Morgunblaðið - 09.08.2017, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 09.08.2017, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 2017 ✝ Pálmar Þor-steinsson fædd- ist í Sandgerði 8. september 1934. Hann lést á Land- spítalanum 27. júlí 2017. Foreldrar hans voru Guðrún Bene- diktsdóttir, f. 9. október 1912, d. 20. nóvember 1972, og Þorsteinn Pálsson, f. 8. júní 1909, d. 12. febrúar 1944. Fósturfaðir Pálmars, seinni maður Guðrúnar, var Svavar Víglundsson, f. 28. des- ember 1903, d. 10. mars 1954. Alsystkini Pálmars voru Einar Grétar, f. 30. júlí 1932, d. 18. nóvember 2008, Steinunn, f. 9. febrúar 1936, d. 25. janúar 2017, Sigurður Benedikt, f. 30. júlí 1938, d. 13. janúar 1995. Hálf- systkini hans sammæðra eru Þorsteinn Svavarsson, f. 1. júlí 1946, Halldór Svavarsson, f. 6. apríl 1948, og Dagný Svav- arsdóttir, f. 14. október 1949. Svavar Víglundsson átti einn son frá fyrra hjónabandi, Sigfús, f. 1959, á þrjú börn með fyrrver- andi eiginkonu, Guðrúnu Jó- hönnu Benediktsdóttur, f. 30. júní 1967. Þau eru Benedikt Rafn, f. 11. janúar 1990, Ágúst Már, f. 4. desember 1991, og Helga Jóna, f. 25. nóvember 1994. Guðrún Svava, f. 28. des- ember 1961, var gift Jóhannesi Ólafssyni, f. 19. september 1952, d. 25. júlí 2016. Guðrún Svava á tvær dætur með fyrri sambýlis- manni, Sigurði Haukssyni, f. 14. apríl 1954; Kamillu Rut, f. 20. júní 1982, og Söru Margréti, f. 1. mars 1988. 6) Guðbjörg Svein- fríður, f. 10. desember 1964, gift Frímanni Þór Þórhallssyni, f. 24. janúar 1963. Þau eiga þrjú börn; Daníel Ómar, f. 7. júlí 1981, Bjarka Þór, f. 19. mars 1988, og Andreu Ósk, f. 27. ágúst 1990. Barnabarnabörn Pálmars og Helgu eru 21 talsins. Pálmar byrjaði mjög ungur til sjós og varð það hans ævistarf. Hann fór í Stýrimannaskólann og var eftir það ýmist skipstjóri eða stýrimaður á skipum og bátum. Árið 1980 keypti hann sér trillu, Hafbjörgu HF-3, sem hann gerði út frá Hafnarfirði til ársins 2006. Þá tók hann að sér ýmis störf, tengd hafinu og ævistarfinu eins lengi og heilsan leyfði. Útför Pálmars fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 9. ágúst 2017, klukkan 13. 25. febrúar 1929, d. 13. maí 2011, og ólst hann upp með þeim systkinum. Eftirlifandi eig- inkona Pálmars er Helga Jóna Guð- jónsdóttir, f. 27. apríl 1933. Börn þeirra eru: 1) Mar- grét, f. 6. júlí 1955, gift Birgi Árnasyni, f. 21. október 1957. Margrét á tvær dætur með fyrri eiginmanni, Geir Guðmundi Gunnarssyni, f. 27. júní 1955, Margréti Ólöfu, f. 14. nóvember 1971, og Helgu Rún, f. 15. febr- úar 1974. Birgir á son frá fyrri sambúð, Árna Einar, f. 5. febr- úar 1975. Margrét og Birgir eiga saman dótturina Mariu Önnu, f. 27. desember 1999. 2) Drengur, f. 31. júlí 1956, d. 3. ágúst 1956. 3) Þorsteinn, f. 30. september 1957, kvæntur Guð- rúnu Steinþórsdóttur, f. 30. mars 1959. Þau eiga þrjú börn; Evu, f. 14. febrúar 1980, Pálmar, f. 30. mars 1983, og Tinnu, f. 6. maí 1988. 4) Guðjón, f. 16. júlí Kæri bróðir. Nú þegar þú hefur kvatt þenn- an heim þá langar mig að skrifa til þín nokkrar línur. Þú varst eldri bróðir minn og greinilegt að þú tókst það hlut- verk ætíð alvarlega. Varst alltaf til staðar þegar á þurfti að halda. Sjórinn og fiskvinna voru þitt ævistarf. Þú stundaðir sjó- mennsku mest á togurum og síð- ari árin á trillu sem þú gerðir út. Ég var þeirrar ánægju aðnjót- andi að fá að vera samskipa þér á togara í nokkra mánuði árið 1963, þar sem þú varst stýrimað- ur og ég háseti. Ég man hvað ég var stoltur af bróður mínum því mannkostir þínir og góður húmor komu ber- lega í ljós þar og greinilegt að þú naust stuðnings og væntum- þykju okkar allra í áhöfninni. Þú varst jafnan með góðan húmor og gast komið ólíklegasta fólki til að hlæja. Bjartsýni þín og dugnaður voru öðrum hvatn- ing. Þú misstir annan fótinn í vinnuslysi aðeins 17 ára gamall en þú lést það ekki aftra þér frá vinnu og aldrei heyrði ég þig kvarta þrátt fyrir að það hafi örugglega ekki verið auðvelt að standa þannig í netavinnu eða annarri vinnu á sjó. Þú varst afburða verkmaður í hverju sem þú tókst þér fyrir hendur og netavinna lék í hönd- um þér. Ég er þakklátur fyrir að hafa átt þig sem bróður og ég er þakklátur fyrir þann tíma sem við áttum saman. Til dæmis þeg- ar þið hjónin heimsóttuð okkur á Drangsnes og eydduð tíma á Bryggjuhátíð með okkur. Það eru minningar sem við fjölskyld- an varðveitum í hjarta okkar um alla tíð. Ég er þakklátur fyrir að ég og kona mín, Jóna, fengum að vera ferðafélagar þínir og dóttur þinnar Guðrúnar til Neskaup- staðar í febrúar síðastliðinn. Þar vorum við saman í jarðarför Stellu systur okkar. Við ókum um bæinn og þú sýndir okkur hinum hvar hinir og þessir bjuggu áður fyrr ásamt því að þú sagðir okkur sögur frá þeirri tíð er við bjuggum fyrir austan. Þú varst orðinn ungling- ur þegar foreldrar okkar fluttu suður en ég smápatti þannig að það var virkilega gaman að heyra og sjá þessar minningar. Góð er til dæmis sagan um þegar þú vannst hjá Svavari fóst- urföður þínum sem unglingur og fékkst útborgað með ávísun. Þú skilaðir ávísuninni og sagðist ekki vilja sjá svona bréfarusl. Vildir bara peninga. Ég veit það Pálmar að þú varst ekki mikið fyrir að taka hóli en ég verð bara að segja að betri bróður er varla hægt að hugsa sér. Ég kveð þig kæri bróðir með miklum söknuði. Ég votta Helgu konu þinni og börnum, barna- börnum og barnabarnabörnum samúð okkar hjóna. Þorsteinn (Steini). Við fráfall Pálmars, svila míns, leita á hugann minningar um góðan mann, ljúfmenni sem skil- ur eftir sig stórt skarð í ástvina- hópi. Kynni okkar Pálmars spanna nær sextíu ár. Atvikin höguðu því svo að við sóttum báðir konu- efni okkar, systurnar Helgu og Hervöru, til Önundarfjarðar. Pálmar byrjaði ungur sjó- mennsku sem hann gerði að ævi- starfi sínu. Þegar Pálmar var á sautjánda aldursári lenti hann í alvarlegu vinnuslysi á togaranum Keflvík- ingi og bar hann þess merki alla tíð. Þetta var um það leyti sem þau Pálmar og Helga, eiginkona hans, höfðu ákveðið að eiga sam- leið í lífinu. Á þeim tíma voru þáttaskil í íslensku atvinnulífi sem Pálmar tók þátt í af miklum dugnaði og framsækni. Skipin stækkuðu og koma togaranna jók ísfisksölu á erlendum mörkuðum. Auk þess var saltfiskverkun í landi sem lagði grunninn að vexti Hafnar- fjarðarbæjar, þar sem þau stofn- uðu heimili og atvinnulífið tók kipp. Togurum var haldið til veiða á dýpri og fjarlægari mið árið um kring. Pálmar aflaði sér skipstjórn- arréttinda og starfaði á ýmsum skipum áður en hann stofnaði eigin útgerð með kaupum á bátn- um Hafbjörgu sem hann fiskaði vel á og var happaskip. Síðar byggði Pálmar sér fiskverkunar- hús í Hafnarfirði til að verka aflann sjálfur. Þessi umsvif Pálmars kölluðu oft á langan vinnudag en án góðrar eiginkonu er vitanlega ekki unnt að byggja upp trausta afkomu. Við þessar aðstæður kemur einmitt í ljós hve miklu tveir aðilar fá áorkað þegar vel er staðið saman í upp- byggingu fyrirtækis og heimilis. Pálmar og Helga áttu fimm börn sem öll bera mannkostum for- eldranna fagurt vitni. Þau byggðu sér heimili að Þúfubarði 10 en þaðan eigum við hjónin góðar minningar. Í hverju kaffi- boðinu á fætur öðru svignuðu borð undan heimagerðu bakkelsi Helgu sem var annáluð fyrir glæsimennsku og glaðværð. Oft- ar en ekki var umræðuefnið Hestur í Önundarfirði, æsku- heimili maka okkar en Pálmar kom vel að lagfæringum á Hest- bænum. Það ríkti mikil einlægni og ástríki á milli þeirra hjóna og barna þeirra. Helga var óþreyt- andi að létta Pálmari lífið á erf- iðum stundum en Pálmar var mikil hetja í okkar augum, frum- kvöðull og óþreytandi til vinnu alla tíð. Samúðarkveðjur sendum við Helgu og allri fjölskyldunni. Minning um mætan mann lifir. Guðmundur, Hervör og börn. Pálmar Þorsteinsson Í dag hefði Elis Guðjónsson orðið 86 ára, en hann lést 20. desember 2016. Ég kom til Grundarfjarðar 1975-76 og kynntist Ella þá lítils- háttar. Ég kynntist Ella betur þegar ég var ráðinn sem hafnar- vörður og unnum við saman í tæp 10 ár og betri vin og starfsfélaga hef ég ekki átt fyrr eða síðar. Við vorum meira vinir en starfsfélag- ar og ekki minnkaði vinskapurinn þegar við urðum nágrannar, enda sagði einn skipstjórinn að þetta væri fínt því nú gæti hann skammað okkur báða í einu á miðri innkeyrslunni hjá okkur. Að vinna með Ella í 10 ár var mikil ánægja og forréttindi. Sporléttari mann hef ég ekki fundið, en á 10 árum rifjast margt upp allt mjög gott og skemmti- legt. Minnisstætt er þegar Elli fékk þá snilldar hugmynd að safna myndum af öllum skip- stjórum sem róið höfðu frá Elis Guðjónsson ✝ Elis Guðjóns-son fæddist 9. ágúst 1931. Hann lést 20. desember 2016. Útför hans fór fram 29. desember 2016. Grundarfirði í lengri eða skemmti tíma en Gaui sonur hans sá um alla myndvinnsluna. En nú þurfti mynd- aramma fyrir allar þessar myndir, en Elli dó ekki ráða- laus. Keypti hann tvo ramma, annan mjög ódýran og hinn vandaðan við- arramma. Með þessa ramma fór hann svo á fund sveitarstjóra og sýndi henni þessa tvo mynd- aramma sem báðir voru með mynd af afa hennar. Björg var ekki lengi að velja vandaða við- arrammann. Þegar Elli kom svo niður í vigtarskúrinn sagði hann við mig og brosti breitt: „Hún valdi viðarrammann.“ Þá unnum við að því að fá skemmtiferðaskip til Grundar- fjarðar og gekk það ekki þrauta- laust fyrir sig. Við buðum að þeir þyrftu ekki að borga neitt ef það kæmi eitt skip til prufu. Guð- mundur þakkaði gott boð en sagði að það þyrfti alltaf að borga hafnargjöld það væri í lögunum. Nokkrum dögum seinna hringir hann í okkur og segir að það komi lítið skip til okkar sem heitir Astra en það þurfið að útvega lóðs til að sigla því inn fjörðinn. Enginn af þeim sem við leituðum til vildi greiðslu af neinu tagi og ber að þakka þeim öllum fyrir sinn hlut við að gera Grundar- fjörð að einni stærstu skemmti- ferðaskipahöfn landsins. Þegar við Elli hættum á höfninni vorum við farnir að fá tilkynningar um að skipin væru skráð í Grundar- firði en ekki Ólafsvík og Stykk- ishólmi. Með vaxandi skipakomu til Grundarfjarðar voru úrbætur í hafnarmálum nauðsynlegar, lenging stóru bryggju um 100 metra og ný flotbryggja. En þeg- ar nýja flotbryggjan var vígð var hún nefnd Rósella í höfuðið á okkar Ella. Það væri við hæfi þar sem bátar skemmtiferðaskipa komu að með ferþega sem fóru í skoðunarferðir um Snæfellsnes- ið. Við Elli tókum 2.800 myndir á þessum 10 árum sem við unnum saman á höfninni. Sveinn á Eiði skannaði þær síðan allar inn í tölvu og brenndi svo á disk en síð- an var öllum myndunum skellt á heimasíðuna 123.is/rosiogbogga. En þar má finna myndir af bátum og mannlífi við höfnina. Það hef- ur mikið breyst við höfnina síðan við Elli vorum þar allsráðandi. Örfáir bátar og trillur og skemmtiferðaskip. Hver hefði trúað þessu fyrir 15 árum eða svo þegar Grundarfjarðarhöfn var með þeim stærstu í lönduðum fiski á landinu. En svona er lífið og minnkandi kvóti. En hvað er til ráða? Nú vantar Ella, hann hefði haft einhver ráð. Ég gæti haldið áfram enda- laust en geymi aðrar minningar með mér. Þó að það hafi verið 20 ár á milli okkar í aldri fann ég aldrei fyrir því. Að lokum, takk Elli, fyrir frábær 10 ár. Meira: mbl.is/minningar Rósant Egilsson. ✝ Hulda Guð-jónsdóttir fæddist á Brim- nesi, Langanesi, 7. desember 1922. Hún lést á Hjúkr- unarheimilinu Eir 6. júlí 2017. Börn hennar og Daníels Gunn- laugssonar frá Eiði á Langanesi, f. 20. janúar 1905, d. 6. júní 1980, eru: Þor- björg (Lilla), látin, Guðrún (Minný), látin, Völundur og Ísabella. Hún lætur eftir sig fjölda af- komenda. Útför hennar fór fram frá Graf- arvogskirkju 17. júlí 2017. Þá er hún mamma farin í loka- ferðalagið. Þetta verða stutt kveðjuorð frá mér. Ég ætla ekki að fara í gegn- um hennar lífsgöngu, það gerði Hjalti Tómasson, barnabarn hennar, svo eftirminnilega við jarðarförina. Ætla að kveðja hana með ljóði eftir Stein Stein- ar. Hún hélt mjög upp á ljóð- skáldin okkar gömlu og kunni býsnin öll af þeirra kveðskap. Kvöldljóð er kveðja frá mér: Mitt hjarta er fullt af mjúku, svörtu myrkri, sem mannlegt auga fær ei gegnum séð. Í dimmri ró, það dylur vitund þinni, á djúpsins botni allt, sem hefur skeð. Lát storminn æða blint um höll og hreysi og hrinda opnum dyrum ríks og snauðs. Lát heimsins unað hyljast mold og sandi, mitt hjarta er ríkt og gætir vel síns auðs. Mitt hjarta er fullt af heitu, svörtu myrkri, sem hrynji miðrar nætur rökkursjár. Og djúpt í þessu myrkri er mynd þín falin, með munn sem granatepli og sólgyllt hár. (Steinn Steinarr) Hún hafði yndi af ferðalögum og eftir að pabbi dó árið 1980 fór hún út um allan heim, oftast með ferðaklúbbnum Garðabakka. Í nokkur þeirra fór Minný systir með henni. Seinna kvæðið eftir Stein heit- ir „Ferðasaga“. Ég vil endilega láta það fylgja, því það sýnir að sú gamla hafði lúmskan húmor: Einn dag fyrir átta árum með eimskipi tók ég far. Nú man ég því miður ekki hver meining þess ferðalags var. En einhverra orsaka vegna að endingu landi var náð. Og það var með ánægju þegið, því þetta var skipstjórans ráð. Og svo hef ég verið hér síðan og sofið og vakað og dreymt. En eins og ég sagði áðan, er erindið löngu gleymt. (Steinn Steinarr) Ísabella. Hulda Guðjónsdóttir Þökkum öllum sem sýndu okkur vináttu og hlýhug við andlát og útför móður okkar, HULDU GUÐJÓNSDÓTTUR frá Þórshöfn á Langanesi. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Grafarvogskirkju, útfararþjónusta Rúnars Geirmundssonar og tónlistarmenn. Þá viljum við einnig þakka starfsfólki á hjúkrunarheimilinu Eiri, deild 3N, sem annaðist hana síðustu árin af einstakri alúð og natni. Ísabella Daníelsdóttir Völundur Daníelsson Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ERLA SIGRÚN SIGURÐARDÓTTIR, Faxabraut 20, Reykjanesbæ, lést laugardaginn 22. júlí. Jarðarförin fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Dagný Haraldsdóttir Steinar Harðarson Marta Haraldsdóttir Hjörtur B. Fjeldsted Helga Haraldsdóttir Guðmundur Baldvinsson Haraldur Haraldsson Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför ÞÓRIS JÓNSSONAR fv. forstjóra. Jósefína Lára Lárusdóttir Sigríður Jóna Þórisdóttir Sigurjón Sighvatsson Anna Laufey Sigurðardóttir Guðmunda Helen Þórisdóttir Sigurður Gísli Pálmason Heba Þórisdóttir Shepherd Stevenson Sigfríð Þórisdóttir Guðjón Pedersen Katrín Hall Bjarni Halldórsson Lárus Halldórsson Lára Kemp börn og barnabörn Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.