Morgunblaðið - 09.08.2017, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 09.08.2017, Blaðsíða 27
margsinnis komið til Íslands í heimsókn. Hrafnhildur bjó í Bryne í Nor- egi 1998-1999 þar sem hún spilaði handbolta. „Ég fór svo heim til að ljúka við háskólanám, sem ég gerði frá Kennaraháskólanum árið 2002. Á þessum árum spilaði ég með FH í handbolta eftir að hafa spilað með ÍR upp alla yngri flokka. Ég eignaðist elstu dóttur mína meðan ég var í námi og fór svo strax út eftir að ég kláraði há- skólanámið. Hrafnhildur fór til Danmerkur þar sem hún spilaði handbolta með Team Tvis Holtebro 2002- 2004. Þá fluttist fjölskyldan til Árósa þar sem hún spilaði með SK Århus til 2007. „Þá eignaðist ég annað barnið og flutti svo til Ís- lands 2008 og spilaði með Val og fór að kenna í Hofsstaðaskóla í Garðabæ.“ Þá fór Hrafnhildur að spila með Val, frá 2008 til 2014 þar sem Valskonur urðu m.a. fjórum sinn- um Íslandsmeistarar, þrisvar sinn- um bikarmeistarar og fjórum sinn- um deildarmeistarar. „Ég hætti að spila 2014 og eignaðist þriðja barnið. Við fluttumst til Vest- mannaeyja 2015 og ég hef þjálfað þar síðan.“ Hún kennir einnig dönsku í Barnaskólanum í Eyjum. Hrafnhildur er landsleikjahæsta handknattleikskona Íslands frá upphafi með 170 landsleiki og er einnig sú markahæsta, með 620 mörk. Hún var valin handknatt- leikskona ársins 2004 og 2005 og íþróttamaður Reykjavíkur 2011. „Ég hef rosalega mikinn áhuga á öllum íþróttum og það sama má segja um alla fjölskylduna. Móðir mín setti t.d. Íslandsmet í 100 m hlaupi meyja. Það met var svo slegið 19 árum seinna þegar ég var sjálf að keppa á frjáls- íþróttamóti á Selfossi. Afi minn, Rúnar Guðjónsson, sem dó núna í maí síðastliðnum vígði íþróttahúsið á Hvolsvelli árið 1997, þá 64 ára með því að stökkva stangarstökk.“ Þrjár systur Hrafnhildar, Dagný, Drífa og Rebekka, hafa síðan spil- að fyrir íslenska landsliðið í hand- bolta. Fjölskylda Eiginmaður Hrafnhildar er Viktor Hólm Jónmundsson, f. 6.3. 1977, menntaður húsasmiður en starfar í dag sem framkvæmda- stjóri handknattleiksdeildar ÍBV og sviðsstjóri. Foreldrar hans eru hjónin Jónmundur Kjartansson yfirlögregluþjónn, f. 12.7. 1955, og Kristín Herdís Bjarnadóttir skrif- stofukona, f. 18.7. 1955. Börn Hrafnhildar og Viktors eru Viktoría Dís Viktorsdóttir, f. 5.1. 2001, framhaldsskólanemi; Alexandra Ósk, f. 26.11. 2007, grunnskólanemi, og Kristófer Daði, f. 18.3. 2015, leikskóla- strákur. Systkini Hrafnhildar eru Dagný Skúladóttir, f. 10.5. 1980, flug- freyja, bús. í Garðabæ; Drífa Skúladóttir, f. 10.5. 1980, flug- freyja og menntaður þroskaþjálfi, bús. í Reykjavík; Daði Rafn Skúla- son, f. 1.2. 1982, nuddari, bús. í Kópavogi; Hanna Lóa Skúladóttir, f. 13.10. 1986, skrifstofu- og fjár- málastjóri, bús. í Reykjavík, og Rebekka Rut, f. 25.10. 1988, flug- freyja og menntaður hjúkrunar- fræðingur, bús. í Reykjavík. Foreldrar Hrafnhildar eru hjón- in Skúli Guðmundsson, f. 13.3. 1957, bílstjóri hjá Ekrunni, og Þórdís Jóna Rúnarsdóttir, f. 18.7. 1958, sjúkraliði og vinnur við heimahjúkrun, bús. í Mosfellsbæ. „Foreldrar mínir kynntust í Skógaskóla og hafa verið saman síðan eða í tæplega 45 ár. Giftu sig daginn sem ég var skírð svo þau eiga 40 ára brúðkaupsafmæli í desember á þessu ári.“ Hrafnhildur Ósk Skúladóttir Helga Þorvarðardóttir hjúkrunarkona í Geitagerði Sigríður Þormar Vigfúsdóttir verkakona í Vík í Mýrdal Guðmundur Jóhannesson símsmiður í Vík í Mýrdal Skúli Guðmundsson bílstjóri hjá Ekrunni Jónína Sigfúsdóttir húsmóðir á Skjögrastöðum Jóhannes Jónasson bóndi á Skjögrastöðum í Fljótsdal Guttormur V. Þormar bóndi í Geitagerði og frjálsíþróttakappi Sigríður Lóa Þorvaldsdóttir húsmóðir í Sigluvík Ágúst Jónsson bóndi og íþróttakennari í Sigluvík í Vestur-LandeyjumHildur Ágústsdóttir bóndi og húsmóðir í Klauf Rúnar Guðjónsson bóndi í Klauf í Vestur-Landeyjum Þórdís Jóna Rúnarsdóttir sjúkraliði og vinnur við heimahjúkrun Sigríður Markúsdóttir húsmóðir í Vestmannaeyjum og Rvík Guðjón Karlsson sjómaður í Vestmannaeyjum og Rvík Úr frændgarði Hrafnhildar Skúladóttur Vigfús Þormar Guttormsson bóndi í Geitagerði Fljótsdal, sonur Guttorms Vigfússonar, skólastj. á Eiðum og alþm. Gunnar Þormar tannlæknir og fyrsti form. Þroskahjálpar Þorvarður Þormar prestur í Laufási í Grýtubakkahr. Halldór Þormar fv. sérfr. við Tilraunastöðina á Keldum Hörður Þormar fv. efnafr. hjá Rannsóknastofnun iðnaðarins Guttormur Þormar fv. yfirverkfr. Rvíkurborgar Andrés Þormar aðalgjaldkeri Landssímans ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 2017 95 ára Gunnar Þórðarson Marteinn Sigurólason 90 ára Kristín Björnsdóttir 85 ára Arnór Valgeirsson Jenný L. Valdimarsdóttir Oddný Ásmundsdóttir Ólafía Sigurðardóttir Sesselja Ingimundardóttir 80 ára Gunnar Ásgeirsson Helga Bjarnadóttir Höskuldur Jónsson Kolbrún Pálsdóttir Steinunn Guðmundsdóttir 75 ára Ásgeir Christiansen Erlen Jónsdóttir Guðrún Ingibjörg Hlíðar Gylfi Þór Sigurðsson Ingólfur Arnar Steindórss. María Kristín Siggeirsdóttir María Steinunn Arnfinnsd. Ragnheiður Jónsdóttir 70 ára Alma Ch. R. Róbertsdóttir Bjarni Sigurjónsson Björn Garðarsson Erna Markúsdóttir Guðfinnur Karlsson Hrafnhildur Björgvinsdóttir Ingvar Auðunn Guðnason Jóna B. Jakobsd. Michelsen Sigríður Jónsdóttir Sigþór Borgar Karlsson Þorsteinn Marinósson 60 ára Anna Haukdal Jónsdóttir Einar Birgisson Guðni Einarsson Gylfi Már Bjarnason Jón Aðalsteinn Sæbjörnss. Ólafur Hallgrímsson Sigurgeir Guðmundsson Stefán Þór Bjarnason Torfi Aðalsteinsson Valgerður Hildibrandsdóttir 50 ára Aðalbjörg E. Sigurðardóttir Birna Þorbergsdóttir Brynja Árnadóttir Einar Jónasson Elling Ásgeir Guðmundsson Júlíus Helgason Linda Jörundsdóttir Marta Guðrún Halldórsd. Styrmir Ingi Bjarnason Sveinn Markússon Valgeir Þór Magnússon Þröstur Bjarnason 40 ára Arnfríður Kristín Arnórsd. Helga V.F. Gunnarsdóttir Helga Ægisdóttir Hrafnhildur Jónsdóttir Kristján Jónsson Óli Þór Harðarson Ragnheiður Hauksdóttir Sigurður Ágúst Marelsson Svavar Arnarson Svava Þorsteinsdóttir Þórhallur Margeir Lárusson 30 ára Bjarni Jóhann Lúthersson Brynjar Þór Jakobsson Einar Darri Einarsson Elvar Logi Gunnarsson Helena Þóra Sigurbjörnsd. Hugrún Tanja Haraldsdóttir Jón Magnús Guðmundsson Lovísa Dagmar Haraldsd. Marín Björt Valtýsdóttir Pétur Sæmundsen Sigríður Ósk Beck Víkingsd. Unnur Ágústa Guðmundsd. Vala Dröfn Guðmundsdóttir Til hamingju með daginn 30 ára Andrea er úr Garðabænum en býr á Akranesi. Hún er hjúkr- unarfræðingur á slysa- deildinni þar. Maki: Rúnar Björn Reyn- isson, f. 1990, hönnuður hjá Skaganum 3X. Börn: Aríela, f. 2014. Foreldrar: Jón Yngvi Björnsson, f. 1959, húsa- smíðameistari og á Bygg- ing ehf., og María Richter, f. 1960, bókari hjá Sjálfs- björg, bús. í Garðabæ. Andrea Ýr Jónsdóttir 30 ára Bjarni býr á Greni- vík og vinnur ýmis störf hjá Grýtubakkahreppi. Maki: Þórunn Indíana Lúthersdóttir, f. 1984, framleiðslustj. hjá Pharm- artica. Börn: Olgeir Máni, f. 2008, Sigurður Arnfjörð, f. 2010, Rósa Lind, f. 2010, Ari Logi, f. 2012 og Reynir Þór, f. 2016. Foreldrar: Ari Bald- ursson, f. 1959, og Kol- brún Reynisdóttir, f. 1962. Bjarni Arason 40 ára Hrefna er frá Hofsósi en býr á Akureyri. Hún vinnur hjá Fish & Chips og er nemi í Verk- menntaskólanum á Akur- eyri. Börn: Aníta Ösp, f. 1997, og Hermann Svanur, f. 1999. Barnabarn: Emanúel, f. 2016. Faðir: Björn Níelsson, f. 1942, vann hjá Sjóvá og er búsettur í Reykjavík. Hrefna Björg Björnsdóttir  Sigríður Jónsdóttir hefur varið dokt- orsritgerð sína í líf- og læknavísindum við Læknadeild Háskóla Íslands. Rit- gerðin ber heitið Þróun ónæmismeð- ferðar gegn sumarexemi í hestum (Development of Immunotherapy for Insect Bite Hypersensitivity in Horses). Umsjónarkennari var Sigurbjörg Þor- steinsdóttir, ónæmisfræðingur við Til- raunastöð Háskóla Íslands á Keldum, og leiðbeinandi var Vilhjálmur Svans- son dýralæknir. Sumarexem er IgE-miðlað ofnæmi í hrossum sem orsakast af biti smámýs (Culicoides spp.) og einkennist af kláða, hárlausum svæðum og sára- myndun. Tíðni sumarexems er mun hærri hjá útfluttum íslenskum hestum en öðrum hestakynjum sem og íslensk- um hestum fæddum erlendis. Ofnæm- isvakarnir eru prótein úr munnvatns- kirtlum flugunnar. Markmið verkefnis- ins var að þróa ónæmismeðferð gegn sumarexemi; bólusetningu með hreins- uðum ofnæmisvökum í ónæmisglæð- um og meðhöndlun um munnslímhúð með byggi sem tjáir ofnæmisvaka. Við þróun á fyrirbyggjandi meðferð gegn sumarexemi voru heilbrigðir hestar spraut- aðir í húð og eitla með of- næmisvökum með eða án ónæmisglæðis. Bólusetning í eitla með ónæmisglæði leiddi til mótefna- og boðefnasvars af andstæðum toga við ofnæmi. Sem meðferð við sumarexemi var þróuð aðferð til að meðhöndla hross um slímhúð munnsins, bygg sem tjáir ofnæmisvaka var malað og leyst upp og sérhönnuð voru mél til að gefa hest- unum blönduna. Heilbrigðir hestar meðhöndlaðir um munnslímhúð með bygginu mynduðu ákjósanlegt mót- efnasvar. Þessar tvær leiðir; bólusetning í eitla og meðhöndlun um slímhúð munnsins, eru hvorar tveggja vænlegur kostur í meðferð gegn sumarexemi. Sigríður Jónsdóttir Sigríður Jónsdóttir fæddist á Akranesi hinn 26. júlí 1985 og er hún dóttir hjónanna Jóns S. Stefánssonar og Sigrúnar Sigurgeirsdóttur. Hún lauk BS- prófi í líffræði frá Háskóla Íslands vorið 2008 og meistaraprófi í líf- og læknavís- indum vorið 2011. Meistaraverkefnið vann Sigríður á Tilraunastöð Háskóla Ís- lands í meinafræði á Keldum og fjallaði verkefnið um framleiðslu ofnæmisvaka í sumarexemi. Hún hóf doktorsnám við sömu stofnun í febrúar 2012 og var verk- efnið unnið að hluta til við Háskólann í Bern í Sviss og Cornell-háskóla í Íþöku í Bandaríkjunum. Eftir doktorsnámið flutti Sigríður til Sviss en þar heldur hún áfram að rannsaka sumarexem við dýrasjúkdómadeild Háskólans í Bern. Doktor Baðaðu þig í gæðunum Vandaðar vörur, gott verð og fjölbreytt úrval Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 • www.tengi.is • tengi@tengi.is Opið virka daga frá kl. 8-18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.