föður hennar birtist í október. „Það var verulegur kippur inn- an sjúkrahúsanna. Allt í einu voru komnir alls konar læknar og sér- fræðingar sem voru að vinna saman. Læknar voru í samskiptum við starfsfólk á Vogi áður en hann fór þangað inn. Eins og kom fram í viðtalinu þá var pabbi talinn of veik- ur til að fara inn á Vog í október. Ég náði að ýta eftir því að hann yrði metinn aftur. Hann var metinn hæfur og fékk að fara inn á Vog. Læknar og hjúkrunarfræðingar Landspítalans unnu frábært verk,“ segir Vala. „Fannst ég vera að drepa hann“ „Þessi barátta tekur á. Auðvit- að elskar maður fólkið sitt og vill hjálpa. En það er ekki mikill með- byr frá samfélaginu. Það var mjög erfitt að segja pabba að fara þegar hann gisti hjá mér. Mér fannst ég nánast vera að drepa hann með því að reka hann út, vitandi að hann gæti aðeins farið í hús sem væri búið að dæma óíbúðarhæft og heilsuspillandi. Þessi staða er hræðileg að vera í. Því miður þekkja þetta allt of margir sem eru í svipaðri baráttu. Pabbi þarf hjálp sem aðeins faglært fólk getur veitt honum. Hann er of veikur til að leita sér sjálfur hjálpar,“ segir Vala. Það þarf fólk með ástríðu „Einstaklingar með fíknisjúkdóm á lokastigi eru of veikir til að búa einir eða hjá fjölskyldumeðlim- um. Þessi hópur fólks virðist vera tabú í samfélaginu. Enginn veit hvernig á að taka á þessum marg- þættu veikindum. Það þarf fólk sem berst af ástríðu fyrir þess- um málstað. Ástríðan kemur iðu- lega vegna sársauka aðstand- enda. Að vera skrifstofublók gerir það eflaust auðvelt að setja erfið- ustu málin neðst í bunkann,“ seg- ir Vala. Vala heyrði í fyrsta skipti í föður sínum nokkrum dögum áður en þessi grein er birt. Hún hafði ekki heyrt í honum síðan hún bað hann um að fara. „Mér var mjög létt að heyra að pabbi sé enn í baráttuhug. Hann segist vita að hann sé á leið í sama farið ef of langur tími líður þar til hann fær hjálp. Hann er í ör- væntingu að reyna að bjarga lífi sínu.“ „Pabbi hefur nú viljann til að snúa lífi sínu við og það er sorglegt að hann fái ekki sterkari meðbyr.“ Eftirlitsskýrsla Eintak af skýrslu frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Óíbúðarhæft og heilsuspillandi Samkvæmt Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur er húsið illa farið og þarfnast gagngerra endurbóta. „Það lítur kannski vel út á blaði að veita heimilislausum einstaklingi húsnæði en raunveruleikinn er annar.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.