Morgunblaðið - 09.08.2017, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.08.2017, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 2017 Hraðþrif á meðan þú bíður Hraðþrif opin virka daga frá 8-18, um helgar frá 10-17. Engar tímapantanir. Bæjarlind 2, 201 Kópavogur | SÍMI 577-4700 | bilalindin.is Verð frá 4.300,- (fólksbíll) Bíllinn er þrifinn létt að innan á u.þ.b. 10 mínútum. Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is Erla Reynisdóttir var tvítugárið 1970 þegar hún hófstörf að Sólheimum íGrímsnesi og kynntist stofnandanum, Sesselju H. Sig- mundsdóttur, og um leið hug- myndafræði austurríska heimspek- ingsins Rudolfs Steiner. Áherslurnar á Sólheimum voru að mörgu leyti í anda þeirrar hug- myndafræði, eða mannspekistefnu eins og hún er kölluð. „Ég vann með Sesselju í tvö ár, fór þá í sjúkraliða- nám og síðan í kennaradeild Mynd- lista- og handíðaskólans, þar sem ég lærði vefnað og textíl,“ segir Erla. Þegar þar var komið sögu mætti ætla að hún hefði byrjað að vinna við sitt fag eða farið í frekara listnám. En Erla hafði annað í huga. Nefni- lega að nýta listmenntun sína á óhefðbundinn hátt, a.m.k. á þeirra tíma mælikvarða. Hún var heilluð af kenningum Steiners og las sér bæði til um fræðin og Waldorf-skóla, sem byggjast á uppeldis- og kennslu- fræði hans. „Í grein um Waldorf- kennslu rakst ég á nafnið Emerson College á Suður-Englandi þar sem kennd var listþerapía, lífræn ræktun og hægt að velja alls konar náms- greinar í anda fræðanna. Í mínum huga var engin spurning, þangað vildi ég fara.“ Námið vatt upp á sig Sú ákvörðun olli straumhvörfum í lífi Erlu. „Ég ætlaði bara að fara í eins árs kennaranám en breytti um kúrs og hóf þess í stað fjögurra ára nám í því sem kallað er hrynlist og síðan tveggja ára nám til að fá rétt- indi sem þerapisti í hrynlist. Síðara árið fólst í samstarfi við mannspeki- lækna því í öllum Rudolf Steiner- skólum tíðkast að læknar og þerap- istar vinni náið saman. Ég vann við einn slíkan, Mount Champhill- skólann, og eitt leiddi af öðru. Þegar spurðist út að ég væri vefnaðarkenn- ari var ég beðin um að byggja upp vefstofuna í skólanum og síðan boðið starf sem hrynlistarþerapisti og jafn- framt að kenna vefnað.“ Að gefnu tilefni útskýrir Erla að hrynlist sé samspil tals, tónlistar og hreyfinga. „Hrynjandinn streym- ir í gegn. Með öðrum orðum lífið sjálft. Hver tónn eða tónbil hefur ákveðna hreyfingu og hvert hljóð í talmálinu einnig. Forn-Grikkir not- uðu orðið „eurhythmy“ yfir hrynj- andann sem bindur saman talað mál, tónlist og dans. Sumir segja að Steiner hafi endurvakið hrynlistina því hann gaf nemendum sínum leið- Listþerapía í anda mannspekistefnu „Við leitumst við að tengja þau við jörðina, sálina og sig sjálf. Vekja athygli þeirra á undri lífsins og fegurðinni og vísa þeim veginn út í lífið,“ segir Erla Reynisdóttir, sem í rúma þrjá áratugi hefur starfað sem listþerapisti í Rudolf Steiner-skólum á Eng- landi. Frá 1995 hefur hún haft til meðferðar börn með tilfinningaleg og félagsleg vandamál, ADHD og einhverfu. Hrynlist, vefnaður og málun eru hennar fög. List Silkimálverk og vefveggteppi eftir einhverfa drengi í Philpots Manor. Ef leitað er að orðinu aldamótabörnin (e. millennials) er líklegt að orðið „leti“ sé eitt af þremur efstu orð- unum. Þegar talað er um aldamóta- börn er átt við þá einstaklinga sem fæddir eru á árunum 1980-1990 og voru því börn síðasta áratuginn fyrir aldamótin 2000. Borið hefur á að litið sé á þessa kynslóð sem letingja. Þeim fari auðveldlega að leiðast og kjósi að skipta reglulega um umhverfi og starf í stað þess að helga sig einhverju einu starfi. En rannsóknir hafa hins vegar sýnt fram á að þetta viðhorf gagnvart aldamótabörnunum er byggt á mikl- um misskilningi. Niðurstöður flestra rannsókna sem gerðar hafa verið á þessu viðfangsefni benda til þess að aldamótabörnin séu alveg jafn vinnu- söm og foreldrar þeirra, afar og ömm- ur, voru á þeirra aldri. Þetta kemur fram á vef BBC. Þá bendir ekkert til að aldamótabörnin séu gjarnari á að skipta um starf en forfeður þeirra en það þarf ekki að vera neikvætt. Það gefur þessum einstaklingum aukna starfsgetu og þjálfun. Bent hefur ver- ið á að þessi kynslóð fólks sé var- kárari í langtímafjárfestingum og er það tengt við fjármálahrunið árið 2008. Sú hugmynd að aldamótabörn séu löt ýtir þeim áfram, þau kjósa bara frekar að fara aðra leið til þess að ná árangri. Orðstír Y-kynslóðarinnar AFP Fólk Þeir sem slitu barnsskónum fyrir aldamót eru kallaðir aldamótakynslóðin. Aldamótabörnin eru duglegri en talið hefur verið Salsa Iceland býður byrjendum í ókeyp- is prufutíma í salsa kl. 19.30-20.30 í kvöld, miðvikudaginn 9. ágúst, í Odds- son, JL húsinu við Hringbraut. Eftir kennslustundina dunar svo dansinn til kl. 23.30. Allir dansáhugamenn eru hvattir til að líta við, þó ekki væri til annars en að spjalla og kannski horfa á aðra taka sín fyrstu spor og vera þá með næst. Fæstir hafa dansfélaga og því ættu einsamlir ekki að veigra sér við að bregða fyrir sig betri fætinum. Salsa Iceland lofar rómuðu og afslöppuðu andrúmslofti og að taka vel á móti byrjendum, sem og vitaskuld vönum dönsurum. Í salsasamfélaginu er hefð fyrir því að allir dansi við alla og séu ófeimnir að bjóða upp í dans. Endilega . . . . . . lærið að dansa salsa Listamaður ágústmánaðar á bóka- safni Garðabæjar er Rúna K. Tetzchner. Rúna starfar við listir og fræði. Hún er með BA-próf í íslensku og MA-nám í norrænni trú frá Háskóla Íslands. Rúna á að baki sjö ára nám í Mynd- listaskólanum í Reykjavík. Henni er margt til lista lagt og hefur sýnt verk sín á Íslandi en oftar erlendis, einkum í Danmörku. Hún er rithöfundur og hefur sent frá sér ljóðabækur, barna- bækur og fræðibækur. Rúna er safnvörður í Króki í Garða- hverfi í Garðabæ og skrifstofustjóri Sögufélagsins Á sýningu Rúnu má sjá glitrandi tússlitamyndir og þaralistaverk. Myndirnar eru unnar á pappír með vatnstússlitum þar sem glitrandi duft- litir eru bræddir á pappír með hita- tæki. Á sýningunni eru skreytingar Rúnu á rekavið þar sem unnið er með gjafir hafsins. Myndir Rúnu eru á mörkum fantasíu sem kenna má við töfraraunsæi og fela í sér jákvæð skilaboð. Þær má nota til íhugunar og skapandi ímyndunar. Listamaður ágústmánaðar Glitrandi tússlitamyndir og þaralistaverk Rúnu K. Tetzchner Mynd/Bókasafn Garðabæjar List Myndum Rúnu á Bókasafni Garðabæjar er lýst sem umbreytingarorku og andlegum tengslum á mörkum fantasíu sem kenna má við töfraraunsæi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.