Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2017, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2017, Blaðsíða 40
Helgarblað 15. desember 2017KYNNINGARBLAÐMúlinn Falleg ljós sem lýsa upp skammdegið Veggljós svart eða hvítt kr. 7.990,- Bankalampi kr. 16.990,- Lofljós grind m.peru kr. 18.900,- Veggljós kr. 7.450,- Frostrós kr. 1.590,- Lofljós gler m.peru kr. 19.900,- Skrifborðslampi kr. 3.495,- leiðiskross kr. 3.700,- Skrifborðslampi kr. 11.900,- Skrifborðslampi kr. 3.495,- Retro ljós m.peru kr. 4.990,- Allt til alls í baðherbergið Sturtuklefarnir Slá endalauSt í gegn Við seljum mikið af sturtuklef-um og baðinnréttingum á þessum tíma því margir eru að innrétta hjá sér baðherbergin fyrir jól,“ segir íris Jensen hjá versluninni innréttingar og tæki, ármúla 31. Verslunin býður upp á fjölbreytt úrval af vönduðum hreinlætistækjum og innréttingum fyrir baðherbergi. Meðal þeirra eru sturtuklefar sem slógu rækilega í gegn um leið og þeir komu í verslunina og hafa síðan bara haldið áfram að rjúka út. „Við höfum aldrei tekið inn eins mikið af sturtu- klefum og á þessu ári,“ segir íris. Það er greinilega vinsælt að endurnýja baðherbergi núna því íris segir að mikil fjölgun hafi orðið á vörugámum til verslunarinnar á þessu ári. „endurnýjunin er mikil og svo er verið að útbúa bílskúra og ýmsar aðrar vistarverur sem hús- næði til útleigu, það er verið að gera kjallaraíbúðir íbúðarhæfar og setja upp sturtur í þvottahúsum,“ segir íris en þarna koma sturtuklefarnir alls staðar sterkir inn. Þeir eru smekklegir í útliti, sterklegir og afskapleg þægi- legir í uppsetningu. auk þess hafa þeir góða vatnseinangrun og gott er að þrífa það. „Þessi klefar eru orðnir mjög þægilegir og það þarf ekki lengur að „kítta í kaf“ ef svo má að orði komast. Botninn er ekki lengur sléttur, það er komin uppbrík á hann sem heldur vatninu fyrir innan. Því eru klefarnir vatnsheldir án þess að þurfa að nota of mikið af kítti,“ segir íris. Það er líka mjög auðvelt að þrífa klefana: „Það er mjög góður hjóla- búnaður í rennihurðinni sem virkar þannig að það er hægt að taka hurðina af og þrífa hana almennilega. í ferðaþjónustunni þarf að borga fólki laun fyrir þrif og það minnkar kostn- að og dregur úr fyrirhöfninni þegar auðvelt er að þrífa klefana. annað sem fólk kann vel að meta er að alltaf er hægt komast að vatnslásnum, rörum og búnaði, ef eitthvað kemur upp á, því botninn er á fótum með svuntu framan á sem hægt er að taka frá. Þannig er afar þægilegt að hreinsa burtu hár og þess háttar og iðnaðarmenn sem þurfa að komast að vatnslási og leiðslum kunna vel að meta þetta.“ Sturtuklefarnir eru til í stærðunum 70X70, 80X80 og 90X90. Hægt er að skoða sturtuklefana uppsetta í versluninni að ármúla 31. Baðinnréttingar og salerni seljast mikið í versluninni en innréttingarn- ar þykja mjög smekklegar í útliti auk þess sem þær veita töluvert mikið geymslurými. „Það er hægt að geyma meira á baðherberginu í þessum djúpu skúffum og það kann til dæmis barnafólk að meta,“ segir íris. Heimasíða verslunarinnar Inn- réttingar og tæki er á slóðinni http:// www.i-t.is/
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.