Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2017, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2017, Blaðsíða 30
30 umræða DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. aðalnúmer: 512 7000 auglýsingar: 512 7050 ritstjórn: 512 7010 Heimilisfang Kringlan 4-12, 4. hæð 103 Reykjavík Sandkorn Helgarblað 15. desember 2017 fréttaskot 512 7070 Spurning vikunnar Útgáfufélag: Frjáls fjölmiðlun ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson Framkvæmdastjóri: Karl Garðarsson Aðalritstjóri: Kristjón Kormákur Guðjónsson Aðstoðarritstjóri: Einar Þór Sigurðsson Ritstjórar: Kolbrún Bergþórsdóttir og Sigurvin Ólafsson Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur Hver er uppáhalds jólasveinninn þinn? „Kertasníkir. Hann kemur og tekur kertið mitt.“ Lilja Rós Sveinsdóttir „Stúfur. Hann er svo lítill og sætur.“ Sigrún Gunnarsdóttir „Skyrgámur. Hann er bara flottur.“ Gísli Þórarinn Hallsson „Stúfur. Hann er bara svo lítill og sætur.“ Tinna Brá Sigurðardóttir Ritsóðar og friðflytjendur S jálfsagt er hinn mjög svo áber- andi skortur á umburðarlyndi í samtíma okkar óhjákvæmi- leg afleiðing þess að nú geta allir átt sína rödd á samfélagsmiðl- um. Hver og einn verður sinn eigin fjölmiðill og miðlar skoðunum sín- um til annarra. Þetta gera allflestir á yfirvegaðan og hófsaman hátt, en þó alls ekki allir. Hávaða- og óróa- fólkið sem svo auðveldlega úthellir skoðunum sem lýsa mannfyrirlitn- ingu er farið að breiða úr sér sem aldrei fyrr. Mörg dæmi má nefna um heiftina og hatrið sem þessi hópur aðhyllist. Hér skal staldrað við eitt dæmi. Í síðustu viku birti DV viðtal Kristins Guðnasonar við séra Dav- íð Þór Jónsson. Þar steig Davíð Þór fram sem kærleiksríkur og frjáls- lyndur fulltrúi kristinnar kirkju. Hann talaði máli trúfrelsis, eins og svo sjálfsagt er að kirkjunnar menn geri, og sagðist hlakka til þegar hægt yrði að fara með skólakrakka í heim- sóknir í mosku. Hann lýsti mosk- unni sem öðruvísi kirkju. Hér er á ferð sjálfsögð skoðun sem ekki ætti að vera hægt að gera mikið veður út af. Viðbrögðin létu þó ekki á sér standa, upp reis hóp- ur fólks sem vandaði prestinum ekki kveðjurnar. Hann var sagður snargeggjaður, kallaður andskot- ans vitleysingur, fáviti og kolruglað kvikindi. Einhver sagði að Davíð Þór væri lítt skárri en Júdas, senni- lega telur viðkomandi að klerk- urinn hafi svikið Krist með því að virða trúarskoðanir annarra. Sóða- legasta athugasemdin af mörgum andstyggilegum var svo sú að Dav- íð Þór hataði kristni og vildi veg ís- lam sem mestan því þar væri siður að nauðga börnum! Ekki verður betur séð en að þeir einstaklingar sem þarna veittu inn- sýn í kolsvartan hugmyndaheim sinn telji sig málsvara kristni. Þeir hafa greinilega misskilið heilmikið í þeim efnum og veitir sannarlega ekki af að rifja upp boðskap Frelsar- ans og hleypa sólargeislum fagn- aðarerindisins inn í myrka sál sína. Þeim skal ráðlagt að nýta jólin til þessa. Þá gæti Fjallræðan verið hið ágætasta lesefni, stutt, hnitmiðuð og efnisrík. Þar mun þessi hópur til dæmis rekast á fallegt orð, sem ekki hefur áður verið til í orðaforða þeirra. Þetta er orðið „friðflytjendur“. Viðbjóðurinn sem séra Davíð Þór Jónsson fékk yfir sig vegna um- burðarlyndis í trúmálum er ekk- ert einsdæmi. Í netheimum þykir sjálfsagt að sleppa sér og æða fram með svívirðingar í garð annarra. Sá sem talaði á þennan veg á vinnu- stað eða skrifaði slík orð í blaða- grein væri um leið að stimpla sig úr siðaðra manna samfélagi. En netið umber allt. Þar rotta rit- sóðarnir sig saman, hafa félags- skap hver af öðrum og fitna eins og púkinn í fjósi Sæmundar fróða. n Leiðari Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is „ Í netheimum þykir sjálfsagt að sleppa sér og æða fram með svívirðingar í garð annarra. Guðmundur skotspónn Það kann að hafa virst klókt hjá Vinstri grænum að fá Guð- mund Inga Guðbrandsson, fram- kvæmdastjóra Landverndar, sem umhverfisráðherra. Strax og ráðherralistinn var tilkynntur fékk flokkurinn mikið hrós alls staðar af vinstri vængnum og vildu margir meina að nýrri rík- isstjórn væri alvara í umhverfis- málum. Guðmundur virðist þó ætla að verða aðalskotspónn þeirra sem styðja ekki stjórnina hægra megin frá. Gunnar Bragi Sveinsson kallar eftir ráðherra fólksins eftir að Guðmundur lýsti sér sem ráðherra náttúr- unnar. Gunnlaugur Ingvarsson, fyrrverandi oddviti Þjóðfylk- ingarinnar, talar um afturhald og stöðnun ókjörins fulltrúa og Gústaf Níelsson talar um póli- tíska náttúrufræði. Það sem átti að vera rólegt kjörtímabil í um- hverfismálum gæti því snúist upp í andstæðu sína. Svik eða Hollywood-jól Bókmenntaunnendur fögn- uðu mikið þegar þeir lásu í nýj- um stjórnarsáttmála að virð- isaukaskattur af bókum yrði afnuminn. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra var lofuð sem og Katrín Jakobsdóttir for- sætisráðherra sem hefur lengi stutt að það yrði gert. Í fjárlaga- frumvarpinu fyrir árið 2018 var niðurfellingunni hins vegar slegið á frest með tilheyrandi harmkvælum bókaútgefenda. Þetta yrði ekki í fyrsta sinn, ekki einu sinni fyrsta sinn á þessu ári, sem ráðamenn eru ósáttir við atriði í eigin fjárlagafrum- varpi. Það kæmi ekki á óvart að fjárlögunum yrði breytt á síðustu stundu til að bæta inn í afnámi virðisaukaskattsins á bækur, slík atburðarás minnir óneitanlega á söguþráð úr jóla- mynd frá Hollywood þegar for- eldrið nær að útvega barninu það sem það vill í jólapakkann á síðustu stundu. Í sland hefur ekkert erindi í NATO. Fyr- ir utan fáránleika þess að Ísland sé eina herlausa ríkið í veröldinni sem er aðili að hernaðarbandalagi, þá er óþolandi að við styðjum með aðild okkar þau öfl sem ýta undir vígvæðingu og gera heiminn hættu- legri, eins og með þátttöku í stríðum í lönd- um á borð við Afganistan og Líbíu. NATO áskilur sér rétt til að beita kjarn- orkuvopnum að fyrra bragði og stendur í vegi fyrir alþjóðasamningum um útrýmingu slíkra vopna. NATO er jafnframt bandalag sem hefur innanborðs mörg helstu vopnafram- leiðsluríki heims. Það gerir þá kröfu til aðildarríkja sinna að þau eyði háum fjárhæðum í hernaðarmál, sem betur væri varið í önnur verkefni. Sem fámennt herlaust land, sem engum stendur ógn af, gæti Ís- land lagt mun meira af mörkum til að koma á friði í heiminum með því að standa utan allra hernaðarbandalaga en vera þess í stað öflugur málsvari friðsamlegra lausna deilumála á alþjóðavettvangi. E ftir tæplega 70 ára farsæla aðild Ís- lands að NATO vekur undrun að um þetta skuli spurt. Ekkert mælir með úrsögn úr NATO. Engin málefnaleg rök eru fyrir að mótuð skuli önnur stefna fyrir Ísland í öryggis- og varnarmálum en aðild að NATO. Að þjóðirnar austan og vestan Atlants- hafs sameinuðu krafta sína í varnarmálum árið 1949 og buðu Íslendingum stofnaðild að bandalagi sínu var gæfuspor fyrir unga íslenska lýðveldið og auð- veldaði því að tryggja sjálfstæði sitt í ótryggum heimi. Sömu grunnrökin og þá voru kynnt eiga við enn þann dag í dag: samstaða með frjálsum nágrönnum og samleið í öryggismálum er besta framlag Íslendinga í þágu friðar í eigin heimshluta. Með oG á MóTi - ÍSland Í naTO Björn Bjarnason, formaður Varðbergs og fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs Með á MóTi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.