Morgunblaðið - 09.08.2017, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 09.08.2017, Blaðsíða 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 2017 Atomic Blonde Þegar breskur njósnari er myrtur í Berlín rétt fyrir fall múrsins ákveður leyniþjónustan MI6 að senda á vettvang sinn besta starfs- kraft, hina eitilhörðu Lorraine Broughton (Charlize Theron). Leikstjóri er David Leitch og meðal leikara eru James McAvoy, John Goodman og Jóhannes Haukur Jóhannesson. Rotten Tomatoes: 76% Metacritic: 63/100 Annabelle: Creation Nokkrum árum eftir að dóttir brúðugerðarmannsins Samuels og eiginkonu hans deyr í skelfilegu bíl- slysi ákveða hjónin að breyta húsi sínu í heimili fyrir munaðarlausar stúlkur. Allt gengur vel til að byrja með þar til stúlkurnar og nunnan sem gætir þeirra uppgötva að það er eitthvað illt á kreiki í bygging- unni. Leikstjóri er David F. Sand- berg, en í helstu hlutverkum eru Lulu Wilson, Talitha Bateman og Miranda Otto. Rotten Tomatoes: 87% Metacritic: 69/100 Out of Thin Air Out of Thin Air er ný íslensk-bresk heimildarmynd um Guðmundar- og Geirfinnsmálið í leikstjórn Dylans Howitt. Myndin byggir að hluta til á gömlu myndefni frá áttunda ára- tugnum, nýjum viðtölum og leikn- um atriðum sem leikstýrt var af Howitt og Óskari Jónassyni. Tónlist gerði BAFTA-verðlaunahafinn Ólafur Arnalds. Upptökustjóri er Bergsteinn Björgúlfsson. Myndin er framleidd í samstarfi Sagafilm og Mosaic Films í London. Meðal þeirra sem fram koma í myndinni eru Erla Bolladóttir, Guðjón Skarp- héðinsson, Gísli Guðjónsson, Ragn- ar Aðalsteinsson, Páll Arnór Páls- son, Kristín Anna Tryggvadóttir, Hafþór Sævarsson, Arndís Sig- urðardóttir, Ögmundur Jónasson og Valtýr Sigurðsson. Bíófrumsýningar Njósnari, hrollvekjandi dúkka og mannshvarf Töffari Lorraine sem Charlize Theron leikur er lýst sem blöndu af Bond, Jason Bourne og John Wick. Þorgerður Anna Gunnarsdóttir thorgerdur@mbl.is „Ætli það sé ekki framtaksleysi, þótt það hljómi kannski niðurdrepandi. Ég var bara ekki búinn að kýla á það,“ segir Ólafur Jónsson um ástæðu þess að hann hafi ekki gefið út plötu fyrr en nú. Ólafur ætlar að fagna útgáfu plötunnar Tími til kom- inn með tónleikum á Jazzhátíð Reykjavíkur á morgun, fimmtudag, kl. 22.20 í Norðurljósum Hörpu. „Ég hef verið að stússast í mörgu og hef tekið þátt í mörgum verk- efnum. Svo er ég að kenna mikið og er í Stórsveit Reykjavíkur, ég spila hér og þar. En í ljósi þess að ég var að verða fimmtugur fannst mér vera tími til kominn,“ segir Ólafur, sem fagnar fimmtugsafmæli sínu þann 18. ágúst og kveðst líklega einnig ætla að halda upp á stórafmælið með veislu. Á plötunni eru lög sem Ólafur hef- ur samið á 20 ára tímabili og í tilkynn- ingu segir að þar sé ólíkum tónlistar- stefnum blandað saman á frumlegan máta. „Á plötunni eru tvö lög sem ég samdi fyrir 20 árum, eins og gengur og gerist á maður þetta bara í skúff- unni. Reyndar spiluðum við þessi verk á sínum tíma, einmitt á Jazzhá- tíð Reykjavíkur. Ég ákvað svo að at- huga hvort mér líkaði enn við þau og það kom í ljós. Svo eru þarna tvö lög sem ég samdi í kringum árið 2000 en restina samdi ég á síðustu tveimur ár- um og það nýjasta í apríl á þessu ári,“ segir Ólafur. Vill gera sitt besta Hann kveðst hafa samið lögin af hinum ýmsu tilefnum, en önnur ein- faldlega af því að hann hafi viljað semja tónlist og gera sitt besta. „Eitt af fyrstu lögunum heitir „Nýtt líf“ og ég samdi það eftir að dóttir mín fædd- ist. Síðan er þarna lag sem heitir „Minningar“, það samdi ég til minn- ingar um afa minn sem lést skömmu áður, og einnig lag sem heitir „Annar dagur páska“ sem ég samdi núna í apríl, það samdi ég þegar góðvinur okkar lést á þeim degi.“ Með Ólafi spila á plötunni - og einn- ig á tónleikunum - píanóleikarinn Ey- þór Gunnarsson, bassaleikarinn Þor- grímur Jónsson og trommuleikarinn Scott McLemore. Á tónleikunum munu þeir eingöngu spila lög af plötu Ólafs. „Þetta er náttúrulega hluti af Jazzhátíðinni og platan passar vel í þá tímarifu sem við fáum. Þetta kvöld verða einhverjir tvennir tónleikar á undan. Þetta er heilmikil hátíð og það er mikil tilhlökkun hjá mér að spila og hlusta á aðra.“ Þetta eru einu tónleikarnir sem Ólafur spilar á á hátíðinni þetta árið og eftir þá verður Tími til kominn til sölu á kostakjörum, að sögn Ólafs. „Það er heiður að fá að koma fram með þetta á Jazzhátíð og spila með þessum flottu hljóðfæraleikurum. Það er mikil tilhlökkun í okkur,“ segir hann að lokum. Morgunblaðið/Ófeigur Stórafmæli „Í ljósi þess að ég var að verða fimmtugur fannst mér vera tími til kominn,“ segir Ólafur Jónsson sem hefur gefið út fyrstu plötu sína. Tími til kominn hjá Ólafi Jónssyni  Ólafur fagnar fimmtugsafmælinu með fyrstu plötu sinni Japanski leikarinn Haruko Naka- jima er látinn, 88 ára að aldri. Nakajima lék ófreskjuna Godzilla í 12 kvikmyndum um hana og einnig í hinni sígildu kvikmynd Akira Kurosawa, Sjö samúræjar, auk fjölda japanskra stríðsmynda. Nakajima hóf feril sinn í kvik- myndum sem áhættuleikari í sam- úræja- og stríðsmyndum og var í hlutverki stigamanns í fyrrnefndri kvikmynd Kurosawa. Árið 1954 birtist hann svo í búningi Godzilla og var sá níðþungur, gerður úr steypu þar sem skortur var á gúmmíi í Japan á eftirstríðs- árunum, að því er segir í frétt á vef dagblaðsins The Guardian. Búningurinn mun hafa vegið um 100 kg og sagði Nakajima í viðtali við CBS-fréttastöðina árið 2014 að hitinn inni í honum hefði farið upp í um 60°C. Leikarinn reyndi að líkja eftir hreyfingum bjarndýra og fíla í hlutverki Godzilla og lék hann skrímslið síðast í kvikmynd frá árinu 1972, Godzilla vs. Gigan. Erfiðisvinna Nakajima með styttu af Godzilla. Búningurinn sem leikarinn þurfti að vera í var skelfilega heitur og þungur. Leikarinn sem lék Godzilla látinn AFP Skútuvogur 1c 104 Reykjavík | Sími: 550 8500 | www.vv.is FJARLÆGÐAMÆLIR LD 220 Eiginleikar: Drægni: 30m Nákvæmni: +/- 3mm Mælir: Lengd, fermetra og rúmmetra. Gæðastaðall: Class 2 Aflgjafi: 2 x AAA Veðurþol: IP54 Verð 7.998 kr. SÝND KL. 8, 10 SÝND KL. 5, 8, 10.25 SÝND KL. 10.30SÝND KL. 5SÝND KL. 7.50 Miðasala og nánari upplýsingar 5% ÍSL. 2D KL. 4, 6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.