Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2017, Blaðsíða 67
menning - sjónvarp 67Helgarblað 15. desember 2017
Alhliða veisluþjónusta
Kökulist | Firðinum í miðbæ Hafnarfjarðar | Sími: 555 6655 og 662 5552 | kokulist@kokulist.is
Valgeirsbakarí | Hólagötu 17 | Reykjanesbæ | Sími: 421 2630 | kokulist@kokulist.is
Eingöngu fyrsta flokks hráefni
Tertur – Tapas snittur – Spjót – Súrdeigsbrauð
Konfekt – Kransakökur – Súpur – Brauðréttir
Gerðu daginn eftirminnilegan
l li veisl j st
Kökulist | Firðinum í miðbæ Hafnarfjarðar | Sími: 555 6655 og 662 5552 | kokulist@kokulist.is
Eingöngu fyrsta flokks hráefni
Tertur – Tapas snittur – Spjót – Súrdeigsbrauð
Konfekt – Kransakökur – Súpur – Brauðréttir
i fti i il
Útskrift · Brúðkaup · Skírn · Ferming Útskrift · Brúðkaup · Skírn · Ferming
n Agnar horfir á um 300 myndir á ári n Kláraði Bókabílinn 9 ára
nýtt og gott
Mindhunter
Mindhunter er sannsöguleg bandarísk
spennuþáttaröð sem fjallar um alríkis-
lögreglumenn og sálfræðing sem taka
viðtöl við raðmorðingja
í haldi í von um að
leysa glæpi. Þættirn-
ir, sem gerast árið
1977, eru framleiddir
af David Fincher, leik-
stjóra Fight Club og
Zodiac, og leikkonunni
Charlize Theron.
Dark
Dark er þýsk þáttaröð, sem lýst er sem
„fjölskyldusögu af yfirnáttúrulegum toga.“
Þættirnir fjalla um fjórar fjölskyldur í þýsk-
um bæ, þegar tvö börn hverfa sporlaust
koma brotin sambönd og tvöfalt líferni upp
á yfirborðið, auk yfirnáttúrulegs leyndar-
máls sem rekja má til ársins 1986.
Shot in the Dark
Shot in the Dark eru bandarískir
heimildarþættir þar sem fylgst er með
tökumönnum í Los Angeles sem selja
myndbrot til fréttastofa. Þetta er harð-
ur heimur og það þarf oft að hafa mikið
fyrir því að ná góðu skoti af einhverju
fréttnæmu til að selja.
Wormwood
Um er að ræða leikna heimildarþætti
þar sem rannsakað er dularfullt andlát
vísindamannsins Frank Olson fyrir
rúmlega 60 árum. Kafað er ofan í heim
leyniþjónustunnar CIA þar sem blandað
er saman sannleik og
leiknum atriðum
til að fletta
hulunni ofan af
leyndarmálum
kalda stríðsins.
Dave Chappelle: Equanimity
Grínistinn óborganlegi Dave Chappelle er
mættur aftur. Þættirnir hans sem sýndir
voru snemma á öldinni vöktu mikla lukku
en lítið heyrðist í Chappelle
eftir það fyrr en á þessu ári
þegar hann gaf út tvo þætti
með nýju uppistandi, þriðji
þátturinn, Equanimity, fer
í sýningu á gamlársdag.
(Fer í sýningu á gamlársdag)
The Crown
Önnur þáttaröð. Þættirnir um fyrstu ár
Elísabetar II Bretadrottningar halda áfram.
Að þessu sinni byrja þættirnir á deilunni um
Súez-skurðinn en fara síðan að fjalla um
samfélagsbreytingar sjöunda áratugar-
ins, allt séð frá sjónarhóli hinnar ungu
Bretadrottingar sem leikin
er af Oliviu Colman. Það má
búast við íburðarmiklum
búningum og tilgerðarlegum
en raunsæjum samræðum
um hversu erfitt það er að
vera þjóðhöfðingi.
Manhunt Unabomber
Átta þættir með stórleikurunum Sam
Worthington og Paul Bettany um leit
Alríkislögreglunnar að sprengjumann-
inum Ted Kaczynski. Leitin að Kaczynski
tók langan tíma, einblína þættirnir á leit
lögreglumannsins sem
notaði nýstárlegar
aðferðir til að
hafa hendur í hári
sprengjumannsins og
skyggst er inn í myrk-
an huga Kaczynskis.
SvonA færðu
þér netflix
Netflix nýtur vaxandi vinsælda um allan
heim og er Ísland engin undantekning í
þeim efnum. Sífellt fleiri heimili eru með
aðgang að þessari vinsælu efnisveitu
sem býður upp á fjölbreytt afþreyingar-
efni á mjög hóflegu verði, í samanburði
við það sem gengur og gerist hér á landi.
En hvernig fær maður sér Netflix, hverjir
eru kostirnir og gallarnir við það og hvað
kostar það? Hér að neðan má nálgast
nokkra fróðleiksmola um Netflix.
n Þú þarft að hafa nettengda tölvu eða
spjaldtölvu sem getur notað Netflix-
smáforritið, nettengt snjallsjónvarp eða
tæki á borð við Apple TV.
n Þú þarft að vera með netáskrift sem
heimilar mikið erlent niðurhal þar sem
flest efni á Netflix er hýst í Hollandi.
n Þegar þú hefur nálgast Netflix-forritið
þá býrðu til aðgang og kaupir þér áskrift í
gegnum netið með debet- eða kreditkorti.
Kostir: Ódýrt, áskrift kostar á milli
1000 og 2000 krónur á mánuði, fyrsti
mánuðurinn er frír. Þú getur horft á
heilar þáttaraðir í röð án þess að þurfa
að bíða eftir næsta þætti. Mikið úrval af
þáttum og myndum. Netflix mælir svo
með þáttum og myndum í takt við það
sem þú hefur áhuga á. Það er alltaf hægt
að horfa í gengum vefsíðu Netflix og
nýrri tegundir af snjallsímum geta notað
Netflix-smáforritið.
gallar: Ekki nógu mikið af íslensku efni,
efni með íslensku tali eða íslenskum
texta. Sumt efni er ekki til á íslenska Net-
flix. Hugsanlegur aukakostnaður, þú þarft
nettengingu og snjallsjónvarp eða tölvu.
f
yrir fólk í kringum fertugt og
eldra var viðureignin milli
skautadrottninganna Nancy
Kerrigan og Tonyu Harding
í Lillehammer árið 1994 ógleym-
anleg eftir að Kerrigan var slegin
í hné með kylfu. Fyrir marga var
þetta fyrsta raunverulega fjöl-
miðlafárið en hið næsta tók við
nokkrum mánuðum síðar þegar
OJ Simpson var eltur af lögreglu í
bifreið sinni. Sagan af Kerrigan og
Harding var sápuópera og í raun
skrítið að mynd eins og I, Tonya
hafi ekki verið gerð fyrr.
átti aldrei séns
I, Tonya er, eins og titillinn gef-
ur til kynna, ævisaga Tonyu
Harding og Nancy Kerrigan birt-
ist í raun ekki á skjánum nema í
mýflugumynd. Ekki er það skrít-
ið í ljósi þess að Harding er marg-
falt áhugaverðari persóna og með
mikla harmsögu að baki. Líkt og
Harding ólst Kerrigan upp við
þröngan kost en lék hlutverk íspr-
insessunnar vel og einbeitti sér að
fallegum línum. Harding var hins
vegar óhefluð rokkstjarna sem féll
aldrei í kramið hjá skautasamfé-
laginu eða dómurum. Hæfileikar
hennar eru hins vegar óumdeildir
og ef ekki hefði verið fyrir ytri að-
stæður hefði hún sennilega farið í
sögubækurnar sem ein allra besta
skautakona heims.
Myndin fjallar um alvarlega at-
burði, heimilisofbeldi og glæpi,
en hún er borin fram sem létt-
meti. Handritið er að miklu leyti
byggt á alvöru viðtölum við fjöl-
skyldu Harding og aðila máls og
myndin er því að hluta til sett
upp eins og grín-heimildarmynd
(mockumentary). Við fylgjum
Harding frá því hún stígur fyrst á
svellið fjögurra ára gömul og fylgj-
um henni í gegnum uppvaxtarárin.
Stærstur hluti myndarinnar fjall-
ar vitaskuld um árásina á Kerrig-
an í Detroit fyrir Ólympíuleikana
og í lokin sjáum við hvað varð um
Harding eftir hana.
Harding var manneskja sem
átti aldrei séns. Hún ólst upp
hjá ofbeldisfullri og niðurríf-
andi móður sem hafði þó mik-
inn metnað fyrir Harding sem
íþróttamanni. Ung lenti Harding
í öðru ofbeldissambandi með
eiginmanni sínum, Jeff Gillooly,
sem hrinti af stað atburðarásinni
þekktu ásamt félaga sínum,
Shawn Eckardt, og tveimur sam-
starfsmönnum hans. Umhverf-
ið mótaði Harding og þess vegna
varð hún jafn groddaleg og óhefl-
uð og raun bar vitni.
Frábærar mæðgur
Sagan hefur dæmt Tonyu Harding
hart og sumir halda að hún hafi
persónulega veist að Nancy
Kerrigan. Þessi kvikmynd er hins
vegar nokkuð raunsönn lýsing
á atburðunum og samúðin er
öll hennar megin. Allt frá blautu
barnsbeini var Harding lamin,
niðurlægð, sögð heimsk og einskis
nýt. Hvítt rusl sem ætti ekki heima
á svellinu og því fékk hún ekki þær
einkunnir sem hún átti skilið. Engu
að síður var hún staðföst og afrek-
aði miklu á stuttum ferli. Ástralska
leikkonan Margot Robbie leikur
hana meistaralega, bæði sem ung-
ling og sem fimmtuga konu. Þrátt
fyrir þessa frammistöðu nær Allis-
on Janney (þekktust úr þáttunum
The West Wing) að stela senunni
sem móðir hennar LaVona. Álit
áhorfandans á þeirri persónu hr-
ingsnýst alla myndina.
Karlmennirnir í myndinni eru
hver öðrum misheppnaðri. Það
er fyrst og fremst heimska, sam-
skiptaörðugleikar, hégómi og
stórmennskubrjálæði sem verður
þeim að falli. Eftir á að hyggja skil-
ur maður varla hvernig slíkir aul-
ar náðu að búa til stærsta hneyksli
íþróttasögunnar.
Fyrir utan sterkt handrit og
frammistöðu leikara þá verða
kvikmyndatökumennirnir að fá
sérstakt hrós. Skautaatriðin sjálf
eru ákaflega glæsileg og árásin
sjálf er mynduð í einni töku.
niðurstaða
Þeir sem hafa kynnt sér sögu
Tonyu Harding vita að sagan hef-
ur dæmt hana allt of hart. I, Tonya
er því bæði réttlát og upplýsandi.
Hinn kæruleysislegi og létt-
lyndi stíll hentar myndinni ágæt-
lega en þó hefur maður á tilfinn-
ingunni að sumar persónurnar
séu hálfgerð karíkatúr af sjálfum
sér. Helsti styrkleiki myndarinn-
ar er samband mæðgnanna og
frammistaða Robbie og Jann-
ey í þeim hlutverkum. Þær hljóta
báðar að koma sterklega til greina
þegar óskarsakademían velur
bestu leikkonurnar á nýju ári. n
i, tonya: æran endurheimt
Kristinn Haukur guðnason
kristinn@dv.is
Kvikmyndir
I, Tonya
Ævisaga, drama, íþróttir
aðalhlutverk: Margot Robbie
leikstjóri: Craig Gillespie
lengd: 119 mínútur
i, Tonya
Margot
Robbie á
skilið að fá
styttu.