Morgunblaðið - 09.08.2017, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.08.2017, Blaðsíða 10
Framkvæmdir í Kirkjustræti Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Það er ekki á hverjum degi sem byggingar rísa sunnanvert við Kirkjustræti í Reykjavík. Nú er á vegum Alþingis verið að endurbyggja millibyggingu milli tveggja sögufrægra timburhúsa. Um er að ræða græna húsið Kirkju- stræti 10 (Kristjánshús) og gula hús- ið Kirkjustræti 8b (Blöndahlshús). Bæði þessi hús eru notuð fyrir skrif- stofur Alþingis. Meðal annars er for- seti Alþingis með vinnuaðstöðu í Blöndahlshúsi. Millibyggingin hefur númerið Kirkjustræti 10a og verður 102 fermetrar. Batteríið arkitektar teiknuðu bygginguna. Að sögn Helga Bernódussonar, skrifstofustjóra Alþingis, var milli- byggingin byggð rétt fyrir aldamót- in 2000 þegar bæði timburhúsin voru gerð upp. Gengið er inn í bæði húsin um þessa byggingu. Hún var höfð inndregin til að skyggja ekki á þessi gömlu sögufrægu hús. Nú er verið að hækka þessa milli- byggingu um eina hæð, m.a. til þess að hægt sé að komast upp á 3. hæð Blöndahlshúss með lyftu. Fram- kvæmdum á að ljúka í haust. Í bók Páls Líndal, Reykjavík, Sögustaður við Sund, segir að Magnús Th.S. Blöndahl hafi reist Kirkjustræti 8b árið 1905. Þar voru íbúðir framan af en húsið var notað til skrifstofu- og verslunarrekstrar síðustu áratugina áður en Alþingi fékk það til afnota. Kristján Ó. Þor- grímsson reisti Kirkjustræti 10 árið 1879. Þar rak hann upphaflega bóka- búð og síðar aðra verslunarstarf- semi. Þá var náttúrugripasafnið þar í nokkur ár í tveimur herbergjum. Alþingi hefur yfir að ráða tveimur húsum til viðbótar sunnan Kirkju- strætis. Um er að ræða Kirkjustræti 8a, sem var lengi þekkt sem Hótel Skjaldbreið. Húsið er timburhús á kjallara, þrjár hæðir, reist árið 1906. Það hefur verið endurbyggt og var nýlega tekið í notkun. Einnig Skúlahús sem fært var á reitinn númer 4 við Kirkjustræti, en stóð áður við Vonarstræti 12. Húsið var byggt árið 1908.  Millibygging milli tveggja sögufrægra húsa hækkuð  Báðar byggingarnar hýsa skrifstofur Alþingis Morgunblaðið/Hanna Bygging Millibyggingin við Kirkjustræti verður tilbúin síðar í haust. Hún verður 102 fermetrar að stærð. 10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 2017 Hinsegin dagar í Reykjavík hófust formlega í gær. Sú hefð hefur skap- ast að mála gleðirendur í litum regn- bogans á götuna á fyrsta hátíðardegi og í ár eru rendurnar við inngang Ráðhúss Reykjavíkur. Eva María Þórarinsdóttir Lange, formaður Hinsegin daga, segir að upphaflega hafi verið ætlunin að mála stéttina í Hljómskálagarðinum, en þar munu útitónleikar að lokinni Gleðigöngunni fara fram að þessu sinni. Vegna rigningarspár var þó ákveðið að breyta staðsetningunni. „Við erum alltaf ótrúlega spennt og stolt af því að geta rekið þessa há- tíð bara einungis með sjálfboða- liðum. Það er alveg ómetanlegt að finna fólk sem er til í að hjálpa til og láta þetta gerast,“ segir Eva, full til- hlökkunar, enda fjölbreytt dagskrá framundan næstu daga. Morgunblaðið/Árni Sæberg Regnbogi Stjórn Hinsegin daga og borgarstjóri við málningarvinnuna. Gleðirendurnar marka upphaf Hinsegin daga Erna Ýr Öldudóttir ernayr@mbl.is „Það er enginn að skoða þetta,“ seg- ir Guðmundur H. Einarsson hjá Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar spurður hvort verið sé að taka sýni eða kanna uppruna á innfluttum eggjavörum og matvælum sem inni- halda egg frá Evrópu. Milljónir eggja voru fjarlægðar úr matvöruversl- unum og vöruhús- um í Hollandi, Belgíu og Þýska- landi eftir að í ljós kom að í þeim fannst mikið magn skordýra- eitursins Fipronil sem ekki er leyfi- legt að nota í eða nálægt matvæla- framleiðslu. Heilbrigðiseftirlitið í Hollandi hefur sagt að neysla eggjanna geti haft veruleg áhrif á lýðheilsu, en 180 eggjabúum hefur verið lokað og varað er við neyslu eggja frá 27 búum til viðbótar. Starfa eftir áætlun MAST „Við hjá heilbrigðiseftirlitum sveitarfélaganna störfum eftir að- gerðaáætlun Matvælastofnunar (MAST) og aðstoðum þau við sýna- tökur,“ segir Guðmundur og bætir við að ekki hafi komið ósk frá stofn- uninni um sýnatökur í tengslum við þetta mál. Svipað svar er að fá hjá Óskari Ísfeld Sigurðssyni hjá Heil- brigðiseftirliti Reykjavíkur, sem segir að eitt af hlutverkum MAST sé að gera sýnatökuáætlun vegna eftirlits með varnarefnaleifum í matvælum fyrir heilbrigðiseftirlitið til að starfa eftir, en engin sýnatö- kuáætlun til að kanna þetta mál sérstaklega liggi fyrir. Um 300 sýni eru tekin árlega úr matjurtum. „Það mega greinast restar af varnarefnum í matvælum og það kemur fyrir að þau finnast innan leyfilegra marka. Matvælastofnanir erlendis telja ekki ástæðu til að ótt- ast, menn meta það þannig að ekki sé hætta fyrir neytendur,“ segir Óskar. Telur hættuna hverfandi „Hættan er talin hverfandi,“ seg- ir Dóra S. Gunnarsdóttir, forstöðu- maður neytendaverndar hjá MAST, og vísar í heimasíður sænsku og norðurírsku matvælastofnananna, sem telja ekki ástæðu til að hafa áhyggjur. Á heimasíðu sænsku mat- vælastofnunarinnar kemur fram að 95% eggjanna sem neytt er þar- lendis séu frá sænskum eggjabúum og fram kemur á heimasíðu norður- írsku matvælastofnunarinnar að að- eins 0,0001% eggjanna sem neytt er á Bretlandi hafi verið frá þessum búum. Á Íslandi er mikið af köku- og brauðdeigi ásamt eggjahvítum, eggjadufti o.fl. flutt til Íslands m.a. frá Evrópu til matvælaframleiðslu en eins eru ýmis innflutt matvæli sem innihalda egg, svo sem mæjó- nes, kökur, kex o.fl. Vísaði á heilbrigðiseftirlitin Þorvaldur H. Þórðarson, fram- kvæmdastjóri hjá Matvælastofnun, sem hefur yfirumsjón með rekstri skrifstofu inn- og útflutnings mat- væla, taldi sig í samtali við Morgun- blaðið ekki eiga að hafa eftirlit með öðru en „skjalaskoðun og því hvort egg og eggjamassi hefðu verið hit- uð“ til að koma í veg fyrir sjúkdóma og vísaði í reglugerð um varnir gegn dýrasjúkdómum nr. 448/2012. Vísaði hann á heilbrigðiseftirlit sveitarfélaganna að fylgja þessu máli eftir. Í Matvælalögum nr. 93/1995 segir að Matvælastofnun fari með opin- bert eftirlit með matvælum og sé ráðherra til ráðgjafar. Þar kemur einnig fram að óheimilt sé að mark- aðssetja vöru sem ekki telst örugg eða er heilsuspillandi. Telja hættuna vera hverfandi  MAST hefur ekki látið kanna hvort innfluttar eggjavörur innihaldi Fipronil AFP

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.