Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2017, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2017, Blaðsíða 37
Helgarblað 15. desember 2017 KYNNINGARBLAÐ Múlinn Félagið var stofnað 26. mars árið 2003 þannig að við verðum 15 ára í mars á næsta ári. Þetta er grasrótarfélag sem stofnað var upp úr gömlu félagi frá 1994 sem hét Dyslexíu-félag Íslands. Skortur á fjármagni hamlaði starfseminni svo hún fjaraði út. Ég kom að stofnun félagsins 2003 og þá var uppi nokkur ágreiningur um heiti félagsins. Sjálfur vildi ég þá að félagið héti áfram Dyslexíu-félagið en í dag er ég mjög sáttur við nafnið Félag lesblindra því lesblinda er afar gegnsætt orð sem fólk skilur undir eins,“ segir Snævar Ívarsson, framkvæmdastjóri Félags lesblindra, sem er til húsa að Ármúla 7b. Á stofnfundinum var einnig ákveðið að gerast aðili að Öryrkjabandalagi Íslands. Sú aðild hefur haldið lífi í félaginu og tryggt því nokkurn tekju- stofn. Ákveðin tímamót urðu í starf- seminni árið 2008 er Snævar ákvað að helga því alla starfskrafta sína. Eitt af mörgum verkefnum hans er að sækja styrki til félagsins úr tiltækum sjóðum og standa fyrir skólaheim- sóknum: „Meðal annars heimsækjum við 8. bekk grunnskóla þar sem við fræðum öll börnin um lesblindu. Það stuðlar að því að börn með lesblindu fá auk- inn skilning hjá jafnöldrum sínum sem ekki eru lesblindir,“ segir Snævar. „Við komum að lesblindu á allan mögulegan hátt. Við gætum hlut- leysis og veljum ekki eina aðferð sem á að gilda fyrir allan fjöldann heldur kynnum við hlutlaust þær aðferðir gegn vandanum sem eru til, útskýrum hvernig þær ganga fyrir sig, hvers megi vænta og svo framvegis. Sem félag erum við að benda á lausnir sem við teljum að virki fyrir fjöld- ann í gegnum tæki eins og tölvur og síma. Við höfum árum saman verið með námskeið fyrir fullorðið fólk með lesblindu í gegnum endurmenntunar- stöðvar víða um land. Einnig leið- beinum við kennurum til þess að nýta sér ýmsa námstækni og tæki. Svo höfum við hitt lesblinda nemendur sem eru að undirbúa sig fyrir fram- haldsskóla. Auk þess höfum við haldið erindi í ýmsum framhaldsskólum,“ segir Snævar um víðtæka starfsemi félagsins. Félagið veitir lesblindum einstak- lingsbundna þjónustu: „Félagsmenn geta komið með tækin sín til okkar og fengið uppsetningu á lestrarbúnaði í tækjunum. Allt sem þú getur valið með músarbendlinum er hægt að hlusta á. Android-símar eru síðan þannig að hægt er að tala við tækið og það skrifar fyrir þig, en það gildir ekki fyrir Iphone-síma. Hægt er að taka mynd af blaðsíðunni og hlusta á hana. Við erum með önnur tæki, litla handhæga skanna, sem hægt er að draga inn í nokkrar blaðsíður og tengja við tölvu.“ Enn fremur beitir félagið sér fyrir því að námsbækur séu annaðhvort til á stafrænu formi eða sem hljóðbæk- ur. Snævar kveðst telja að almennt séu skólar í dag betur vakandi fyrir mögulegum tilfellum lesblindu en áður enda hafi ákvæði um slíkt verið bundin í lög. „Hins vegar tökum við ekki að okkur greiningar en bendum á sérfræðinga sem annast þær – við erum einfaldlega reiðubúin til að- stoðar við þá sem þurfa hjálp með textann sinn,“ segir Snævar. Það kostar ekkert að vera félagi í Félagi lesblindra en öllum félög- um yfir 23 ára eru sendir valkvæðir greiðsluseðlar, 2.500 kr. á ári, til að auðvelda fólki að styðja félagið. „Við miðum við þennan aldur vegna þess að þá eru flestir orðnir virkir á vinnu- markaðnum,“ segir Snævar. Að sjálfsögðu er félagið alltaf opið fyrir stuðningi þeirra sem vilja styðja við starfsemi þess og til dæmis er núna í gangi jólahappdrætti félagsins sem getur orðið því drjúg tekjulind. Nánari upplýsingar um það má fá inni á síðunni lesblindir.is en auk þess er þar að finna mikinn fróðleik um lesblindu. Félag lesblindra og merkileg starfsemi þess
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.