Morgunblaðið - 09.08.2017, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.08.2017, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 2017 Renndu við hjá okkur í Tangarhöfða 13 Túrbínur í flestar gerðir bíla Ódýrari kostur í varahlutum! Sími 577 1313 kistufell.com TANGARHÖFÐA 13 VÉLAVERKSTÆÐIÐ Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Tökur á kvikmyndinni Kona fer í stríð hófust á dögunum og í gær var kvikmyndað á þakinu á Hótel Borg. Áætlað er að tökur taki um átta vik- ur. Benedikt Erlingsson leikstýrir myndinni og er þetta önnur kvikmyndin sem Benedikt leik- stýrir. Kvikmyndin Hross í oss var frumraun Benedikts í leikstjórastólnum og hlaut hann lof gagnrýnenda fyrir. Framleiðslufyrirtæki frá Frakklandi og Úkraínu koma að framleiðslunni. Fjölmennt og mikill búnaður á tökustað Morgunblaðið/Árni Sæberg Kona fer í stríð á þakinu á Hótel Borg Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Aldrei hafa fleiri bílaleigubifreiðar verið skráðar hjá Samgöngustofu en þær voru 26.293 hinn 1. ágúst síðastliðinn, en frá sama mánaðar- degi í fyrra fjölgaði í heildina um 4.608. Af skráðum bílaleigubifreið- um eru 25.748 þeirra í umferð, en 545 hafa bílnúmer sem hafa verið lögð inn. Fleiri bæst við en í fyrra Sem kunnugt er hefur bílaleigu- bifreiðum fjölgað mjög með fjölgun ferðamanna hér á landi og hefur hlutfall þeirra af heildarfjölda öku- tækja hækkað verulega á síðustu árum. Í nýliðnum júlímánuði fjölgaði skráðum bílaleigubifreiðum um 796, 78 bifreiðum meira en í júlí árið 2016 þegar þeim fjölgaði um 718. Á haustin endurnýja margar bílaleig- ur bílaflota sína og skipta þeim út. Þess sjást skýrlega merki í tölum Samgöngustofu sem ná aftur til ársins 2010. Flestar bifreiðarnar nýjar Langflestar bifreiðar sem ný- skráðar eru sem bílaleigubifreiðar hjá Samgöngustofu eru af nýjustu árgerð, en fram til gærdagsins hafa 9.466 bifreiðar verið nýskráðar á þessu ári, flestar þeirra af 2017 ár- gerð, eða 9.113. Árið 2016 voru nýskráðar bíla- leigubifreiðar 8.087, flestar af 2016 árgerð, eða 7.868. Árið 2015 voru nýskráðar 4.120 bifreiðar, 3.964 af 2015 árgerð. 1.819 bifreiðar voru nýskráðar árið 2014, 1.738 af 2014 árgerð og 650 árið 2013, 587 frá sama ári. Bílaleigubifreiðum fjölgar enn  Yfir 26 þúsund bifreiðar skráðar 1. ágúst  Fjölgaði um 796 í júlímánuði  Flestir bílar frá 2017  Aðeins um 2.400 bifreiðar eldri en fimm ára gamlar  Elsti skráði bílaleigubíllinn er frá árinu 1974 Fjöldi skráðra bílaleigubíla 2010–2017 25 20 15 10 5 0 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 1. júlí 2010 eru skráðir 7.089 bílaleigubílar á landinu 1. ágúst 2017 eru skráðir 26.293 bílaleigubílar Fjöldi í nóvember 2012 og júní 2016 er námundaður. Heimild: Samgöngustofa Fjölgun 1. júlí–1. ágúst 2016: 718 Fjölgun 1. júlí–1.ágúst 2017: 796 .000 Arnar Þór Ingólfsson athi@mbl.is „Við ætlum ekki að fara fyrr en í byrjun september,“ segir Pétur H. Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis hf. í Grindavík, um fyrirhugaðar tún- fiskveiðar fyrirtækisins. Pétur segir að miklu lægra verð fáist fyrir tún- fiskinn nú en undanfarin ár. Hann segir í samtali við Morgun- blaðið að farið hafi verið of snemma á túnfiskveiðarnar í lok síðasta sumars og veiðar hafi ekki gengið vel. Alls er túnfiskkvóti Íslendinga um 50 tonn. „Við gætum tekið fjörutíu tonn, ef það verða fullar veiðar,“ segir Pétur. Hann bendir á að komið verði fram á haust þegar mestar líkur séu á góðum afla, en þá væri veðrið líka farið að versna. Næst á dagskrá væri að koma bátunum af stað til þorsk- veiða eftir verslunarmannahelgi og síðan yrðu túnfiskveiðar skoðaðar eftir um tíu daga. Fiskistofa sendi frá sér áminningu í upphafi mánaðar, þar sem útgerðir eru minntar á að tilkynna þarf allan túnfiskmeðafla án tafar. Tvö skip Vinnslustöðvarinnar í Vestmanna- eyjum, Kap og Ísleifur, hafa fengið túnfisk sem meðafla á uppsjávar- veiðum í sumar, alls 420 kíló, en talið er að túnfiskurinn elti makríl á norð- lægar slóðir. Túnfiskur sem meðafli reiknast af heildartúnfiskkvóta Ís- lands og er Vísir eina fyrirtækið sem hefur heimild til beinna veiða. Makrílveiðar hafnar Hjá Síldarvinnslunni í Neskaup- stað eru makrílveiðar hafnar eftir verslunarmannahelgi. Beitir NK kom til hafnar í gærmorgun með 760 tonn af makríl. Tómas Kárason, skipstjóri á Beiti, segir að makríllinn sé hinn fallegasti. „Við fengum aflann í fimm holum og það voru mest 180 tonn í holi. Þetta er engin mokveiði en samt í góðu lagi,“ segir Tómas í samtali við heimasíðu SVN. Vilja ekki fara of snemma  Bíða með túnfiskveiðar fram í september  Verðið lægra Morgunblaðið/Þórður Verkun Túnfiskur verkaður í vinnslu Vísis hf. í Grindavík. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og fulltrúar Barnaverndarstofu fund- uðu í gær vegna myndbirtingar lög- reglu af pilti á barnsaldri í tengslum við rannsókn á meintu kynferð- isbroti gagnvart ungum dreng í Breiðholtslaug í síðustu viku. Barnaverndarstofa hafði gagnrýnt lögreglu fyrir myndbirtinguna. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, sagðist mjög ánægður með fundinn, í samtali við mbl.is. „Við gátum fallist á að það voru haldgóðar ástæður til þess að hraða rannsókn málsins,“ sagði Bragi, en sagði þó óheppilegt hvern- ig staðið hefði verið að myndbirting- unni. „Á hinn bóginn breytir það því ekki að það eru ákveðnar reglur sem eru í gildi og í alþjóðlegum samningum og íslenskum lögum sem mæla fyrir um rétt barna til verndar gagnvart nafnleynd og öðru,“ sagði Bragi. Hann telur báða aðila hafa grætt mikið á fundinum og að það muni nýtast þeim til fram- tíðar. Í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að þær ábendingar sem Barnaverndarstofa kom með á fundinum hafi verið gagnlegar. Horft verði til þeirra. Ástæður lögreglu haldgóðar Elsta bifreið sem skráð er sem bílaleigubifreið var nýskráð á þessu ári, en hún er fornbifreið af 1974 árgerð. Ein bifreið er frá 1984, tvær frá 1987 og fjórar frá 1991. Fjórar eru frá 1992 og ein frá 1993. Aðeins rúmlega 2.400 bif- reiðar eru eldri en fimm ára gamlar, eða um níu prósent heildarflotans. Sú elsta er 43 ára gömul Í ELDRI KANTINUM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.